Dagblaðið - 23.08.1978, Side 6

Dagblaðið - 23.08.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Bandaríkin: Koffeín skaðlegt þunguðum konum —getur valdið fósturskemmdum efdrukkið ermeira en fjórirbollarafkaffi ádag Vestur- Þýzkaland: Geislavirkt gas út í andrúmsloftið Geisla virkt gas, svonefnt tritium komst út i andrúmsloftið vegna bilunar á loka í kjarnorkurafstöð í Juelich i Vestur-Þýzkalandi á föstudaginn. Að sögn stjórnenda stöðvarinnar fóru þó aðeins um það bil fimm lítrar af gasinu út í andrúmsloftið af þeim eitt hundrað og fimmtiu sem komust frá sjálfum kjamaofninum. Tókst starfsmönnum stöðvarinnar að einangra meginhluta gassins. Á meðan á þvi stóð voru þeir i mikilli geislunarh ;u en að sögn undir stöðugu ef‘; ef geislun færi yfir ieytileg mörk sem ekki varð í þessu til- viki. Neytendasamtök i Washington skoruðu nýlega á bandarísk stjórnvöld að benda þunguðum konum á að drykkja kaffis, tes og annarra drykkja sem innihéldu koffein. gæti haft skaðleg áhrif á fóstrið sem þær gengju með. Benda samtökin á að samkvæmt rannsóknum sem lokið sé og meðal annars hafi verið kostuð af kaffifyrir- tækjum hafi komið í ljós að er tilraunadýr hafi neytt sem svarar til fjögurra bolla af kaffi á dag, hafi komið fram skemmdir i fóstrum þeirra. Að sögn hafi einnig komið í Ijós við þessar tilraunir að meiri kaffineyzla auki fósturskemmdirnar. Matvæla- og drykkjareftirlitsstofn- un Bandarikjanna mun nú kanna þessi mál. Er þá bæði átt við drykki sem koffeíni er bætt út í við vinnslu, eins og ýmsum kóladrykkjum, svo og kaffis sem unnið sé úr náttúrulegum jurtum. Forstöðumaður rannsóknarinnar sagði að niðurstöðurnar ættu ekki að koma neinum á óvart. „Þær sýna aðeins fram á það, sem lengi hefur verið haldið fram, að þungaðar konur eiga ekki að neyta neinna dreyfandi eða örvandi efna, hvorki fastra né fljótandi." «aPl£ mxx. Gf wm - „... ^ sj mi!il Spara umbúð- imar - lækka vöruverðið Ein leiðin sem Bandaríkjamönnum hefur dottið í hug til að halda niðri vöruverði er að spara umbúðakostnað. Bjóða nú nokkrar verzlanir þar vestra upp á ýmsan niðursoðinn mat i dósum, með mjög einföldum og ódýrum merkimiðum. Að sögn eins helzta forgöngumanns þessa máls væri hægt að lækka verð á ýmsum vörum að jafnaði um tíu til þrjátíu af hundr- aði með þessum hætti ef almennt ýrði farið að gera slíkt. Samhliða er þó rétt að geta þess að varan yrði lélegri. eða gæti orðið það i það minnsta að áliti sumra viðskipta- vinanna. Til dæmis má þá taka aðekki er nein fullvissa fyrir að bitar af niðursoðnum perum séu allir nærri jafnstórir i dósinni eða að þurrkur séu allar nákvæmlega jafnstórar. Hugmynd um að selja vörur á þennan hátt mun vera upprunnin i Frakklandi. Þar hóf verzlana- keðjufyrirtæki eitt að bjóða ýmsar vörur lítt eða ekki merktar fram- leiðendum eða öðrum á lægra verði. Var þaðárið 1976. Á myndinni sést er lögreglumaður i borginni Memphis i USA hallar sér fram á bifreið að skipun félaga sinna. Sá fyrstnefndi var í verkfalli en hinir ekki. Olli þetta ástand i Memphis nokkrum erfíðleikum vegna þess að það bar upp á dagana sem aðdáendur rokkstjörnunnar frægu, Elvis Presley, hcimsóttu borgina tii að minnast þess að citt ár er liðið frá dauða hans. Varð að lokum að kalla út þjóðvarðliða til að aðstoða þá lögreglumenn sem ekki lögðu niður störf. Grænland: GODTHAB ORÐIN 250 ÁRA GÖMUL Bærinn Godtháb á Grænlandi er tvö hundruð og fimmtíu ára um þessar mundir. Er ætlunin að halda afmælið hátiðlegt frá föstudeginum næstkom- andi og alveg fram að mánaðamótum. Það var presturinn og trúboðinn Hans Egede sem talinn er hafa stofnað Godt- háb árið 1728. Kallaðist bærinn þá Godt Haabets Koloni, eða nýlenda hinna góðu vona. Áætlað er að hátiðahöldin muni kosta bæjarbúa um það bil tvær milljón- ir danskra króna eða um eitt hundrað ntilljónir íslenzkra króna. Er það nokkru meira en áætlað var er hátiðahöldin voru ákveðin. Erlendar fréttir Bandaríkin: Forsetafrúnni helzt ilia á starfsiiðinu — vinnudagurinn frá morgni til kvölds, sjö daga vikunnar Þrátt fyrir fyrri óskir Carters Banda- rikjaforseta um að starfsmenn hans í Hvíta húsinu fórnuðu ekki heimilislífi sinu fyrir starfið virðist Rosalynn eigin- konu hans ekki haldast vel á starfsfólki. Ekki er það þó vegna þess að forsetakon- an þyki svo slæmur húsbóndi. Niður- staða fólks er aðeins sú að störf i Hvita húsinu i Washington séu ekki slik að vinna megi að þeim eingöngu á milli níu og fimm. Öllu réttara sé að segja að þar verði að vinna alla sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds. I siðustu viku hætti rithöfundur einn að nafni Ann Anderson störfum sinum á kynningardeild Rosalynn Carter. Er hún að sögn önnur konan sem gegnt hefur ábyrgðarstarfi fyrir forsetafrúna og hættir á siðustu vikum. Hin var Barbara Heinback, gift kona sem kaus að eyða meiri tima með fjölskyldu sinni. gagni með þvi að halda ykkur í góðri andlegri og líkamlegri þjálfun og um- gangast fjölskyldur ykkar, börn og kunningja,” sagði Carter forseti. Skömmu eftir að Jintmy Carter Bandarikjaforseti tók við embætti hélt hann ræðu yfir starfsmönnum sinum þar sem hann sagðist ekki vilja að fjöl- skyldulif þeirra truflaðist vegna trú- mennsku þeirra við hann. „Þið komið forsetanum og þjóðinni mun meira að

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.