Dagblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1978. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagn- ammdœmi Reykjavíkur. Mánudagur 22. mai R—1 til R—200 Þriðjudagur 23.maí R—201 t0 R—400 Miðvikudagur 24. maí R—401 til R—600 Fimmtudagur 25. maí R—601 til R—800 Skoðunin verður framkvæmd fyrmefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Bíldshöfða 8, kl. 08.00 til 16.00. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vá- trygging sé í gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borginni, en skrásett eru í öðrum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögregkistjórinn f Reykjavík, 19. mai 1978 Siguijón Sigurðsson. Staða aðstoðarlæknis við Sjúkrahús Akraness er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs, eða eftir nánara sam- komulagi. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir sjúkra- hússins. Sjúkrahús Akraness. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður Staða aðstoðarlœknis við Barnaspítala Hringsins er laus til umsóknar. Staðan veitist til 6 mánaða frá 1. júlí nk. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrif- stofu Ríkisspítalanna fyrir 21. júní nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar í síma 29000. Hjúkrunarfrœðingar og fóstrur óskast til starfa á geðdeild Bamaspítala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri í síma 84611. Reykjavík 22. maí, 1978. Skrífstofa Ríkisspítalanna Eiríksgötu 5, sími 29000. SUND FATNAÐUR • Sundbo/ir • Sundskýlur • Sundg/eraugu • Sundhettur • Bikinikr. 3.180/- Allar stærðir Póstsendum Heildsala — Smásala Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klnpparstig 44 Simi 11783 Víkursamfélagið kemur út í haust: „Á eftir ad valda miklum deilum enda eru margar persónurnar snariifandr — segirBárður Halldórsson menntaskólakennari „Það hafa fáir gert það í seinni tið, að skrifa á þennan hátt um fólk sem stendur þeim nær. Ég er nokkuð viss um að bókin á eftir að valda miklum deilum, að minnsta kosti hér á Akur- eyri, enda eru margar persónurnar snarlifandi, þótt þær séu bundnar í dulnefni,” sagði Bárður Halldórsson menntaskólakennari á Akureyri í sam- tali við fréttamann DB um skáldsög- una Víkursamfélagið eftir Guðlaug Arason. Bókin kemur út hjá útgáfu- félaginu Bókás hf. á tsafirði i haust en Bárður er annar aðaleigenda Bókáss. Forlagið var stofnað i fyrra og hóf starfsemina með því að efna til skáld- sagnasamkeppni með 250 þúsund króna verðlaunum fyrir beztu söguna. brir menntaskólakennarar voru í dóm- nefnd — þeir Böðvar Guðmundsson og Vilmundur Gylfason auk Bárðar. „Okkur bárust 10—20 handrit, mjög misjöfn að gæðum,” sagði Bárður í samtalinu við DB. „Það er vel hugsanlegt að við munum gefa út tvær eða þrjár af þeim til viðbótar en þvi miður tókst okkur ekki að koma Vikursamfélaginu út i fyrra eins og til stóð.” Bárður Halldórsson sagði að Vikur- samfélagið, sem lesin var í útvarp í fyrra, væri „mjög hörð ádeila á kaup- félagsvaldið, sérstaklega KEA-veldið hér norðanlands. Þetta er sósial-realisk saga sem gerist í samtimanum og er ekkert af skafið. Þar er miklu bylt og, eins og ég sagði, þá á bókin vafalaust eftir að valda miklum deilum og um- róti hér og annars staðar.” - ÓV Skólabærínná Laugarvatni: Aukið samstarf skólanna Skólarnir á Laugarvatni taka næsta vetur upp aukið samstarf i kennslu. Er þetta gert til þess að auka það framboð sem á námsleiðum er og jafnframt verður betri nýting á húsum og starfs- fólki. í vetur sem leið sátu i nefnd kennarar frá Laugarvatnsskólunum ásamt fræðslustjóra Suðurlands og fulltrúa úr menntamálaráðuneytinu. Voru gerðar tillögur um þessa samvinnu til bráða- birgða en síöan á að sjá til hvemig til- raunin gengur og halda áfram ef hún gefst vel. Boðið verður upp á 6 námsbrautir ef næg þátttaka fæst. Er þar um að ræða 2 bóknámsbrautir, hússtjórnarbraut, hús- stjórnarnámskeið, félagsmála- og iþróttabraut og uppeldisbraut. Sameigin- legur námskjami fyrir allar þessar brautir verður á fyrsta ári i 18 stundir á viku. Auk þessa halda svo menntaskól- inn, iþróttaskólinn og héraðsskólinn áfram þeirri kennslu sem þeir hafa verið með. - DS Enn eykst frystingin Þrátt fyrir umræður um mikinn aflaskort viða um land að undanförnu hafa frystihús Sambandsins aukið verulega frystingu ýmissa fisktegunda. í Sambandsfréttum er haft eftir Sig urði Markússyni framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar að frysting á botnlægum tegundum í frystihúsum á vegum SlS hafi numið 9477 lestum, 17% meira en á sama tima í fyrra. Aukning þorsks nam 13%, ýsu 55% og steinbíts 36%. Frysting á karfa og ufsa dróst saman. Nýbygging Hússtjórnarskóla Suðurlands sem áður hét Húsmæðraskóli Suðurlands. Myndin er úr bæklingi sem gefinn hefur verið út til þess að kynna starfsemi skólanna. Duttuárúðu ogskárustí andlíti Tveir félagar ákváðu á laugardags- kvöldið að fara saman i Klúbbinn. Slikt er sjaldnast í frásögur færandi en þeir munu vafalaust lengi minnast fararinnar. Gerðust þeir ölvaðir um of og svo fór að lokum að þeir féllu utan dyra, lentu á rúðu með þeim afleiðing- um að báðir skárust í andliti. Hversu alvarleg meiðslin voru vitum við ekki en báðir fóru til aðgerða i slysadeild. - ASt. Það smíða fleiri en Slippstöðin... Sumarið er komið hér fyrir norðan fjöll. Sólin hefur verið hér í nokkrar vikur og þær eru engir hettumávar, kri- umar'sem garga hér í hólmunum. Og fleiri smíða skip hér á Akureyri en Slippstöðin. Þessir strákar voru að reyna farkost sinn i fjörunni við gamla fiug- planið um helgina. Ekki veit ég hvort það var með leyfi skipaeftirlitsins en mjórer mikils visir.... RAFVORUR Sli LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 Smurbrauðstofan BJORNINN w NjóMgofu 49 - Stmi 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.