Dagblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978.
7
Friðarviðræður ísraels ogEgyptalands:
VANCE SENDIR SÉR-
LEGAN SENDIMANN
TIL AÐ KOMA A FUNDI
Vonir manna um friöarsamninga
milli Egyptalands og ísrael eru ekki
enn alveg brostnar þó svo aö fundur
aðilanna, sem haldinn er i Leeds
kastala i Kent á Englandi hafi iítinn
sjáanlegan árangur borið. Þar hafa
þeir utanríkisráðherramir frá Egypta-
landi, lsrael og Bandarikjunum ræðzt
við siðastliðna tvo daga. Haft er eftir
hinum síðastnefnda, sem beitti sér
fyrir fundinum, að sérstakur sendi-
maður færi strax fyrir hans hönd til
Miðausturlanda til að undirbúa leið-
togafund þar. Vance utanríkisráð-
herra sagðist sjálfur mundi koma
þangað eftir um það bil tvær vikur.
— Við höfum rætt ýmis atriði hér í
kastalanum og ljóst er að verulegur
meiningarmunur er milli ríkjanna
tveggja, sagði utanríkisráðherrann.
Hann sagðist þó bjartsýnn. Búið væri
að komast niður á í hverju hinar mis-
munandi skoðanir lægju en mikið verk
væri framundan.
Fundurinn í Leedskastala er fyrsti
fundur háttsettra stjórnmálamanna
Egyptalands og Ísrael síðan slitnaði
upp úr viðræðum þeirra í janúar
siðastliðnum. Er hans vel gætt af lög-
reglusveitum og hermönnum en um-
hverfis hinn þúsund ára gamla fundar-
stað er einnig fom virkisgröf.
Báðir aðilar hafa hafnað tillögum
hins og sagt þær óaðgengilegar.
Hvorki Moshe Dayan utanríkisráð-
herra ísraels né Mohammed Ibrahim
Kamel utanríkisráðherra Egyptalands
drógu þessi orð sín til baka á fundin-
um í Leedskastala. Sérfræðingum
þykir þó viðræðurnar sjálfar sýna
nokkurn friðarviija þó svo að hvorki
hafi verið ákveðið hvenær né hvar
næsti fundur eigi að fara fram.
Hinn sérlegi 'sendimaður, sem
Vance sendir til Miðausturlanda heitir
Atherton. Mun hann ræða bæði við
ráðamenn í Jerúsalem og Kairó. Verk-
efni hans er að fá þá til að samþykkja
einhvers konar friðarviðræður.
Meginvandinn virðist enn vera
framtíð Palestínufióttamannanna og
kröfur um að þeir fái að búa í eigin
landi á vesturbakka árinnar Jórdan og
Gazasvæðinu. í þeim efnum greinir
aðila mjög á og ekki virðast nein merki
þess að undan verði látið.
Cyrus Vance beitir nú öllum áhrifum sínum til að koma aftur af stað
friðarviðræðum milli tsraelsmanna og Egvpta. Margir voru farnir að óttast að
þær mundu alveg lognast út af.
Erlendar
fréttir
i
REUTER
8)
Fjármál
ólympíu-
leika enn
óleyst
Tom Bradley borgarstjóri í Los Ange-
les í Bandarikjunum, sem sótti um og
fékk samþykki til að halda ólympíuleika
næsta sumar sagði í gærkvöldi að ekkert
væri hæft í fregnum sem borizt hefðu
um að fundur hans og Killanin lávarðar
væri fyrirhugaður.
Allt stendur því óbreytt og Bradley
ítrekaði þá ætlan sína að leggja til að Los
Angeles hætti við að halda leikana. Al-
þjóðaólympíunefndin undir forustu
Killanins lávarðar bannaði Los Angeles
nýlega að stofna sérstaka nefnd sem
tæki að sér ábyrgð á fjárhagslegum halla
af leikunum.
Formleg undirskrift átti að fara fram
fyrir þrítugasta og fyrsta júlí næstkom-
andi. Horfur er því á að ekkert verði af
undirskriftum.
Önnumst hvers konar matvælareykingar
fyrir
verslanir, mötuneyti og einstaklinga.
REYKIÐJAN HE
SMIÐJUVEGI 36 © 7 63 40
16.LANDSMÓT
UMFÍ
SELFOSSI
21.-23.3ÚLl <978
FYRIR ALLA FJOISKVIDUNA
FVRIR ALLT LANDID
Á SEIFOSS"*
L
fandsmót Ungmennafélags íslands eru áhugaverð
fyrir ýmsar sakir. Þau eru:
A
_ llsherjarhátlðimgmennafélagaraia.Þargefst
áhorfendum kostur á að kynnast starfi þeirra i f
reynd.
jt^ jölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sambland keppni, sýninga og skemmtana.
s
. _ tærsta og fjölbreyttasta iþróttahátið sem haldin
er hérlendis. Þar fer fram keppni i knattspymu, —
sundi, —körfubolta, —frjálsum iþróttum, —glimu,
—bOTðtennis, — blaki, — handknattleik, — júdó, —
skák og starfsiþróttum.
Þar sýna sýningarflokkar fimleika og þjóðdansa.
Haldnar eru kvöldvökur og fjölskylduskemmtanir.
Og siðast en ekki sist, stuðdansleikir verða öll
kvöldin, hljómsveitin KAKTUS sér um að allir
skemmti sér.
Enginn heildarmiði — Ókeypis fyrir 10 ára ogyngri
TJALDIÐ Á SELFOSSI UM HELGINA
Fjölskyldutjaldbúðir — Almenningstjaldbúðir
SKJÓTIST Á SELFOSS!
Ungmennafélag íslands