Dagblaðið - 23.08.1978, Side 7

Dagblaðið - 23.08.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. 7 Nicaragua: Skæruliðar tóku þing- húsið og fimmtíu gísla — þar á meðal innanríkisráðherrann, þingmenn og f rænda forsetans Vinstri sinnaöir borgarskæruliðar tóku i morgun þinghúsið i Mið- Amerikuríkinu Nicaragua og tóku jafnframt um það bil hundrað gisla, jafnvel hundruð samkvæmt sumum heimildum. Flestir þeirra eru þing- menn sem voru á fundi er ræningj- arnir brutust inn. Þar á meðal er einn frænda Somoza forseta sem ríkt hefur síðastliðin fjörutiu ár ásamt fjölskyldu sinni i Nicaragua. Borgarskæruliðarnir sem tóku þing- húsið eru sagðir tuttugu að tölu. Sam- kvæmt heimildum í Nicaragua krefj- ast þeir tíu milljón dollara lausnar- gjalds fyrir gisía sína og þess að um það bil eitt hundrað pontisKum tóng- um í Nicaragua verði sleppt úr fang- elsi. Einnig vilja þeir fá umráð yfir flugvél til að komast til Mexíkó, Panama eða Venezuela. í byggingunni sem tekin vareru auk þingsala ráðuneyti sem fara með inn- anlandsmál og fjármál og er innan- rikisráðherrann meðal þeirra sem fangnir eru hjá skæruliðunum. Fljótlega eftir að ljóst var að skæru- liðarnir höfðu tekið bygginguna var hún umkringd af herlögreglumönnum í brynvörðum bifreiðum. Var skipzt á skotum. Að sögn sjónarvotta hættu herlögreglumennirnir að skjóta þegar skæruliðarnir stilltu gíslum sínum við glugga byggingarinnar. Erkibiskupinn í Managua hefur að sögn tekið að sér að reyna að ná samkomulagi milli aðila. Hafa hann og annar biskup farið inn í þinghúsið og rætt við mannræn- ingjana. Skæruliðarnir heimiluðu fimmtán særðum gislum að fara út úr byggingunni og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt óstaðfestum heifnildum féll einn herlögreglumaður í átökunum. 1 hópi gíslanna eru eins og áður sagði innanríkisráðherrann, varafor- seti þingsins og fjöldi þingmanna, þar á meðal frændi Somoza forseta. Auk þess er þar mikill fjöldi starfsmanna stjórnarinnar og nokkur hópur frétta- manna. Borgarskæruliðarnir í Nicaragua stóðu fyrir svipuðum aðgerðum árið 1974. Þá tóku þeir gísla og hertóku einkaíbúð eina. í hópi gislanna voru erlendir sendimenn, háttsettir opinber- ir starfsmenn og kaupsýslumenn. Fengu þeir þá eina milljón dollara og tlugvél sem flutti skæruliðana til Kúbu. í siðasta mánuði skutu skæru- liðarnir eldflaug að forsetabygging- unni en skotið hitti ekki. Önnur eld- flaug lenti á herskólabyggingu rétt við forsetabygginguna. Svo virðist sem Somoza og fjöl- skylda hans séu nokkuð að missa tök sín í Nicaragua. Hafa verið þar nokkr- ar óeirðir og verkföll á undanförnu Bandaríkin: Sjö ára strákur fyrir dómara — fyriraðstela plastbyssu fyrir hundrað krónur Sjö ára drengur var nýlega talinn sekur um að hafa stolið plast- leikfangabyssu úr verzlun einni í borginni Winona í Minnesotaríki í Bandarikjunum. „Með þessu viljum við reyna að koma því inn hjá barninu að á þennan hátt er ekki rétt að hegða sér,” sagði dómarinn er hann var krafinn skýringar á verknaðinum. Á þann hátt væri líka auðveldast að fá heimild til að kanna forsögu barnsins og kannski á þann hátt hjálpa því. Að sögn lögmanns þess, sem skipaður var verjandi hins sjö ára pilts, kosta réttarhöldin upp undir fimm hundruð dollara eða um það bil jafn- virði hundrað og þrjátiu þúsund króna. Lögreglumaðurinn, sem handtók piltinn, er hann varð uppvis að þjófnaðinum, sagðist handtaka alla sem brytu þannig af sér, ef þeir hefðu náð fimm ára aldri. „Eg tel að þá viti þeir hvað um sé að ræða og það undir- strikast i huga þeirra ef þeir eru krafðir skýringa á gerðum sínum af dómara,” sagði lögreglumaðurinn. Ástralía: Mánuðiað gera við fangelsið Aðalfangelsið i Sidney í Ástraliu mun verá svo illa farið eftir óeirðirnar sem urðu þar í fyrrakvöld að marga mánuði mun taka að koma þar öllu i samt lag. Urðu margir fanganna að eyða siðustu nótt i sótfylltum fangageymslum án nokkurra almennra þæginda. Öll snyrti- tæki, hillur og húsgögn voru rifin laus og notuð fyrir barefli i óeirðunum. Ætlað er að upphafsmenn ólátanna verði. sóttir til saka en talið er að þeir hafi verið um það bil fjörutíu. Þrjátiu fangar slösuðust í fyrrakvöld. þar af brenndust sautján er fangarnir báru eld að byggingunni. ' URÐU AÐ HÆTTA VIÐ HUNDRAÐ MÍLNA SUNDIÐ Tvær bandariskar sundkonur urðu að gefast upp við að synda samfleytt eitt hundrað mílur — rétt um eitt hundrað sextiu og fimm kilómetra — nýlega. Önnur þeirra, Diana Nyad, tuttugu og átta ára gömul, haföi ekki gert annað síðan snemma i fyrravetur en búa sig undir sundið. Hún varð að hætta þegar hún hafði lokið tæplega helmingi leiðarinnar frá Kúbu til Florida. Hin konan, Stella Taylor, fjörutiu og sex ára gömul, stóð sig aftur á móti mun betur og átti aðcins eftir átján mílur að markinu er hún varð að gefast upp. Lagði hún upp frá Bahamaeyjum áleiðis til Florida. Munu bæði veður og vindar hafa valdið því að sundkonurnar hættu. Nokkrum erflðleikum var bundið að halda hákörlum i hæfilegri fjarlægö frá konunum og þurfti önnur þeirra, Stella, að fara þrisvar upp úr sjónum og um borð i bát vegna hákarla. Finn þeirra lét sig ekki fyrr en búið var að skjóta hann. Hvorug sundkvennanna lét að þvi er virtist nokkuð á sig fá þó hákarlarnir væru nærri þcim. Vinsældir Elvis Presley heitins rokksöngvara, sem lézt fyrir liðlega einu ári, eru ávallt miklar. Staðfesting þess fékkst nýlega þegar vaxmynd af honum með gitar- inn i höndunum var sett upp í safni Madame Tussaud í London. Þykir slikt ávallt mikill heiður og nokkuð góður mælikvarði á frægð viðkomandi. Nixon segist geta greitt skuldir sínar Nixon hefur beðið stuðningsmenn unarsjóðinn,” sagði Johnson. Að sög'n sína að hætta fjársöfnun sér til stuðn- hans var helzti lögfræðikostnaðurinn, ings og segist geta greitt sjálfur þann sem Nixon þurfti sjálfur að greiða, sá lögfræðikostnað sem hann varð fyrir sem féll er hann reyndi að koma í veg vegna Watergatemálsins. Að sögn fyrir að efni Watergatespólanna yrði Lloyd Johnsons, eiganda hjúkrunar- dreift til almennings sem og öðru efni stöðvar, hefur forsetinn fyrrverandi úr forsetatíð hans. Er skuldir Nixons svo miklar tekjur af birtingu sjón- vegna þessa voru hæstar námu þær að varpsviðtala við sig og nýútgefnum sögn Johnsons um það bil sjö hundruð endurminningum að söfnunarinnar er og fimmtiu þúsund dollurum. Safnazt ekki lengur þörf. hafa þrjú hundruð fimmtíu og þrjú þúsund dollarar á vegum styrktar- „Nixon telur að hann geti séð um sjóðsins á undanförnum árum. Af þvi þetta í framtíðinni svo við höfum eru að sögn aðeins ónotaðir fimm þús- ákveðið að hætta og gera upp söfn- unddollarar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.