Dagblaðið - 19.06.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1978.
9
iltil
■
I
SIÐBUXUR VORU KLÆÐNAÐUR SEM
AÐRAR STÚLKUR NOTUÐU,
UNZ ÉG UPPGÖTVAÐIAYDS
Hvers vegna virðast aukakílóin alltaf vilja
setjast á mjaðmirnar og rassinn á manni?
Þannig gerðist það með mig og það voru sætindi
sem orsökuðu vandann.
Ég hef ætíð verið mikill sælkeri og þar eð ég
starfaði á tilraunastofu hjá ísgerðarfyrirtæki
átti ég mjög erfitt með að halda i við mig. Ég
reyndi matarkúra en virtist ekki geta haldið þá
út lengur en nokkra daga í senn.
Það varð erfitt fyrir mig að fá nýtizku föt, sem
pössuðu mér, og ég gat ekki komið mér til að
nota síðbuxur (jafnvel þó ég gæti komizt í þær).
Þetta var ákaflega niðurdragandi.
Þá var það sem unnusti minn (hann hafði
lesið um ágæti AYDS) veðjaði við mig um að ég
gæti ekki haldið út mégrunarkúr í heilan mán-
uð.
Eftir þetta fór þróunin að snúast mér í hag.
Með AYDS gat ég ekki aðeins grennt mig
heldur fannst mér líka mjög auðvelt að vera í
megrun. Ég losnaði við 8 kg á nokkrum vikum
vegna þess að mér tókst að halda mig við hita-
einingasnauða fæðu.
Þetta er það sem mér hefur fundizt stórkost-
legast við AYDS, nefnilega að það hjálpar til við
að endurhæfa matarlystina og breytir þar með
neyzluvenjunum til hins betra.
Annað sem mér fellur mjög vel varðandi
AYDS er að það inniheldur engin lyf en aftur á
móti vítamín og steinefni.
Hvað líkamsvöxtinn áhrærir, takið bara eftir
því sem ég klæðist.
Hvernig Ayds hefur áhrif. Vfsindamenn haida
þvl fram, að það sé hluti heilans, sem hjálpi þér
til að hafa hemil á matarlystinni. Þaö á rætur
slnar að rekja til magns glukosasykurs i blóöinu,
sem llkaminn notar sem orkugjafa. Þannig, að
þegar magn glugkosans minnkar, byrjar þú aö
finna til svengdar og þetta á sér venjulega staö
stuttu fyrir næstu máltið. En ef þú tekur 1 Ayd
(eða tvær) með heitum drykk (sem hjálpar llk-
amanum að vinna fljótar úr þeim) um það bil
tuttugu minútum fyrir máltið, eykst glukosinn I
blóöinu og þú finnur ekki til löngunar til að borða
mikið. Með Ayds borðar þú minna, af þvi að þig
langar I minna. Einn kassi Ayds inniheldur eins
mánaðar skammt.
Hvers vegna þú þarfnast Ayds- óháð því hver
þyngd þin er. Ayds innihalda engin lyf, né eru
þær til uppfyllingar. Þær innihalda vitamin og
steinefni —mjög mikilvæg til þessaö vernda þá,
sem eru að megra sig og eru ekki vissir um að
þeir fái næg vitamln, þegar þeir boröa mjög
hitaeiningarsnauða fæðu. Einnig finnst mörgu
fólki erfitt aö halda sig að skynsamlegu fæði.
Ayds hjálpar þeim einmitt við það. Þær hjálpa
þér viö aö endurhæfa matarlystina og halda
þyngd þinni eftir það i skefjum — vandamál,
sem er það sama, hvort sem þig langar til að
missa 2 kg eða 20 kg. Þú missir liklega nokkur
kiló tiltölulega fljótlega, en endurhæfing matar-
lystarinnar tekur alltaf nokkurn tima.
Þyngd fyrir notkun AYDS 79 kg.
Fjórum mánuðum síðar, eftir notkun AYDS, 56 |
kg.
NB: Efþúert alltof þung(ur), skaltu ráðfæra
þig viö lækni þinn, áöur en þú byrjar i megr-
unarkúr. Þaö er ekki mælt með Ayds kúrnum
fynr'fólk, sem þjáist af offitu vegna efna-
skiptasjúkdóma. Sérhver Ayd inniheldur 25
hitaeiningar i mola og sérhver únsa er bætt
meö: A vítamini 850 I.U., B1 vitamini
(Thiamine hydrochloride) 0.425 mg, B2 vita-
min (Riboflavin) 0.425 mg. Nicotinic acid
(Niacin) 6,49 mg, Calcium 216,5 mg. Fosfór
107.6 mg. Járn 5.41 mg.
Mánaðar megrunarkúr í hverjum kassa.
Ayds fœst í flest öllum
lyfjabúðum um land allt.
Stórslysalaust
Viðast hvar um landið var mikil ölvun
á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en hvergi
kom til meiriháttar vandræða af þeim
sökum.
í Hafnarfirði var mikil ölvun að
deginum, en rólegt um kvöldið er stiginn
var dans við Lækjarskólann. í Kópavogi
var dansað á Rútstúni og var þar áber-
andi ölvun barna og unglinga. Lög-
reglan átti annríkt við að aka börnum og
unglingum heim fram undir kl. 10 i gær-
morgun.
í Keflavik var þessu nokkuð öðruvísi
farið, þar var ölvun sáralítil — tæplega
á við venjulega helgi, að sögn lögregl-
unnar. Sömu sögu höfðu lögreglumenn í
Vestmannaeyjum að segja.
Ástandið var alvarlegt á Akureyri.
Þar var ölvun með mesta móti þegar
kom fram yfir miðnætti og voru fanga-
geymslur fullar alla nóttina. Á Akureyri
var einnig mikið um að menn væru
fluttir heim til sin. Þar bar hins vegar
ekki mikið á drykkjuskap unglinga,
flestir voru á aldrinum 17—20 ára, að
sögn varðstjóra. Kvöldið áður tóku þeir
yngri út sinn drykkjuskap i Tjarnarskógi
skammt utan við Akureyri. Þar var úti-
dansleikur, sem átti aðveratii kl. 02, en
var slitið klukkutíma fyrrænda var
Reykjavík:
Mikil ölvun ung-
linga á þjóðhátíð
Gífurleg ölvun unglinga — og jafnvel
barna — var við Austurbæjarskólann í
Reykjavík að kvöldi þjóðhátiðardagsins,
þar sem stiginn var dans fram yfir
miðnætti. Þar var mikið fjölmenni en
hins vegar fámennt og fremur góðmennt
við dansleiki þjóðhátiðamefndar
Reykjavíkur við Fellaskóla og Árbæjar-
skóla.
Lögreglan þurfti að fjarlægja tugi
unglinga og ýmist að koma þeim heim
eða láta aðstandendur sækja þá. Voru
jjeir yngstu i2ára,aðsögn lögregluvarð-
stjóra sem DB ræddi við i gær.
Fangageymslur lögreglunnar voru
fullar fram eftir morgni í gær og var
annríki lögreglunnar mikið.
„Skemmtunin á Arnarhóli, bæði um
daginn og að kvöldinu, var hins vegar til
fyrirmyndar," sagði lögregluvarðstjór-
inn. „Þar bar ekki á ölvun, en hins vegar
varð ástandið afleitt þiegar dansinn hófst
við Austurbæjarskólann klukkan tiu."
ÓV.
ástandið þá orðið „ískyggilegt", eins og
varðstjórinn orðaði það. Kenndi hann
utanbæjarmönnum nokkuð um þann
Ijóta svip sem ölvunin setti á bæinn.
Á Selfossi var talsverð ölvun, en allt
fór vel fram og aðeins tveir settir inn. Á
Akranesi var ölvun ekki til trafala,
„venjulegt helgarfylliri”, sagði lögreglu-
varðstjóri þar. Sömu sögu var að segja á
ísafirði.
ÓV.
Austurstræti eftir þjóðhátiðardag ’78 — þar var sannarlega ekki rómantiskt um að
litast og trauðla mundi borgarskáldið yrkja um óþverrann. Engu að síður var unga
fólkið i rómanttskum hugleiðingum eins og sjá má. — DB-mynd ARI.
S»:
þjóðhátíðarfyllirí
VÖRN GEGN VINSTRI STJÓRN X~