Dagblaðið - 24.05.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978.
11
Danmörik:
Engin eitur-
lyf fundust í
Kristjaníu
v«ð rannsókn
Kristjanía, hverfið i Kaupmanna-
höfn sem íbúarnir vilja kalla fririki og
hafa utan við þjóðfélagskerfið, komst i
fréttirnar fyrir siðustu helgi þegar lög-
reglan réðst þar inn klukkan sex um
morguninn oggerði húsrannsókn.
Að sögn lögreglunnar var aðgerðin,
sem meira en fimmtíu lögreglumenn
tóku þátt í, framkvæmd vegna ábend-
ingar frá ónefndri manneskju um að
töluvert af eiturlyfjum væri í umferð í
Kristjaníu.
Árangur varð hins vegar enginn af
leitinni. Ekki fannst eitt einasta
gramm af neinskonar vimulyfjum og
var þeim tæplega fjörutíu manns, sem
færðir höfðu verið til yfirheyrslu,
sleppt að henni lokinni. Að sögn mun
ekkert hafa komið fram við leitina eða
yfirheyrsluna sem benti til að eiturlyf
hefðu verið í umferð i hverfinu fyrir
leit lögreglunnar.
Ekki eru þó allir sannfærðir um að
íbúar Kristjaniu séu alveg lausir við
eiturlyfjapláguna. Margir meðal
þeirra sjálfra telja að lögreglan fari
ekki með rétt mál þegar hún segist
hafa fengið ábendingu frá ónefndri
manneskju. Hið rétta sé að grein í einu
Kaupmannahafnarblaðanna hafi
vakið lögregluna til starfa. í greininni
sagði að ibúar Kristjaniu, sem flestir
væru á móti eiturlyfjum, hefðu tekið
til þess ráðs að reyna að uppræta
neyzlu og sölu efnanna sjálfir.
Húsrannsóknin í Kristjaníu fór að
sögn fram án átaka milli íbúa og lög-
reglu en slikt hefur orðið við fyrri at-
burði af sama tagi. Ekki varð þó hús-
rannsóknin alveg árangurslaus því
nokkrir þeirra sem fundust voru út-
lendingar sem dvöldust ólöglega i
landinu eða voru eftirlýstir i heima-
landisinufyrirafbrot.
Örk friðarins er eitt af þekktari húsunum i Kristjaniu i Kaupniannaholn. Sérstok
áherzla var lögð á að leita eiturlvfja þar en árangurinn varð enginn. — ()(..
7
Er unnt að gera borgina
okkar skemmtilegri?
Nýlega birtist lesendabréf i Dag-
blaðinu þar sem höfundur hélt því
fram að Reykjavík væri leiðinleg borg.
Ekki er ég alveg sammála höfundi.
Reykjavík er a.m.k. falleg borg og yfir-
leitt finnst manni það sem fallegt er
jafnframt skemmtilegt. Hins vegar
mætti vera meira lif í henni Reykjavík
og vissulega mætti margt gera svo
borgin okkar yrði skemmtilegri.
Óneitanlega hefur borgin orðið
daufari með hnignun gömlu mið-
borgarinnar. Þar er nú allt liflaust eftir
að venjulegum vinnutima lýkur. Hér
áður var ólgandi líf i miðbænum á
kvöldin. Þar var hvert kaffihúsið við
annað, unglingarnir mæltu sér mót í
miðbænum, gengu „rúntinn” o.s,frv.
Þar áttu margir elskendur sitt fyrsta
stefnumót. Nú er öll rómantik horfin
úr miðbænum. Og það sem verra er.
Ekkert í borginni hefur komið i
staðinn. Nú er varla unnt að fá sér
kaffisopa niðri i bæ eftir kl 9 á kvöld-
in. Vissulega er þetta mikil afturför.
Það er nauðsynlegt að lífga
miðborgina við á ný. Sennilega verður
borgarstjórn að gera eitthvað í þvi
efni. Margt kemur til greina. Borgin
gæti stuðlað að útihljómleikum í
Austurstræti ávsumarkvöldum. Hún
gæti staðið fyrir leiksýningum í hent-
ugu húsnæði í miðborginni, hún gæti
tekið Fjalaköttinn á leigu og komið
þar upp starfsemi sem drægi fólk að.
Þá myndi á ný verða grundvöllur fyrir
rekstri kaffihúsa í miðbænum.
En það þarf fleira að gera til þess að
setja meira lif í borgina okkar og gera
hana skemmtilegri. Hér áður fyrr
áttum við einnig Tívoli. Þá fóru fjöl-
skyldur með börn sín I þann skemmti-
garð og áttu þar góðar stundir saman.
Nýlega flutti ég tillögu i borgar-
stjórn um að borgin athugaði hvort
unnt væri að koma á fót á ný skemmti-
garði í Reykjavík. Tilllagan var sam-
þykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
Skemmtigarður i Reykjavik mundi
lífga verulega upp á borgina og verða
vinsæll hjá ungu fólki, fjölskyldum og
raunar öllum Reykvíkingum, ef vel
tækist til með stofnsetningu hans.
Raunar er ekki um neinn stað að ræða
i dag i Reykjavík sem dregur fjöl-
skyldufólk að sér, nema þá helzt Blá-
fjöllin, en ekki vilja allir Reykvíkingar
renna séráskíðum.
1 skemmtigarði ættu að vera veit-
ingasalir, leiktæki ýmiss konar, útisvið
fyrir hljómleika og leiklist, aðstaða
fyrir minigolf, keiluspil o.fl. Jafnvel
væri hugsanlegt að hafa sundlaug i
slikum garði. Starfsemin ætti bæði að
vera innan og utan dyra. Myndlist og
önnur menningarstarfsemi ætti einnig
aðrúmast þar.
Hugsanlegt væri að byggja hrein-
lega yfir ákveðinn hluta garðsins. Ég
tel að Reykjavíkurborg ætti að byggja
garðinn sjálfan en síðan mætti láta
einkaaðila byggja upp ýmsa starfsemi
garðsins og reka hana.
Skemmtigarðinn mætti byggja upp i
áföngum eftir þvi sem fjármagn leyfði.
Það er vissulega mikil þörf á úti-
vistarstöðum í borginni. i rauninni
ættu útivistarsvæði með gróðurreitum
að vera sjálfsögð i hverju ibúðarhverfi.
Einnig þarf borgin að gera meira fyrir
hin náttúrulegu útivistarsvæði i
Reykjavik. Þar er Elliðaárdalurinn
efstur á blaði. Mikið er skrifað al' öll-
um stjórnmálaflokkum um nauðsyn
þess að gera Elliðaárdalinn að úti-
vistarsvæði Reykvíkinga. En ef
borgarbúar ætla að leggja leið sina að
Elliðaánum á sumardegi eru þeir
\
Kjallarinn
Björgvin Guðmundsson
reknir burtu af laxveiðimönnum.
Nauðsynlegt er að opna Elliðaárdal
inn almenningi og leyfa fólkinu að
horfa á laxveiðar og fegurð dabins.
Þarna vantar göngustíga og aðra
aðstöðu.-Elliðaárdalurinn á ekki að
vera fyrir fáa útvalda heldur fyrir all-
analmenning.
Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrúi.
—
á lögum um grunnskóla að Hafnar-
fjörður verði áfram sem hingað til sér-
stakt fræðsluhérað með sérstakan
fræðslustjóra."
Þá stendur og i samþykkt bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar:
„Þá vill bæjarstjórn benda á að hún
telur eðlilegt að ein sameiginleg
fræðsluskrifstofa starfi fyrir Reykja-
nesumdæmi en að verkefni hennar
verði kennslufræðilegs eðlis, svo sem
námsstjórn, eftirlit með störfum skól-
anna, leiðbeiningastörf fyrir kennara,
skólastjóra og skólanefndir, nám-
skeiðahald, tilraunakennsla og fleira.”
Samþykkt bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar ber það með sér að bæjarfull-
trúar hafa ekki kynnt sér hin nýju lög
mjög rækilega en samþykktin er gerð
áður en nokkur reglugerð við grunn-
skólalögin er gefin út. Þegar grunn-
skólalög og ákvæði eldri laga um sama
efni eru borin saman kemur i ljós að
grunnskólalögin taka engin þau völd
af sveitarstjórn sem hún hafði áður
samkvæmt eldri lögum. Það var þvi
með öllu óþarft að breyta lögum til
þess að fullnægja óskum bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar samkvæmt framan-
greindri samþykkt, þar sem allt sem
farið var fram á þar rúmaðist innan
gildandi laga. Hafnarfjörður var sér-
stakt fræðsluhérað skv. eldri lögum en
er nú sérstakt skólahverfi skv. grunn-
skólalögum. Á þessu tvennu er í raun
enginn munur vegna þess að i lögum
um grunnskóla táknar orðið skóla-
hverfi það sama og orðið fræðsluhérað
táknaði í eldri lögum, þegar um er að
ræða sveitarfélag sem rekur tvo eða
fleiri grunnskóla.
|-
Kjallarinn
HelgiJónasson
fræðslustjóri
Fræðslustjóri
Hafnarfjarðar
Þeir sem sömdu grunnskólafrum-
varpið „stálu” nafninu fræðslustjóri
og notuðu það yfir annars konar starf
en það sem fræðslustjóri Hafnar-
fjarðar annaðist. Undirritaður gegndi
starfi fræðslustjóra Hafnarfjarðar all-
an þann tima sem það starfsheiti var
til og þekkir þvi starfið i smáatriðum.
Starf fræðslustjóra Hafnarfjarðar var
unnið samkvæmt sérstöku erindisbréfi
og starf fræðslustjóra samkvæmt
grunnskólalögum er unnið samkvæmt
sérstakri reglugerð. Hér er um gerólik
störf að ræða. Sem dæmi má nefna að
fræðslustjóri Hafnarfjarðar gerði
kröfur um greiðslur úr ríkissjóði fyrir
hönd Hafnarfjarðarbæjar en fræðslu-
stjóri Reykjanesumdæmis tekur við
slikum kröfum og úrskurðar að hve
miklu leyti þær skuli greiddar úr ríkis-
sjóði.
1 grunnskólalögum er gert ráð fyrir
að i stað þess „fræðslustjóra” sem
Hafnarfjarðarbær hafði ráðið á sínum
tíma yrði ráðinn skólafúlltrúi. 1
greinargerð með grunnskólafrumvarp-
inu var rætt um þær fræðsluskrifstof-
ur sem Kópavogur og Hafnarfjörður
höfðu komið upp og talið eðlilegt að
þær yrðu reknar áfram með sömu
verkefnum ogáður.
Fræðsluskrifstofa
Reykjanesumdæmis
og samskipti við
Hafnarfjörð
Þegar fræðslustjóri var ráðinn til
starfa í Reykjanesumdæmi í byrjun
árs 1976 voru jafnframt lögð niður
starfsheitin „fræðslustjóri Kópavogs"
og „fræðslustjóri Hafnarfjarðar”.
Þessum störfum er þó haldið áfram á
báðum stöðum undir nýjum starfs-
heitum sem er bæði sjálfsagt og eðli-
legt og i fullu samræmi við grunn-
skólalög. Strax í byrjun íókst mjög
gott samstarf við skólayfirvöld i Kópa
vogi en i fyrstu voru samskiptin við
yfirvöld i Hafnarfirði nokkuð tlókin
þvi mál þaðan voru send menntamála
ráðuneytinu og þaðan til fræðslu-
stjóra. Þessi boðleið var þó fljótlega
lögð niður og tekin upp eðlileg sam-
skipti. Samstarfið við skólana i
Hafnarfirði hefur alla tíð verið mjög
gott og hið sama er nú að segja um
samskiptin við starfsmenn Hafnar-
fjarðarbæjar. Skólanefndin i Hafnar-
firði (sem kallar sig ennþá Fræðsluráð
Hafnarfjarðar) vinnur að öllu leyti i
samræmi við lögin um grunnskóla á
sama hátt og aðrar skólanefndir í um-
dæminu og fer á engan hátt inn á
verksvið fræðsluráðs, enda verkefni
fræðsluráðsins þess eðlis að til þess er
ekki tilefni.
Eins og áður er sagt eru samskipti
fræðslustjóra Reykjanesumdæmis við
skólana og starfsmenn Hafnarfjarðar-
bæjar að öllu leyti með eðlilegum
hætti. Fræðslustjóra eru send þau mál
til afgreiðslu og úrskurðar sem ætlast
er til samkvæmt lögum. Auk þess er
Hafnarfjarðarbær aðili að allri þeirri
þjónustu sem fræðsluskrifstofa
Reykjanesumdæmis býður fram um-
fram hið lögboðna hlutverk.
Lokaorð
Nú hefur grunnskólalögunum verið
breytt á þann veg að menntamálaráð-
herra er heimilt að stofna fræðsluum-
dæmi i Hafnarfirði. Ef af því verður
þarf bæjarstjórn að taka að sér hlut-
verk landshlutasamtaka og kjósa
fræösluráð fyrir Hafnarfjörð.
Fræðsluráðin heyra ekki undir lands-
hlutasamtökin og þá ekki heldur undir
bæjarstjórn. Þetta kemur ekki að sök
þar sem fræðsluráðin starfa eftir sér
stakri reglugerð og hafa ekkert með
rekstur skóla að gera eða önnur af
greiðslumál þvi fræðsluráð hefur ekki
úrskurðarvald i neinu máli. Bæjar
stjórn þarf eftir sem áður að kjósa
skólanefnd, þar sem ekki er gert ráð
fyrir þvi i lögunum að fræðsluráð ann-
ist hlutverk skólanefndar.
Verði sérstakur fræðslustjóri settur
yfir Hafnarfjörð þá verður hann sam-
kvæmt lögum embættismaður ríkisins
og heyrir beint undir ráðuneytisstjóra
menntamálaráðuney tisins. F ræðslu-
skrifstofa Hafnarfjarðar verður þvi að
starfa áfram i óbreyttri mynd og
verður þvi kostnaður sá sem af emb-
ætti fræðslustjóra i Hafnarfirði hlýst
hreinn viðbótarkostnaður án þess að
til komi nokkur ný þjónusta.
Bæjarstjórn Kópavogs er i sömu að
stöðu og bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þar hefur aldrei komið til tals að óska
eftir þvi að Kópavogur verði sérstakt
fræðsluumdæmi. Þvert á nióti sam
þykkti bæjarstjórn Kópavogs hinn 14.
april sl. „að skora á Alþingi að fella
framkomið frumvarp um breytingu á
grunnskólalögum.”
Afstaða bæjarstjórnar Kópavogs er
tekin að fenginni reynslu af lögum um
grunnskóla. Samþykkt bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar er hins vegar gerð áður
en nokkur reynsla var fengin af fram-
kvæmd laganna og áður en nokkur
reglugerð við lögin var gefin út.
Helgi Jónasson
' fræðslustjóri
Reykjanesumdæmis.
/