Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 9

Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. ........— " ' Ráðþrota og andlega lúnir menn 9 — dómur dr. Braga Jósepssonar um íslenzka alþingismenn „Á Alþingi Islendinga sitja 60 ráð- þrota og andlega lúnir menn sem flesta skortir lífsneista, sjálfsögun og skiln- ing á því ástandi sem ríkir I þjóðfélag- inu. Ef til vill skilja þeir ekki heldur að við lifum á nýrri öld, þar sem fólk gerir aðrar og meiri kröfur til valdhafa en tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum, svo ekki sé lengra farið.” Þetta er dómur Braga Jósepssonar í blaðinu íslensk réttarvernd, um ný- kjörna alþingismenn. Raunar munaði ekki miklu að Bragi kæmist sjálfur inn á löggjafarsamkundu þjóðarinnar en hann var í fimmta sæti á lista Alþýðu- flokksins i Reykjavik i siðustu kosn- ingum. Af þeim lista fóru fjórir á þing. En það eru fleiri en þingmenn sem fá til tevatnsins hjá dr. Braga. Lög- fræðingar landsins eiga ekki upp á pallborðið. Bragi segir m.a.: „Raunin er þó sú að stéttin,” þ.e. stétt lögfræð- inga, „er bæði áhrifalítil og rislág að því er varðar umbætur í réttarfarsmál- um almennt. Þeir sem hafa sig mest í frammi virðast leggja höfuðáherzlu á fasteignasölu. innheimtu og ýmiss konar brask og segir það nokkuð um ástand og stöðu stéttarinnar í dag.” í grein sinni segir Bragi einnig: „Á sama tima og fjármálaspilling, ofbeldi og valdniðsla ganga sem faraldur yfir þjóðina eykst sýndarmennskan i rétt- arkerfinu og stjórnkerfinu. í mörgum valdamestu embættum landsins sitja embættismenn af gamla skólanum, i þess ógeðfelldustu merkingu, stein- gervingar fortiðarinnar, sem jafnframt eru siðameistarar þeirra áhrifamanna sem mestu ráða í þjóðfélaginu í dag. Við dómstóla landsins, háa sem lága, starfa gervidómarar sem líta á það sem heilagt og virðulegt hlutverk sitt að viðhalda gerviréttlæti méðal þegn- Eftir þessa ádrepu hvetur dr. Bragi fólk til þess að nýta sér réttindi þau er stjórnarskrá landsins veitir. — JH Önnur skák- keppni undir beru lofti Útimót i skák verður haldið á Lækjartorgi á næstunni. Er þetta í annað sinn sem teflt er úti undir berum himni. Áætlað er að tefla annaðhvort föstudaginn þann 25. eða föstudaginn 1. sept. Eru hafðar tvær dagsetningar til vonar og vara ef veðrið skyldi verða eins og það á oft að sér i Reykjavík. Eins og í fyrra skiptið verður teflt á Lækjartorgi. Teflt verður eftir Monradkerfi og verða veitt 8 verðlaun, þau hæstu hundrað þús- und en þau lægstu tuttugu þús- und. Skákfélagið Mjölnir stendur fyrir keppninni eins og í fyrra. Eins og þá fer hún þannig fram að fyrir- tæki kaupa einstaka skákmenn til keppni fyrir sig. I fyrra sigraði Helgi Ólafsson fyrir Þjóðviljann. Þá tóku allir helztu skákmenn ls- lands þátt í henni að Friðriki Ólafssyni undanskildum. - DS Handbók um við- skipti og þjónustu komin út Út er komin bókin Viðskipti og þjónusta, sem er uppsláttarrit um viðskipta-, framleiðslu- og þjón- ustustarfsemi hér á landi. Er bókin ætluð jafnt til heimilisnota og fyrir fyrirtæki. Meira að segja er bókin að hluta miðuð við að enskumæl- andi menn geti haft full not af henni. Um tiu þúsund aðila er getið i bókinni. Fyrri hluti bókarinnar greinir frá ýmsum almennum upp- lýsingum um þessa aðila. nafni fyrirtækja þeirra og númeri. iXist hólfi. söluskattsnúnteri. telexnúnteri. og fleiru. Seinni hlutinn cr svo skipting á þvi hvernig þessi tiu þúsund fyrirtæki skiptast í starlsgreinar. Einnig er 4 þúsund umboðsaðila getið í bókinni. Bókina verður hægt að fá i bókaverzlunum og kostar hún 3.500—4.800 krónur. - DS ' '' \ V /, - •• j a » ra BrenV fa. Uppl i |1S ok 22 í 'irrti. 50 lil fiO fm r'IUdnT.n?i' 4!! Bílaviðskipti Sunbeam Imp. sendlbíll árg. 1971 til sölu, þokkalegur bíll. Uppl. i síma 40434 eftir kl. 18. til s« km. Uppl Fiat 850 special árg. ’71 til sölu, góðir greiðsluskilmólar. nýupptekin vél í toppstandi Uppl. i síma 74917. Plymouth Belvedere árg. 1967 til sölu. Tilboð. Uppl. í síma 42368. Chevrolet Impala árg. 1969 til sölu. nýsko^ Tilboð. Uppl. í slma 20.^ Skúlagötu. Oska eftir vinstri al á Benz 230. Uppl. i Rússajeppi árg. 1956 til si; 10039 Einkamál l'ngur maður öskar eftir að kynnast stúlkú 30 ára með saiíjj hafa börh/ir^ tilboð til l)B Kinkamál íd fylgi. ólygnust Hún sýnir í hvaða blaði smáauglýsing ber mestan árangur. Hvaða ástæða önnur skyldi ráða því að smáauglýsingamagnið er alltaf mest í Dagblaðinu? Þangað leita viðskiptin, sem úrvalið er mest. Smáauglýsingar WBIABSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.