Dagblaðið - 19.06.1978, Side 32
Fjórir ungir menn
frá Dalvík týndir
— fóru útá 10 feta plastbát
— munir hafa rekið úr bátnum
t morgun var enn ófundinn 10 feta
plastbátur, sem fjórir piltar frá Dalvík,
allir á aldrínum 16—18 ára, fóru á frá
Dalvík til Hríseyjar aöfaranótt 17.
júní. Siðan hefur látlausl verið leitað á
.landi úr lofti og á sjó, og er nú næsta
vonlitið talið að báturinn sé
ofansjávar. í gær fannst eina árin sem
í bátnum var og einnig fannst bæði
skóklossi og stakkur sem tilheyrðu
ungmennunum.
Piltarnir fjórir eru allir til heimilis á
Dalvík. Þeir voru saman á götum úti
um kvöldið og aðfaranótt 17. júní.
Síðan sáu lögreglumenn á Dalvik á
eftir þeim á bátnum úti á Eyjafirði og
fylgdust með þeim í sjónauka unz þá
bar í hafnargarðinn við Hrísey.
Er í Ijós kom að báturinn kom aldrei
til Hriseyjar var skipulögð leit hafin.
Siðan hafa 20—30 bátar leitað á
firðinum, SFVÍ menn og sjálf-
boðaliðar beggja megin Eyjafjarðar
gengið látlaust um fjörur og farið á sjó
með landi þar sem ógreiðfært er fót-
gangandi.
Ár bátsins rak í gær undan Yztabæ
í Hrísey og fatnaðurinn, sem um var
getið fannst norðan við höfnina í
Hrísey.
Þar hafa síðan froskmenn leitað og
slætt hefur verið með nót og er þeirri
leit haldið áfram, jafnframt því sem
enn er skyggnzt um með ströndum
fram og svipazt um úr lofti frá botni
Eyjafjarðar út á Grímseyjarsund.
Leitarskilyrði hafa verið mjög góð,
varla gárað á fjörðinn allt frá þvi að
leitin hófst.
ASt/HP.
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1978.
Aðstoðar-
flugmálastjóri
til Flugleiða
Leifur Magnússon aðstoðarflugmála-
stjóri var meðal þeirra 19, sem sóttu um
stöðu flugrekstrarstjóra hjá Flugleiðum,
en núverandi flugrekstrarstjóri, Jóhann-
es Einarsson, er á förum til starfa hjá
Cargolux.
Kosningaslagurinn:
Fólk í
ferðahug
færupp-
hringingu
— þvínúá enginnað
sleppa úr landi
öðruvísi enað
gera skyldu sína
við kjörborðið
DB þekkir nokkur dæmi þess að
hringt hafi verið í fólk sem ætlað
hefur utan og minnt á að það ætti
eftir að kjósa. Hefur verið boðin
fram aðstoð hafi hennar verið
þörf.
Ekki er vitað hvar stjórnmála-
flokkarnir fá greiðlega upplýsingar
um fólk í ferðahug. Hafa þeir
a.m.k. stundum haft undir hönd-
um skrá yfir þetta fólk og notað
hana til að „smala” eftir.
Nú þegar sækja stjórnmála-
flokkamir fastar í kosningasmölun
en þeir gerðu jafnvel á kjördaginn
sjálfan í byggðakosningunum í
maímánuði sl.
Getum var leitt að því, að úrslit
byggðakosninganna hafi að
einhverju leyti ráðist af áhugaleysi
fylgismanna, einkum stærstu
flokkanna. Þá hefur einnig heyrzt
talað um dugleysi kosningastjórna.
Virðist alveg ljóst, að nú verður
kosninganótin hraðar dregin og að
nú eigi helzt enginn að sleppa við
að kjósa.
BS.
Þorkell
ogGrjótaþorp:
UESIR
MOGGA-
PORTINU!
Nýjar breytingar voru gerðar í
Grjótaþorpinu í morgun. Þá lét
Þorkell Valdimarsson girða lóð
sína vestan við Morgunblaðshúsið
og ræmu út í Fischerssund. Með
þessu lokast bilastæði sem starfs-
fólk fyrirtækja í Morgunblaðshús-'
inu hefur notað.
„Þessar aðgerðir beinast að
Morgunblaðinu sem stofnun,”
sagði Þorkell. „Þeir verða að
greiða fyrir leigu bilastæða sem
öðrum er gert að borga skatta og
gjöld af. Ef semst um leigugjald
verður lóðin opnuð aftur.” —GS.
NÝR MEIRIHLUTI
— samt skein sólin ekki
Einbeittsér
að
drykkjunni
Þrátt fyrir ölvunina um þjóðhá-
tiðina reyndist róleg helgi hjá
rannsóknarlögreglumönnum ríkis-
ins. Töldu menn helzt að menn
hefðu einbeitt sér svo að drykkj-
unni aö glæpamálin hefðu niður
fallið.
Einn minni háttar þjófnaður var
kærður í vesturborginni síðla á
föstudag. Rannsóknarlögreglu-
menn fundu þjófana með þýfið
litlu síðar.
—ASt
Hér er hluti meirihluta nýrrar borg-
arstjórnar að halda hátlðlegan 17.
júni. Fremst á myndinni Sigurjón
Pétursson^pjörgvin Guðmundsson og
kona hans, aftar Þór Vigfússon og hátiðahöldum þessum. Og samt skein
kona hans. Þetta var I fyrsta skipti í sólin ekki þennan dag fremur en svo
hálfa öld, sem annar meirihluti en oftáður.
Sjálfstæðisflokks var i sviðsljósinu I DB-mynd Bjarnleifur.
Greenpeace
í hvalnum
Náttúruverndarmenn úr lónuðu í kringum hvalinn sem dreginn
Greenpeace-samtökunum komu á var upp. Ljós- og kvikmynduðu þeir
skipi sínu, Rainbow Warrior, i Hval- allt sem fram fór, en höfðust ekkert
fjörð sl. föstudag, þar sem verið var frekarað.
að draga myndarlegan hval upp í Á myndinni má sjá gúmbát
rennuna. Greenpeace við hvalinn skammt frá
Settu Greenpeace-menn út gúmbát bryggjunni við hvalstöðina.
með fjórum mönnum innanborðs og ÓV/Ljósm: JónÓlafeson.
Skv. þvi sem blaðið fregnaði fyrir
helgina, mun umsókn Leifs hafa vegið
þyngst, enda maður með mjög viðtæka
þekkingu á flugmálum. Verði af ráðn-
ingu hans mun hann sennilega óska eftir
að fara i ólaunað leyfi hjá ríkinu, a.m.k.
fyrst um sinn.
—G.S.
Neskaupstaður
Talsverttjón
íbruna
Töluvert tjón varð í bruna á Neskaup-
stað 17. júní er eldur kom upp i Raf-
tækjavinnustofu Kristjáns Lundbergs að
Hafnarbraut 22. Slökkviliðinu var til-
kynnt um eldinn kl. 17.15 en raftækja-
vinnustofan er á efri hæð hússins, sem
er steypt en klætt trétexi að innan.
Nánast allt sem brunnið gat á efri
hæðinni brann en slökkviliðinu tókst að
bjarga neðri hæðinni að mestu, en þar er
raftækjaverzlun. Þar urðu aðeins nokkr-
ar skemmdir af reyk og litils háttar af
vatni.
Að sögn lögreglunnar á Neskaupstað
bjargaði það miklu hve slökkviliðið var
fljótt á staðinn og veður var mjög gott.
Slökkvistarf tók um þrjá stundarfjórð-
unga. Skemmdir hafa ekki verið full-
kannaðar, en Ijóst er að lager og tæki,
sem voru í viðgerð á raftækjavinnustof-
unni hafa eyðilagzt. Tjónið hefur þvi
orðið talsvert.
Hátiðahöldin á Neskaupstað fóru ró-
lega fram að sögn lögreglunnar en ölvun
unglinga var þó talsverð er líða tók á
kvöld.
—JH.
Auglýsingar
frá
flokkum
Auglýsingar þær frá Sjálfstæðis-
flokknum, sem birtust neðst á nokkrum
síðum Dagblaðsins á föstudaginn og
aftur i dag, eru eins og hverjar aðrar
auglýsingar, sem Dagblaöið birtir frá
stjórnmálaflokkunum. Sé um áróður að
ræða í slíkum auglýsingum, hefur Dag-
blaðið þá reglu, að auðkenna þær sér-
staklega með orðinu „auglýsing". Þetta
orð féll niður með auglýsingum Sjálf-
stæðisflokksins á föstudaginn, en á að
fylgja þeim i dag. Menn eru því beðnir
um að túlka ekki þessar auglýsingar á
þann hátt, að Dagblaðið hafi tekiö
flokkspólitíska afstöðu af einhverju tagi.