Dagblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAt 1978.
9
Jón Sigurðsson, formaður stjómar LÍN:
Markmið almenn skerð-
ing námsaðstoðar
— ef niðurstöðu undirréttar um úthlutunarreglur
lánasjóðsins verður fylgt
Hverju spáir þú um
úrslit kosninganna?
Valt.Vr Guðmundsson húsasmiður: Ég
geri ráðfyrir þviaðsami meirihluti verði
áfram. þ.e. að Sjálfstæðisflokkur og
óháðir fái fjóra menn. Siðan verður einn
maðurá hvern hinna.
Hulda Magnúsdóttir húsmóðir:
Sjálfstæðismenn og óháðir halda meiri-
hlutanum. Ég get ekki sagt hvernig
skiptingin verður á milli hinna.
Magnús Guðmundsson, vinnur i Skipa-
vik: Ég er frekar á þvi að útkoman verði
svipuð og siðast. Hreppsnefndin hefur
veriö vinsæl og ég hefði helzt óskað eftir
sömu hreppsnefnd. Sjálfstæðismenn og
óháðir halda meirihlutanum og hinir
listarnir fá einn mann hver.
Þórhildur Haildórsdóttir húsmóðir: Ég
vona að kosningarnar fari vel. Þetta
hefur gengið ágætlega og ég vona að
sami meirihluti haldist.
E.vjólfur Ólafsson skipstjóri: Ég hefði
heldur viljað að ekki væri boðið fram
pólitiskt. en raunar hefur ekki verið
ágreiningur innan hreppsncfndarinnar.
Að öðru leyti er ég enginn spámaður.
„Aðalatriði þessa máls er það tillit
sem í úthlutunarreglum Lánasjóðs is-
lenzkra námsmanna er tekið til fram-
færslu barna námsmanna. Dómurinn
staðfestir skýringar sjóðsins á þessu
aðalatriði málsins. nefnilega að tillit er i
reglunum tekið til framfærslu barna.
Mikilvægasta og ákafasta gagnrýni
námsmannasamtaka á undanförnum
árum. að svo sé ekki. er þannig visað á
bug."
Þetta er upphaf yfirlýsingar sem Jón
Sigurðsson. formaður stjórnar Lána-
sjóðs islenzkra námsmanna. hefur sent
frá sér i tilefni af nýlegum undirréttar
dómi um úthlutunarreglursjóðsins.
1 yfirlýsingunni segir ennfremur:
„Hins vegar kemst undirréttaidómurinn
að óvænstri niðurstöðu um annað og
miklu veigaminna atriði málsins. Hann
telur að maka eða sambýlismanni náms-
manns eigi jafnan að vera frjálst að velja
á milli þess að njóta láns úr sjóðnum eða
afla sér tekna með öðrum hætti, hvort
sem hann er sjálfur við nám eða ekki.
Má Ijóst vera hvilikar byrðar slikt myndi
leggja á sjóðinn, umfram þá skyldu að
veita námsaðstoð. ef það eitt að lifa i
sambúð við námsmann telst veita rétt á
opinberri framfærslu."
Þá bendir Jón Sigurðsson á það að
fjárhagur sjóðsins hafi verið þröngur og
sett allri starfsemi og fyrirgreiðslu
skorður. Ef niðurstöðu dómsins yrði
fylgt „hlytist af þvi markverð almenn
skerðing námsaðstoðar sem kæmi niður
á öllum námsmönnum." segir orðrétt.
Loks segir að mál þetta snerti aðeins
nokkur ákvæði einnar greinar úthlut-
unarreglna en ekki reglurnar í heild. Það
sé því rangt að úthlutunarreglurnar sem
siikar „standist -GM
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1978, hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20%, en síðan eru viðurlögin 3% til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta
mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytifl
19, maí 1978.
Njarðvíkingar
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er að Klappar-
stíg 10. Sími 3822. Opin frá 7.30 til 22.00 virka daga, en
um helgar frá 13.00 til 22.00. Kosningastjóri Ólafur
Þórðarson.
Kennarar — Kennarar
Kennara vantar að Barna- og unglingaskóla
Bolungarvíkur, kennslugreinar, auk almennr-
ar kennslu, stærð- og eðlisfræði í 6.—9. bekk,
mynd- og handmennt, íþróttir og forskóla-
kennsla. Uppl. gefa Gunnar Ragnarsson í síma
(94) 7288 og séra Gunnar Björnsson formaður
skólanefndar í síma (94) 7135.
Hilmar Sveinsson sjómaöur: Ég býst við
þvi að sjálfstæðismenn og óháðir haldi
velli. Liklega verður einn maður á hvern
hinna.
Bogaskyttur
Stofnfundur bogfimideildar, innan Skotfélags
Reykjavíkur, verður haldinn að Hótel Esju, 2.
hæð, fimmtudaginn 25. maí 1978, kl. 20.30.
stundvíslega. Allt áhugafólk velkomið.
Skotfélag Reykjavfkur.
Æ,QNMITT HÉRNA
“"utUnS
I>eir voru ekkcrt ánægðir. kapparmr
á myndinni. cnda þótt i auglýsingunni
fyrir ofan þá sé talað um ánægju
manna um allan heim. Það cr ekkert
skemmtilegt að lenda i svona nokkru.
bókstaflega i hjarta höfuðborgarinnar.
Hverju sem um er aö kenna. hleðslu á
bil þcirra cða holóttum götum cltir
ániðslu stálgaddanna i vetur. I'ór það
jULsv«-ítð-þérr misstu hluT3al' hlassinu
i götuna. O’ þá var að hafa hröö hand
tök þvimnlcrðiu cr miskuniiarlaus ög
þung á aoalgotum borgarinnar —
DB mynd Bj.Bj.
Fiski skipað út á Eskifirði:
Undanþága—og verka-
lýðsforinginn reyndist
manna duglegastur
Regína símaði frá F.skifirði í gær:
Hofsjökull er hér i dag að taka 3270
tonn af þorski og ufsa. Að sögn Björns
Þorsteinssonar verkstjóra hjá Hrað
frystihúsi Eskifjarðar gekk vel að fá
leyfi hjá Verkalýðsfélaginu Árvakri til
að skipa fiskinum út. Björn verkstjóri
sagði ennfremur að hinn ágæti for-
maður verkalýðsfélagsins. Hrafnkell
Jonsson. væri manna duglegastur við
útskipunina. enda i akkorði.
GM
Laus staða
Staða húsvarðar við Menntaskólann á Akureyri er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík
fyrir 20. júní nk.
Menntamálaráðuneytið, 18. maí 1978.
Lögfræðingur
Lögfræðingur óskar eftir atvinnu nú
þegar eða síðar. Hefur reynslu úr at-
vinnulífinu. Tilboð merkt „STARF”
sendist Dagblaðinu.
Styrkur til náms í talkennslu
Menntamálaráðuneytið hefur í hyggju að
veita á þessu ári styrk handa kennara sem vill
sérhæfa sig í talkennslu vangefinna. Styrkfjár-
hæðin nemur allt að 500.000 krónum.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðu-
neytinu fyrir 12. júní nk. ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf.
Menntamálaráðuneytið 23. maí 1978.
■íoli.ízðöfir1' .iilunnivjfi My'aidi-
■. ••-..-ui.- •••:,.iviiunuáiováal tLSsyV
Skákmenn
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst
mánudaginn 29. maí kl. 20.00. Tefldar verða 9
umferðir eftir Monradkerfi. Öllum heimil þátt-
taka. Skráning fer fram í síma taflfélagsins á
kvöldin.
Taflfélag Reykjavíkur
Grensásvegi 46,
sími 83540.