Dagblaðið - 20.07.1978, Síða 6

Dagblaðið - 20.07.1978, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978. BÍLAVAL Laugavegi 92 hefur opnað aftur Vantar allar tegundir og árgerðir bíla á skrá. Opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 9.00— 19.00. BÍLAVAL Laugavegi92. Slmar 19092- 19168 Nýkomið: Jersey-kjólar, jersey-blússur, jersey-mussur. Elízubúðin SkiphoKi 5. Framtíðarvinna Traust fyrirtæki á sviði byggingarvöru óskar eftir dugmiklum meðeiganda. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta lagt fram nokkurt fjármagn og mikla vinnu. Tilboð er greini helztu upp- lýsingar óskast lögð inn á afgreiðslu DB merkt „Framtíðarvinna —7201”. Sérhæfum okkur í Seljum í dag: Rallybíll 71, 1740 rúmcentimetra mótor, ca 110 hestöfl. Bifreiöin er hvlt og svört meö útvlkkun á brettum. Bifreiðinnifylgir allur útbún aöur til ralllaksturs, svo sem veltigrind, 4 punkta öryggisbelti, twin master speed pilot, öryggishjálmar, kastarar ogfleira. Auto Bianchi árg. 77 A uto Bianchi árg. 7 8 Saab 99 árg. 76, ekinn 33 þús. km.' Saab 99 á rg. 73, ekinn 68 þús. km, 4 dyra. Saab 99árg. 73, ekinn 76þús. km 4radyra Saab 99 árg. 73, ekinn 97 þús. km Saab.99 árg. 74, ekinn 68 þús. km Saab 95 station árg. 74 Saab 96 árg. 73, ekinn62 þús. km Saab 99árg. 76, ekinn 53 þús. km. Látið skrá bila, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. ’ BDORNSSON ±co BiLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kortsnoj mætirmeð spegilgleraugu við skákborðið í dag Viktor Kortsnoj áskorandi mun mæta við skákborðið í dag með spegil- gleraugu. Með þessu segist stór- meistarinn vilja koma í veg fyrir að hið stingandi augnaráð heimsmeistar- ans Anatole Karpov trufli sig. Er haft eftir aðstoðarmönnum Kortsnojs að hin bláu augu heimsmeistarans hafi truflandi áhrif á áskorandann. önnur skákin hófst í dag en þá mun Karpov aðeins sjá spegilmynd sína er hann lítur upp frá skákborðinu yfir til and- stæðings sins. Þykir gleraugnaleikur Kortsnojs gott dæmi um að taugastrið keppenda sé stöðugt í fullum gangi. Keppendur hafa enn ekki svo vitað sé ræðzt við en báðir voru þeir inni við í gær og að sögn við undirbúning skákarinnar í dag. Bíða menn spenntir eftir að sjá hvort dauft jafntefli verði áfram niðurstaðan. Fyrsta skákin varð jafn- tefli eftir átján leiki. Þótti lítill heims- meistarabragur á henni. Tal hinn sovézki sem staddur er í Baguio á Filippseyjum og skrifar í sovézk blöð um skákina er með eigin kenningu um hvernig einvígið muni þróast. Telur hann að Kortsnoj stefni að jafntefli i fyrstu skákunum í þeirri von að Karpov verði síðar á einhver mistök sem hann geti fært sér í nyt. Einviginu lýkur, þegar annar hvor keppenda hefur fengið sex vinninga. Jafntefli eru ekki talin með. Sölubann Carters gamall kaldastríðs■ leikur — segir Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins Aðgerðir Jimmy Carters eru visvit- andi tilraunir til að spilla sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna segir Pravda, opinbert málgagn sovézka kommúnistaflokksins. Er þá verið að ræða um þá ákvörðun Bandarikjafor- seta að banna sölu á rafreiknum til Sovétríkjanna og draga úr sölu á tæknibúnaði fyrir olíuvinnslu þangað. Var þetta haft eftir Pravda í sovézka útvarpinu i gærkvöldi. Bannið við sölu rafreiknibúnaðar- ins, sem nota átti hjá sovézku frétta- stofunni Tass, og oliubúnaðinum er vegna óánægju Bandarikjastjórnar með dómana yfir andófsmönnunum fyrir nokkrum dögum. Segir Pravda aðfarir Jimmy Carters minna á aðfarir, þegar kalda striðið stóð sem hæst. Hafi ákvörðun verið tekin vegna mikils þrýstings á forsetann frá harð- 'línumönnum. í þeim flokki telur Pravda meðal annarra þá James Schlesinger, orkuráðunaut Carters, og Zbigniew Brzezinski, ráðunaut hans í alþjóðaöryggismálum. Bergman kallinn sextugur Ingmar Bergman sneri heim til Sviþjóðar um daginn. Ekki þó fyrir fullt og allt heldur aðeins til að halda upp á sextugsafmæli sitt. Börn hans og fyrrverandi eigin- kvenna komu til að heiðra gamla manninn sem hér er með blóma-. krans á höfði. í fremstu röð eru talið frá vinstri: Maria von Rosen, Linn Ullmann dóttir Liv, Anna Bergman sú er nú situr sem oftast fyrir nakin og Eva Bergman. í annarri röð eru Lena Berg- man, Anna von Rosen og Caroline von Rösen. 1 þriðju röð eru svo Ingmar sjálfur og Ingrid núverandi kona hans. Fjórðu röðina skipa Ingmar Bergman yngri, Mats Bergman og Jan Bergman. Aftastir eru svo Daníel Bergman og Fred- rik von Rosen. Blaðburðarbörn óskast strax / eftirtafín hverfí LAUFÁSVEGUR MIÐBÆR MKHBIAÐID Sprengjanfannst fyrírflugtak Sprengja sem falin hafði verið í far- þegaþotu með eitt hundrað tuttugu og sjö farþegum fannst á síðustu stundu í gær. Hringdi ókunnur aðili til flugvallar- ins en þá var þotan komin á brautarenda og að leggja af stað í flugtak. Gerðist þetta í borg í Perú en ferðinni var heitið til Santiago. Þotunni var snúið frá brautinni og farþegar fóru hið skjótasta frá borði. Sprengjan fannst í tæka tið þegar leitað hafði verið í vélinni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.