Dagblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978. 15 „EKKISVIGRÚM TILAÐ TAKA SAMNINGANA í GILDI” segir fráfarandi fjármálaráðherra — gjöld eru umfram tekjur, en lántökur skapa greiðsluafgang „Þaö er ekki svigrúm til að „taka samningana í gildi” og greiða fullar verð- bætur,” sagði Matthías Á. Mathiesen fráfarandi fjármálaráðherra á fundi með blaðamönnum í gær. Gisli Blöndal hag- sýslustjóri sagði að vandamálið við greiðslu á fullum verðbótum væri ekki svo mjög staða rikissjóðs heldur aukin heildareftirspurn og innflutningur og því halli gagnvart útlöndum, sem þvi mundi fylgja. Fjármálaráðherra lagði fram skýrslu um stöðu ríkissjóðs á þessu ári, miðað við horfur nú. „Til þess er skýrslan gerð. meðal annars, að þeir sem um fjalla geti séð hvernig staðan er, meðal annars þeir sem nú taka við að stjórna landinu,” sagði Matthias . Horfurnar eru þær að gjöld ríkisins verði í ár tæplega 800 millj- ónum meiri en tekjurnar. Lántökur til framkvæmda, aðallega útgáfa spariskír- teina, vega upp þennan halla, svo að af- gangur verður til að lækka skuldir ríkis sjóðs við Seðlabankann. Lántökur til framkvæmda eru upp á 3678 milljónir og svo verða skuldirnar við Seðlabank- ann lækkaðar um 3158 milljónir sam- kvæmt þessu. Gjöld verða samkvæmt þessari áætl- un rúmlega níu prósentum meiri en áætlað var i fjárlögum og tekjur átta prósent meiri. Meðal annars var rætt, að launakostnaður á rikisspítölum og hjá sýslumönnum hefði verið áætlað sam- tals 960 milljónum lægri en raun varð á. Fjármálaráðherra sagði, að ráðið hefði verið í rúmlega 200 fleiri stöður hjá spít- ölunum en heimild hefði verið veitt fyrir. Ný verðbréfaútgáfa Lánsfjáráætlun ríkisins hækkar mikið eða um rúma tvo milljarða. Þar er um að ræða framkvæmdir Rafmagnsveitna rikisins, almennar framkvæmdir og byggðalínur upp á 490 milljónir, sæ- streng til Vestmannaeyja 290 ntilljónir og hönnun Fljótsdalsvirkjunar 110 milljónir. Ennfrémur 620 milljonir vegna skuldagreiðslna fyrir Rafmagns- veiturnar og Orkustofnun sem lagt hefur verið út af rikissjóði til bráðabirgða. Viðbótarfjármagn til hafnargerðar á Grundartanga nemur 100 milljónum og til endurvinnslu borhola við Kröflu og fleira fara 500 milljónir. Rikisstjórnin ætlar að mæta þessari fjárþörf með 1500 milljón króna nýrri verðbréfaútgáfu, lánsfé frá Fram- kvæmdastofnun og lánsfjármögnun á vegum Seðlabankans. HH. Kristleifur Jónsson bankastjóri Samvinnubankans: Árásir Halldórs Halldórs- sonar á Samvinnubankann Ljósm.: Tíminn, GE. Dagblaðinu hefur boríst eftirfarandi greinargerð frá Kristleifi Jónssyni bankastjóra Samvinnubankans. Millifyr- irsagnir eru Dagblaðsins, en aðalfyrír- sögn bankastjórans. Síðari hluta ársins 1976 voru Guð- bjartur heitinn Pálsson og Karl Guðmundsson handteknir i Vogum á Reykjanesi og gefið að sök, að vera með smyglað áfengi i fórum sínum. Þessi varningur var í tösku í farangurs- geymslu bifreiðar þeirra. Framburður hinna handteknu var á þá leið, að tösk- una ættu tvær stúlkur, sem verið hefðu farþegar i bifreiðinni og óskað héfðu eftir að láta aka sér tii Voga. Stúlkurnar hefðu hinsvegar skyndilega horfið þegar þangað var komið. Þrátt fyrir framburð hinna handteknu dæmdi fulltrúi bæjar- fógeta þá tafarlaust í gæsluvarðhald. Rannsókn var hafin í máli þeirra félaga og skyndilega er Kristján Pétursson, toll- þjónn á Keflavíkurflugvelli, orðinn þátt- takandi i rannsókninni. Gerði hann ásamt Hauki Guðmundssyni húsleit á heimili Guðbjarts Pálssonar. Hirtu þeir þar ýrrtis plögg Guðbjarts og höfðu með sér til Keflavíkur. Siðan kom i ljós eins og alkunna er, að allar þessar aðgerðir voru vandlega undirbúnar og voru raun- ar hluti af vægast sagt Ijótum leik. Haukur Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumaður, hafði fengið stúlkurnar tvær til að koma fyrir smygluðu áfengi og bjórkassa i bifreið Guðbjarts og beið hann síðan reiðubúinn til handtökunnar i Vogum. Lögreglumaðurinn ætlaði að slá sig til riddara og áætlunin virtist ætla að heppnast en svo fór, að upp komust svik um síðir og Haukur Guðmundsson hefir orðið að játa afbrot sitt. „Telur sig hafa óyggjandi gögn" Slikar aðfarir munu, sem betur fer, vera einsdæmi í íslenskri réttarfarssögu og hafa þær vakið viðbjóð alls heiðarlegs fólks. Það er ærið og fullkomið siðleysi að bera sakir á saklaust fólk þó að „sönnunargögnin” séu ekki líka búin til. Skömmu eftir handtökuna fara að birtast í Morgunblaðinu greinar eftir Kristján Pétursson um fjármál Guðbjarts heitins Pálssonar og viðskipti hans við Samvinnubankann á árunum 1962 til 1965. Telur hann sig hafa í höndum óyggjandi gögn til sönnunar skrifum sínum. Þessar greinar Kristjáns samanstóðu þó mest af ósannindum. Guðbjartur Pálsson, sem þá var á lífi, svaraði greinum Kristjáns og yfirlýsing frá bankaráði Samvinnubankans um hið rétta i málinu var birt. „Leggur saman óskylda hluti og margfaldar. Siðan gerist það, að i sumar fara að birtast greinar eftir Halldór Halldórsson í Dagblaðinu um sama efni og virðast þær vera beint framhald af greinum Kristjáns Péturssonar enda mjög í sama stil. Eins og Kristján Pétursson telur hann sig hafa í höndum óyggjandi upp- lýsingar. Ekki er þess þó látið getið hvaðan þær eru komnar eða hvernig þæreru fengnar. í greinum Halldórs ægir saman rógi, ósannindum og margskonar aðdróttun- um og munu sjaldan hafa sést á prenti stóryrtari ásakanir. Blekkingar hans eru með eindæmum. Hann leggur saman óskylda hluti og margfaldar og fær út hinar ótrúlegustu upphæðir. 1 greinar- gerð frá bankaráði, sem birt var í blöð- unum nýlega, var sýnt fram á hvernig hann hagar vinnubrögðum sinum þar sem hann meðal annars leggur saman framlengingarvíxla og kallar það útlán til Guðbjarts Pálssonar og telur sig sanna að útlán til Guðbjarts hafi verið 320 milljónir króna. Sem dæmi um þessi vinnubrögð Halldórs má nefna. að í Dagblaðinu 12. þ.m. segir hann svo: „Þegar ég nefni töluna 320 milljónir var ég ekki að tala um heildarupphæðina, sem hann fékk, heldur vanskil og upp- hæð þeirra.” Þarna er blekkingartalið dæmalaust en venjulégt fólk skilur orðin „upphæð vanskila” þannig, að um sé að ræða ógreidda skuld, sem ætti að vera búið aðgreiða. í grein í Timanum 12. þ.m. birtir Hall- dór skrá yfir víxla sem hann segir að bankaráðið hafi gleymt að nefna. Víxla- skrá sú sem birt var með yfirlýsingu bankaráðs náði aðeins yfir víxlaviðskipti Guðbjarts á árinu 1964 og var birt til að sýna vinnubrögð Halldórs þar sem hann leggur saman framlengingarvíxla og nið- urstaðan er útlán til Guðbjarts Pálsson- ar. Eins er með þá skrá sem hann birtir með grein sinni 12. þ.m. Allir víxlarnir nema einn þ.e.a.s. fyrsti vixillinn að upp- hæð kr. 140.000.-, eru framlengingar- víxlar. Fimm þeir fyrstu eru síðan fram- lengdir í vixli að upphæð 1.465.000.-, sem áður hefur verið getið um. Tveir síð- ustu víxlarnir á skrá Halldórs eru svo framlenging á þeim vixli. Um þessa vixla segir Halldór orðrétt: „Hinsvegar minn- ist bankaráðið ekki á hina átta. Það vill einmitt þannig til að þeir eru ekki fram- lengingarvixlar.” „Einn kaf li í liótri sögu" I grein i Dagblaðinu sama dag segir Halldór: „í þriðja lagi verð ég að benda á að mér var lífsins ómögulegt aö sjá af afsagnargerðum fógeta hvort um var að ræða framlengingarvixla eða ekki. t Kristleifur Jónsson bankastjóri. augum þess embættis eru allir víxlar nýir víxlar.” Þannig er samræmið i mál- flutningi Halldórs. Það er ekki gerð til- raun til að fara með rétt mál og ef sann- leikurinn er sagður er hrópað „hauga- lygi”- i greinargerð bankaráðs í Morgun- blaðinu i febrúar 1977 var ekki sagt að skuld Guðbjarts væri 380.000.- í lok árs- ins 1964. eins og Halldór heldur fram. heldur 1.207.000.-, keyptir víxlar af Guðbjarti á árinu 1964 voru hinsvegar 380.000.-. Það virðist útilokað að Hall- dór geti nokkurntíma farið með rétt mál. jama er að segja um fullyrðingar Halldórs um það er hann kallar einka- viðskipti Einars Ágústssonar og Guð- bjarts Pálssonar. Þegar bankaráðið upp- lýsir hið rétta i málinu segir Halldór: „Staðhæfing gegn staðhæfingu.” Stað- reyndir skipta manninn engu máli. Ástæðan kann að vera sú, að þessi skrif Halldórs eru aðeins einn kafli i ljótri sögu. Óþarfi er að rekja hana hér þvi að hún er almenningi í fersku minni. Hér er um að ræða einn alvarlegasta og Ijótasta kafla islenskrar réttarfarssögu og sann arlega eru skrif Kristjáns Péturssonar og Halldórs Halldórssonar greinar á sama meiði. Ég geri ráð fyrir að almenningi sé þetta fullkomlega Ijóst. Ekki vegna Guðbjarts, sem Vá- tryggingarfélagið fór á hausinn Hvað stendur svo eftir af fullyrðing um Halldórs Halldórssonar? Vátrygg- ingarfélagið h.f. fórekki á höfuðið vegna ábyrgða fyrir Guðbjart Pálsson í Sam- vinnubankanum. Heil grein i Dag- blaðinu 26. júni s.l. um einkaviðskipti Guðbjarts og Einars Ágústssonar reyndust staðlausir stafir. Felureikning arnir voru ekki til. Halldór segir aðGuð- bjarti hafi staðið opnar dyr i Samvinnu- bankanum allt til dauðadags. Staðreynd- in er þó sú að bankinn átti næstum engin viðskipti við hann eftir 1973 nema að inn komu greiðslur af innheimtum sem voru til tryggingar hlaupareiknings- skuld. Ónýtu skuldabréfin. sem Halldór talar um í síðustu Dagblaðsgrein sinni hafa alltaf verið i skilum. Allar tölur sem Halldór nefnir eru fundnar út með sam- lagningu og margföldun og útkoman verður fjarstæða. Ekkert stendur eftir nema stóryrðin. í greinum sinum reynir Halldór að gera Guðbjart Pálsson að stórafbrota- manni. Jafnhliða er reynt að koma höggi á Samvinnubankann og forsvarsmenn hans. Guðbjartur er látinn og getur því ekki svarað fyrir sig en alkunnugt er hvernig fór með eitt aðal„sönnunar- gagnið” gegn honum. Sú spilaborg er hrunin. Guðbjartur var bankanum mjög erfiður viðskiptamaður, enda hafði bankinn ekki viðskipti við hann siðustu árin sem hann lifði. Hinsvegar hefi ég bent á upphaf þessara skrifa og þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið. „Ekki starfsfriður.." Svokölluð rannsóknarblaðamennska hefir verið mjög í sviðsljósi hér að undan förnu. Stutt er frá henni yfir til ofsóknar- blaðamennsku og virðast framangreind skrif vera þeirrar tegundar. Viðskipti Guðbjarts Pálssonar við Samvinnubank- ann hófust vegna kaupa Guðbjarts á bif- reiðum hjá Véladeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Guðbjartur stofnaði og rak þá Bílaleiguna Bílinn hér i Reykjavík. Á þessum tíma var rekstur bilaleigu talinn skila góðum árangri. Svo mun og hafa verið um þessa bílaleigu um sinn. Reynsla með þennan rekstur var hinsvegar lítil hér á landi en samt risu upp all margar bílaleigur um þetta leyti. Gengu þær misjafnlega og svo fór að Bilaleigan Billinn lenti i rekstrarerfið- leikum. Gekk Guðbjarti þvi illa að standa við umsamdar afborganir skulda sinna, en Vátryggingarfélagið h.f., sem annaðist tryggingar bifreiða Guðbjarts, og sem var talið gott og traust fyrirtæki hafði gengið í ábyrgð fyrir Guðbjart vegna viðskipta hans við Samvinnu- bankann. Hér er ekki um að ræða við skipti sem eru að neinu leyti einstök, heldur munu allir bankar og bankastjór- ar mæta svipuðum viðhorfum og Sam- vinnubankinn i þessu tilfelli. Verkefni mitt sem bankastjóra var að innheimta það fé sem Guðbjarti hafði verið lánað við þær aðstæður sem voru fyrir hendi eftir að ljóst varð að rekstur bilaleigu Guðbjarts mistókst. Mér vitanlega hafa engin lögbrot viðgengist í Samvinnu- banlanum hvorki i sambandi við þessi viðskipti né önnur. Bankinn hefir kapp- kostað að vera heiðarlegur og ábyggi- legur í viðskiptum, eins og ég veit að hinir fjöldamörgu viðskiptavinir hans vita og mun ég af samviskusemi vinna að þvi, að.svo verði áfram. Hinsvegar er hvimleitt að hafa ekki starfsfrið fyrir rógburði óvandaðra manna. Reykjavík, 19. júll 1978 Kristleifur Jónsson, bankastjórí (sign.)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.