Dagblaðið - 24.05.1978, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAt 1978.
17
HVAfl
VIIJA
ÞEIR?
\
Raufarhöfn
Karl Ágústsson H-lista:
Undirtektir
ráðamanna:
Fá litlar
undirtektir
varðandi
togarakaupin
Karl Ágústsson framkvæmdastjóri,
fyrsti maður á H-lista á Raufarhöfn.
„Hér eru atvinnumálin i brennidepli
og höfum við Raufarhafnarbúar mikinn
hug á að bæta við okkur öðrum skuttog-
ara til að auka og jafna hráefnið hjá
frystihúsinu,” sagði Karl Ágústsson,
fyrsti maðurá H-lista.
„Undirtektir ráðamanna hafa vægast
sagt verið litlar og þykir okkur við njóta
lítils skilnings þeirra. Hugmyndin var sú
að koma á samvinnu um vinnslu aflans
við Þórshafnarbúa en ef einn togari
bættist við þá væru gerðir út samtals
þrír togarar frá þessum tveim stöðum.
Af almennum hreppsmálum má segja
að yfirleitt hefur pólitískur ágreiningur
ekki verið mikill í sveitarstjórninni. Við
erum að vinna að sundlaug, unnið er að
varanlegri gatnagerð og endurbyggingu
vatnsveitunnar.
Svo má nefna smábátahöfn sem byrj-
að var á í fyrra og haldið áfram með I
sumar, þó svo rikisfjárveitingin til
hafnarinnar hafi verið skorin niður. Síld-
arverksmiðjur ríkisins eru með nokkur
umsvif núna, er þar bæði um að ræða
stækkun á hráefnisgeymum og endur-
bætur.”
—ÓG.
FÓRU í ÞORSKINN
ÞEGAR SÍLDIN HVARF
Raufarhöfn var einn af þeim stöðum
á íslandi sem áður fyrr byggði alla af-
komu sína á síldinni. Þegar síld gafst var
allt I góðu gengi en silfur hafsins er með
þeim ósköpum gert að hverfa og þá var
lítið gaman að sildarævintýrinu.
Seinni hluta siðasta áratugar tókst
okkur íslendingum síðan að ganga þann-
ig frá síldarstofnunum að allsendis óvíst
var hvort hann næði sér nokkurn tíma
uppaftur.
Þá urðu Raufarhafnarbúar að leita
annað og sneru sér þá að almennum
fiskveiðum og vinnslu. Ekki hefur það
gengið átakalaust en nú er svo komið að
þaðan er gerður út skuttogarinn Rauði-
núpur og starfrækt frystihús og tvær
saltfiskverkanir. Síldarverksmiðjur ríkis-
ins eru einn aðalvinnuveitandinn á með-
an loðnubræðsla stendur. Á Raufarhöfn
er einnig saumastofa.
Angantýr Einarsson G-lista:
Ekki vissir um að reksturinn hafi
ávallt verið með fullri vandvirkni
„Stærsta hagsmunamál okkar Raufar-
hafnarbúa er að rekstur útgerðarfélags-
ins og frystihússins gangi sem bezt,”
sagði Angantýr Einarsson skólastjóri,
efsti maður á G-listanum.
„Hreppurinn á þessi fyrirtæki að lang-
mestu leyti og hefur auk þess fellt niður
opinber gjöld, svo sem aðstöðugjald sem
fyrirtæki yfirleitt greiða. Hreppurinn á
einnig húseignir senrfrystihúsið notar.
Þá vil ég benda á að um langt árabi1
hefur hreppurinn tekið lán sem siðan
hafa verið endurlánuð til útgerðarfyrir-
tækisins. Slíkt getur að sjálfsögðu ékki
gengið til lengdar þvi á meðan er hrepp-
urinn sjálfur í peningasvelti, það lætur
nefnilega nærri að stærstur hluti af
framkvæmdafé hans hafi farið til út-
gerðarinnar.
Þetta þýðir engan veginn að Við al-
þýðubandalagsmenn séum á móti útgerð
togarans Rauðanúps eða frystihúsinu,
þvert á móti viljum við gera veg þeirra
sem mestan.
Hins vegar teljum við að útgdrðin og
frystihúsið eigi að reka með mestu vand-
virkni en það erum við ekki vissir um að
hafi ávallt verið gert til þessa.
Af framkvæmdum hreppsins má
nefna holræsagerð, undirbyggingu fyrir
varanlegt slitlag, sundlaugarbyggingu og
hafnargerðina.
Við alþýðubandalagsmenn erum
mjög andvígir þeim hugmyndum sem
fram hafa komið um erlenda stóriðju hér
nærri en meirihlutinn í hreppsnefnd
Raufarhafnar vinnur að þvi.
Verkalýðsbaráttu styðjum við heils-
hugar og smábátaútgerðina en ekkert
sjávarþorp þrifst án hennar."
—ÓG.
Angantýr Einarsson skólastjóri, fyrsti
maður á lista Alþýðubandalagsins á
Raufarhöfn.
Helgi Ólafsson D-lista:
Bæta aðstöðu
barna og unglinga
„Mér er efst í huga að frystihúsið og
aðrar fiskverkunarstöðvar verði efldar."
sagði Helgi Ólafsson, fyrsti maður á D
lista.„,Mörg mál eru að sjálfsögðu bryn,
eins og til dæmis gatnagerð, vatns- og
skolpveita. Auk þess tel ég þörf á bætt-
um brunavörnum.
u
Helgi Ólafsson rafvirki, fyrsti maður á
D-lista á Raufarhöfn.
Við verðum þó að muna að handbært
fjármagn ræður mikið ferðinni við allar
framkvæmdir. Auðvitað hafá allir fram-
bjóðendur áhuga á velferð og velgengni
Raufarhafnar en þar eru atvinnumálin i
brennidepli þessa dagana. Mitt áhuga-
mál er að við tryggjum stöðuga atvinnu
fyriralla. .
Að lokum vil ég nefna að I sveitar-
stjórn næsta kjörtimabil mun égsérstak-
lega beita mér fyrir úrbótum á aðstöðu
barna og unglinga á Raufarhöfn. í því
efni hef ég ákveðnar tillögur sem lagðar
verða fram.”
Björn Hólmsteinsson B-lista:
Eigendur atvinnutækj-
anna hurfu með síldinni
„Mér er tvennt efst i huga varðandi
hreppsmálin, það eru hafnaraðstaðan og
sundlaugarbyggingin, við þetta verða
einhverjar framkvæmdir í sumar og svo
auðvitað við gatnagerðina,” sagði Björn
Hólmsteinsson, fyrsti maður á B-lista.
„Hér áður fyrr var yfirleitt mikið um
að vera hér á sumrin i síldinni en aftur
rólegra á veturna. Síðan kom að því að
síldin hvarf og með henni flestir þeir að-
ilar sem átt höfðu hér atvinnutækin sem
voru flest í eigu annarra en heima-
manna. Af þessu öllu urðu við að skipta
alveg um atvinnuveg og fara út í hefð-
bundna fiskverkun.,
Vandann i atvinnumálunum verðum
við auðvitað að reyna að leysa hið
fyrsta. Ég vil aðeins að lokum vona að
spennan i þjóðfélaginu minnki. Ef henni
ekki linnir innan tíðar þá hef ég ekki trú
á að við verðum lengi frjáls þjóð.”
Úrslitísíðustu
kosningum
1974
B—listi Framsóknarflokkur 38-1 1970 1966
D—listi Sjálfstæðisflokks 59-1 Einn listi. Einn listi.
G—listi Alþýðubandalags 87-2 H-listi óháðra. H—listi óháðra,
H-listi óháðra 44-1 sjálfkjörinn. sjátfkjörinn
Fjórir listar í kjöri
B-listi
Framsóknarflokks:
1. Bjöm Hólmsteinsson
2. Hólmfríður Friðgeirsdóttir
3. ValdimarGuðmundsson
4. Karl Guðmundsson
5. Gunnur Sigþórsdóttir
6. Helgi Hólmsteinsson
7. Guðmundur Bjömsson
8. Jóhann Eiríksson
9. Pétur Bjömsson
10. Hólmsteinn Helgason.
Til sýslunefndar Bjöm Hólmsteinsson og til vi a
Valdimar Guðmundsson.
D-listi
Sjálfstæðisflokks:
1. Helgi Ólafsson
2. HlaðgerðurOddgeirsdóttir
3. Viðar Friðgeirsson
4. Stefán Magnússon
5. Bjami Hermannsson
6. Björgólfur Bjömsson
7. Kolbrún Þorsteinsdóttir
8. Þorgrímur Þorsteinsson
9. Þorbjörg Snorradóttir
10. Friðgeir Steingrimsson
Ti sýskinefndar Friðgeir Steingrímsson og til vara
Helgi ólafsson.
G-listi
Alþýðubandalags
1. Angantýr Einarsson
2. Þorsteinn Hallsson
3. Stefán Hjaltason
4. Aðalsteinn Sigvaldason
5. Sigurveig Bjömsdóttir
6. Jóhannes Bjömsson
7. Jónas Friðrik Guðnason
8. Guðni Oddgeirsson
9. Rósa Þórðardóttir
10. Dísa Pálsdóttir
Tl sýslunefndar Þorsteinn Hallsson og til vara Guö-
mundur Lúðviksson
H-listi óháðra:
1. Karl Ágústsson
2. Bjami Jóhannes Guðmundsson
3. Gylfi Þorsteinsson
4. Svava Stefánsdóttir
5. Ágústa Magnúsdóttir
6. Svanhildur Sigurðardóttir
7. PállG. Þormar
8. Jón Guðnason
9. Jónas Pálsson
10. Helga Hannesdóttir
T1 sýslunefndar Guömundur Friðriksson.