Dagblaðið - 20.07.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1978.
5
Getur orðið gassprenging hérá landi? _
HVERFANDIHÆTTA A
SPRENGINGUM VIÐ
FLUTNING Á ELDSNEYTI
— þóeraldrei hægtað setja undirallan leka
Eftir tvær sprengingar í gasflutninga-
bílum í útlöndum á fjórum dögum hafa
þær spurningar vaknað i hugum margra
á íslandi hvort slíkt gæti gerzt hér og
hvar hættan væri mest. í könnun sem
DB gerði á þessu máli kom í Ijós að hætt-
an virðist engin á nákvæmlega sams
konar sprengingu. Hins vegar er alltaf
nokkur hætta á sprengingum í þeim bíl-
um sem flytja bensín um byggðir lands-
ins og steinolíu til notkunar á flugvélum.
En hættan virðist ekki mikil. sem sést
bezt á þvi að engin slys hafa nokkru
sinni orðið við slíka flutninga hér á
landi.
Flugvélasteinolían .
þarf að vera volg
Knútur Höiriis hjá ESSÓ á Keflavík-
urflugvelli sagði að á síðasta ári hefði
tæpum 56 þúsund tonnum af flugvéla-
steinolíu verið ekið frá Hafnarfirði og
Reykjavík til Keflavíkurvallar á vegum
oliufélaganna þriggja. Ástæðurnar fyrir
þvi að oliunni er ekið i stað þess að skip
lönduðu henni eru léleg hafnaraðstaða i
Keflavík og geymaleysi á vellinum. Þau
stóru skip sem hingað koma með olíu
komast ekki inn i Keflavikurhöfn og
þyrfti ef þau ættu að geta landað þar
að koma upp lægi fyrir þau og leiðsl-
um út í þau og alltaf væri hætta á að
slikt ylli mengun. Einnig er mikið fyrir-
tæki að koma upp olíugeymum á vellin-
um þegar slíkir geymar eru fyrir í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Sú flugsteinolía sem bandaríski herinn
fær og er utan við þetta dæmi kemur
með stórum skipum til Hvalfjarðar og er
flutt þaðan með Litlafelli til Keflavíkur
og fer þá með leiðslum upp á völl.
Knútur sagði að litil eldhætta stafaði
af flutningi á flugvélasteinolíu. Olían
þyrfti að verða 40—50 gráðu heit til þess
að kviknað gæti í henni og þó olíubíll
ylti eða lenti í árekstri væru litlar líkur á
að i kviknaði. Olían gæti hins vegar
valdið nokkurri mengun sem auðvitað
væri slæmt mál, ekki nærri því eins og
olíueldur. Flugsteinolían gufaði þó fljót-
lega upp og hyrfi þannig að mestu.
Lítið f lutt
af bensíni
Ekki reyndist unnt að fá upp gefit'
hversu mikið af bílabensíni er flutt á
milli með bilum. öllum aðilum ber sam-
an um að það væri mjög lítið magn sem
flutt er frá stórum tönkum um næsta ná-
grenni. Bensínið í tankana er hins vegar
fluttáskipum.
Bensín getur brunnið við nær hvaða
hitastig sem er og fylgir því langtum
meiri eldhætta en flugvélasteinolíunni.
Þvi eru vissar kröfur gerðar til allra
þeirra bílstjóra sem bensíninu aka um
öryggi. Sjá alþjóðlegu olíufélögin
um þessar kröfur og gæta að hvort þeim
er fylgt. Viðmælandi, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, hjá einu olíufélaganna,
sagði að mjög hart væri gengið eftir því
við olíubílstjóra að þeir ækju varlega og
hefði þvi ævinlega verið fylgt sem sæist
,bezt á þvi að engin slys hefðu orðið. Þó
væri vitaskuld aldrei hægt að tryggja
það fullkomlega að ekki yrðu af slys.
Varkárnin ein gæti komið i veg fyrir
það. Engin önnur leið en að aka bensín-
inu virðist fær þar sem leiðslur yrðu
gríðarlega langar ef nota ætti þær og
fyrir utan hvað mikið þær kostuðu væri
meiri hætta á mengun i kringum þær.
DS.
Ný sending —Ath. lágu veröin okkarl
Teg. 563
Lrtur: Natur leður
Stærðir: 36—41
Verðkr. 6.850.-
Teg. 394
L'rtur. Naturleður.
Stærðir: Nr. 36—41
Verðkr. 6.350.-
Teg. 392
Litur: Ljósbrúnt leður.
Stærðir: Nr. 36—41
Verðkr. 6.350.-
Teg. 408
Litur: Millibrúnt leður
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 4.885.-
LiturRautt, svart
eða hvítt denim.
I ferðkr. 4.885
Stærðir 36—41.
Verðkr. 3.385.-
Teg.506
Lfrur Hvftt leflur.
Stœrflir: Nr. 36-41
Verfl kr. 5.500.-
Lrtur: Bemhvrtt leður,
gylttskrautá tánni.
Stærðir: Nr 36-41.
Verðkr. 6.995.-
Teg. 503
Litur: Ljósblátt leður.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 5.500.-
Teg. 3012
Lrtur: Antik rauðbrúnt leður.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 4.985.
Teg. 451
Litur: Ljósblátt Kanvas.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr.-6.520,-
Teg.458
Lrtur: Rosa Kanvas.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 6.520.-
Skóvérzlun Þórðar Péturssonar Sími14181 — Póstsendum
*