Dagblaðið - 24.05.1978, Side 19

Dagblaðið - 24.05.1978, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978. 19 Hljómsveitin CIRKUS er komin saman á ný Helmingurinn nýir meðlhmr Fyrstu dansleikirnir verða haldniráAusturlandi um næstu helgi Man nokkur ennþá eftir hljóm- sveitinni Cirkus? Ef svo er þá skulu þeir hinir sömu gladdir með þeirri frétt að hljómsveitin er nú komin saman á ný eftir árs hlé frá störfum. Reyndar er það hlé ekki óslitið því að meðlimir Cirkuss komu saman i nóvember síðastliðnum og tóku að æfa frumsamið efni. Árangur þeirra æfinga hefur ekki verið kunngerður opinberlega ennþá. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðsskipan Cirkuss síðan hljómsveit- in hætti um mánaðamótin april/maí i fyrra. Davið Karlsson trommar nú með Haukum og Helgi Magnússon hljómborðsleikari er á Akureyri og leikur þar með hljómsveitinni Jamaica. Hinir þrír, Sævar Sverrisson og bræðurnir Þorvarður og Örn Hjálmarssynir, stofna nú Cirkus aftur ásamt Árna Sigurðssyni gítar- leikara og söngvara, sem áður lék með Deildarbungubræðrum, Jó- hanni Kristinssyni hljómborðsleik- ara, áður í Mezzoforte og Sigurði Reynissyni trommuleikara. Þannig skipuð mætir hljómsveitin sem sagt til leiks um næstu helgi. „Við byrjum starfsemina að sjálf- sögðu á Austurlandi,” sagði Sævar Sverrisson söngvari er hann tilkynnti um endurfæðingu Cirkuss. „Við verðum á Seyðisfirði nú á föstu- daginn og kvöldið eftir í Félagslundi á Reyðarfirði. Við erum búnir að fá talsvert að gera í sumar,” bætti Sævar við. „Satt að segja er ég alveg undrandi á þvi hve vel menn hafa tekið þvi að við værum að byrja aftur. Ég hafði ekki hugmynd um að við hefðum verið svona vinsælir á sínum tíma." Um músikstefnuna hafði Sævar Sverrisson það að segja að Cirkus myndi nú einbeita sér að léttri og góðri stuðmúsik — danstónlist fyrir fólkið öðru nafni. „Við ætlum að lauma einu og einu frumsömdu lagi inn á milli en þau verða alveg í stíl við annað sem við flytjum,” sagði Sævar. Tveir af nýju meðlimunum, þeir Jóhann Kristinsson og Sigurður Reynisson, eru með öllu óþekktir i poppbransanum. Jóhann hefur þó lítillega komið fram með hljómsveit- inni Mezzoforte — jazzhljómsveit sem Friðrik Karlsson gítarleikari Tívoli veitir forstöðu. Sigurður er sonur Reynis Sigurðssonar slag- verksleikara Sinfóníuhljómsveitar tslands, sem reyndar leikur með á stórum hluta þeirra hljómplatna sem út koma hér á landi. Að sögn Sævars er Sigurður stórgóður trommuleik- ari, þó að nýliði sé. Talsvert langt er um liðið síðan Cirkus var stofnaður. Fyrstu mán- uðina léku meðlimirnir reyndar CIRCUS — Fremstur er trommu- leikarinn Sigurður Reynisson. Fyrir aftan hann eru, frá vinstri talið: Sæv- ar Sverrisson, Jóhann Kristinsson, Árni Sigurðsson, Örn Hjálmarsson og Þorvarður Hjálmarsson. DB— mynd. Ragnar Th. Sigurðsson. Brunaliðið dregur fram faraldsfótinn Veiðurá Norðurlandi tvær næst helgar Nú glymur lifandi tónlist um ganga Tónabæjar, skömmu eftir að endanlega er búið að ganga af staðn- um dauðum. Diskótekið stendur autt og yfirgefið, en úti á dans- gólfinu athafnar sig hópur vel þekkts íslenzks tónlistarfólks. Megn hákarlsfýla er í salnum og bréf utan af istoppum liggja á við og dreif. Tónlistin er eldfim — Brunaliðið er að æfa sig undir innrás sína á Norðurlandið um næstu helgi og aðalfæða meðlimanna er hákarl og emmessis. „Þessu ferðalagi okkar lýkur ekki fyrr en eftir verzlunarmannahelgi. Að vísu koma nokkur göt inn i — við spilum ekki um hverja helgi, en Rauðhettumótið verður enda- punkturinn hjá okkur, ” sagði Magnús Kjartansson Brunaliðs- stjóri er Dagblaðið kom í heimsókn til þeirra Tónabæinga á mánu- daginn. Fyrsti dansleikur ferðarinnar verður haldinn á föstudagskvöldið kemur á Húsavík. Kvöldið eftir verður skemmtunin endurtekin á sama stað og sama tíma, en síðan flytur Brunaliðið sig yfir til Akureyr- ar og leikur í Sjálfstæðishúsinu á sunnudagskvöldið. Þetta verður eins konar kosninga- hátið I Sjálfstæðishúsinu,” sagði Magnús. „Tölur úr bæjarstjórnar- kosningunum þar verða lesnar upp jafnóðum og þær berast.” Nú, fimmtudaginn 1. júní verður Brunaliðið aftur i Sjálfstæðishúsinu, kvöldið eftir í Freyvangi, á laugar- daginn á Hofsósi og sunnudags- kvöldið 4. júní á Siglufirði. Eftir þá törn liggur leiðin síðan suður á bóginn og efnt verður til plötu- kynningar í veitingahúsinu Klúbbn- um á þriðjudaginn 6. júní. Lengra vildu Brunaliðsmennirnir ekki rekja áætlun sina, en kváðu hana miklu lengri. „Við leikum ekki á Vestfjörðum né Austfjörðum, nema viðunandi tilboð berist þaðan. Aðra fjórðunga ætlum við að heiðra með nærveru okkár,” sögðu Brunaliðsmennirnir, ogMagnús bættivið: „Auk þessa verðum við á alls kyns mótum um landið i sumar. 17. júní verðum við á Arnarhóli i Reykjavik, og i byrjun júlí á móti sem verður haldið í einhverjum dal inn af Eyja- firði. Æ, ég man ekki nafnið á daln- um i svipinn.... ætlihann heiti bara ekki Eydal.” „Eða skandal,” skaut Þórhallur Sigurðsson, Laddi, inni. Auk þeirra tveggja eru i Bruna- liðinu Pálmi Gunnarsson. Sigurður Karlsson, Ragnhildur Gísladóttir, Þórður Árnason og Magnús Eiríks- son. Sigrún Hjálmtýsdóttir getur ekki verið með vegna anna. Meginhluti þeirra laga, sem BRUNALIÐIÐ — Frá æfingu Tónabæ. DB—mynd: Ragnar Th. Brunaliðið hyggst bjóða upp á i ferðalaginu, er íslenzkur. Að sjálf- sögðu verða öll lögin af Brunaliðs- plötunni leikin, svo og Lummulög, Mannakornalög, músik af plötu Halla og Ladda og fleira og fleira. Útgáfudagur nýju Bruna- liðsplötunnar var mánudagurinn 22. maí. Um miðjan þann dag var fyrsta upplag plötunnar, tvö þúsund eintök, uppselt hjá útgáfunni. Vonir standa til að hægt verði að fá aðra sendingu utanlands frá fyrir helgi. Henni verður umsvifalaust dreift. Sem sagt: Brunaliðið er komið á grenjandi túr. Það er vissara að fara að viðra sparifötin. -ÁT. Ný 12 laga p/ata BLATT ONT BLATT TÓNAáf^ an AKUREYRI SÍMI (96) 2-21-11

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.