Dagblaðið - 23.08.1978, Side 13

Dagblaðið - 23.08.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ: MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Iþróttir Iþrottir íþróttir Iþróttir um i leiknum. DB-mynd FAX Valsmenn Islandsmeistarar: En sigurganga þeirra stöðvuð á Akureyri Jafntef li 0-0 og KA hlaut gott stig í fallbaráttunni Frá Stefáni Arnaldssyni, Akureyri. Valsmenn tryggðu sér íslandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu i gærkvöld hér á Akureyri i skemmtilegum leik við KA — langbezta leik KA-manna i sumar. Jafn- tefli varð án þess mark væri skorað og þar með töpuðu Valsmenn sínu fyrsta stigi í 1. deildinni í sumar. Eftir 16 sigur- leiki í röð glataðist loks stig — en það skiptir ekki máii. Valur varð Íslands- meistari i 16. sinn og svo miklir eru yfir- burðir liðsins að það hefur fjögurra stiga forustu á Akurnesinga þegar ein umfþrð er ettir. Verðugir íslandsmeistarar — og öll þau met sem þeir hafa sett í 1. deildinni i sumar verða seint slegin, 33 stig af 34 mögulegum komin í höfn, — ótrúlegt afrek. KA menn léku á móti vindi í fyrri hálfleik í gær og byrjuðu af krafti. Leikurinn varð strax skemmtilegur og 1200 áhorfendur skemmtu sér vel. KA- menn voru ágengir, fengu tvær homspyrnur, sem ekki nýttust, og á 13. min. átti Jóhann Jakobsson fast skot á mark Vals en beint á Sigurð markvörð. Þá fóru Valsmenn að koma meira inn I myndina og á 15. mín. komst Guðmundur Þorbjörnsson í gott færi inni á markteig en spyrnti laust fram hjá. Grasvöllurinn, sá bezti á landinu, skartaði sínu fegursta en var nokkuð háll vegna bleytu og það kom fyrir að leikmenn áttu erfitt með að fóta sig — og á 35. mín. hitnaði i kolunum hjá flest- um áhorfenda, þó svo Valsmenn væru þar fjölmennir. Áhorfendur og leikmenn KA vildu fá vítaspyrnu þegar knötturinn fór í hönd Valsmanns og auk þess var brotið á Elmari Geirssyni innan vitateigs. En það var ekkert dæmt. Dómarinn, Kjartan Ólafsson, var í slæmri stöðu til að sjá at- vikin — og línuvörðurinn, Rafn Hjalta- lín, fylgdi þeirri reglu að veifa ekki á at- vik sem skeðu innan vítateigs. Eftir leikinn sagði eftirlitsdómari KSÍ: „Það hefði verið sjálfsagt að dæma víti — þetta var greinileg vitaspyrna.” Valsmenn sluppu þar með skrekkinn og spenna var í leiknum. Á 40. mín. gaf Ingi Björn fyrir á Guðmund Þorbjörns- son sem rétt utan markteigs skallaði beint í fang Þorbergs Atlasonar, markvarðar KA — og tveimur mín. síðar átti Atli Eðvaldsson stórhættulegt skot að marki. Knötturinn fór í varnar- mann og síðan rétt utan við stöng. Hálf- leikurinn var mjög jafn — Valsmenn ivið meira með boltann. KA-menn léku frekar aftarlega — allan leikinn — en börðust grimmilega — hreint með ólíkindum. Talsverð gola var I s.h. — alveg logn á milli, frábært knattspyrnuveður — og nú höfðu KA-menn vindinn með sér. Valsmenn fengu fyrsta færið — Atli einn innan vitateigs en Þorbergur varði laust skot hans. Síðan kom Þorbergur I veg fyrir að Ingi Björn skoraði. Á 69. mín. kom bezta tækifæri leiksins. Ármann Sverrisson gaf fyrir frá hægri inn í vítateig Vals og þar kom Jóhann á fullri ferð. Þrumuskot hans úr miðjum vítateignum sleikti stöng Valsmarksins. Rétt á eftir hreinsaði Gunnar Gíslason bakvörður frá I markteig KA þegar knötturinn var á leið I markið frá Guðmundi — og lokakafla leiksins var greinilegt að leikmenn beggja liða sættu sig við jafntefli. Valsmenn fóru þá hægt i sakirnar. Fögnuður þeirra var mikill í leikslok: íslandsbikarinn i höfn. KA lék mjög vel — leikmenn liðsins léku upp á að ná stigi og tókst það. Nokkuð sem öðrum liðum hefur ekki tekizt i sumar. Þeir börðust grimmilega og það fór nokkuð í skapið á Valsmönnum. Þor- bergur var beztur — og Gunnar Gisla- son, góður, hélt Inga Birni niðri. Vals- liðið var mjög jafnt, Dýri öruggastur en mest mæddi á honum þar sem sóknar- lotur KA gengu oftast upp miðjuna. Eftir leikinn fengu Valsmenn blómvönd frá KA fyrir Íslandsmeistaratitilinn — og leikinn. Valsmenn tolleruðu' þjálfara sinn — fóru siðan til búningsherbergja — komu aftur og stilltu sér upp á vellin- um til myndatöku — sungu hátt og snjallt og skáluðu í kampavíni I glöðum vinahópi. AtA. Staðan Staðan Valur Akranes Víkingur Keflavik Fram ÍBV KA Þróttur FH Breiðabl. er nú þannig: 17 16 1 17 13 3 16 16 16 16 17 15 16 16 Næstu leikir eru i kvöld. Þá leika Fram og ÍBK á Laugardalsvelli kl. sjö, og Breiðablik—Þróttur i Kópavogi á sama tima. ijargaði rir ÍBV á Akranesi — ÍA-ÍBV 0-0 Jón Alfreðsson góður. Eysteinn Guðmundsson dæmdi auðdæmdan leik vel. Áhorfendur rúmlega 700. -KP. Forest misnot- aði tækifærin en Liverpool heldur sínu stríki Evrópumeistarar Liverpool hafa byrjað vel I ensku knattspyrnunni. Í gær sigruðu þeir bikar- meistara Ipswich 3—0 á útivelli. Kenny Dalglish skoraði tvívegis — en Graham Souness fyrsta mark leiksins. Hins vegar náðu meistarar Nottm. Forest ekki nema jafntefli I Coventry, 0—0. Steve Elliot, 19 ára miðherji sem lék i stað Peter Withe, misnotaði þrjú góð tækifæri. Malcolm Mac- Donald skoraði fyrir Arsenal á Maine Road en Brian Kidd jafnaði fyrir Manch. City. Tommy Langley skoraði eina mark leiksins í Wolverhamp- ton fyrir Chelsea. Ernie Howe sendi knöttinn i eigið mark og það varð til þess að WBA hlaut bæði stigin f Lundúnum gegn QPR. Júgóslavneski landsliðsmaðurinn lvan Golac lék sinn fyrsta ieik með Southampton — án samnings — og hollenzki landsliðsmaðurinn Muhren sinn fyrsta hjá lpswich. Golac gerðist brotlegur gegn Bolton rétt f lokin og upp úr auka- spymunni jafnaði Frank Worthington 1 2—2. Úrslit i leikjum á Englandi f gær: 1. deild. Birmingham—Middlesbro 1—3, Brístol City-Norwich 1—1, Coventry-Nottm. Forest 0—0, Everton-Derby 2—1, Ipswich- Liverpool 0—3, Man. Gty-Arsenal 1—1, QPR-WBA, 0—1, Southampton-Bolton 2—2, Wolves-Chelsea 0—1. 2. deild. Bríghton-Cambridge 0—2, Charlton-Burnley 1—1, C. Palace-Luton 3—1, Fulham-Wrexham 0—1, Notts. Co.-Millwall 1—1, Oldham-Brístol Rov. 3—1, Oríent-Sunderland 3—0, Preston-Blackburn 4—1. 3. deild. Bury-Southend 3—3, Cariisle-Chesterfield 1—1, Swansea-Lincoln 3—0. 4. deild. Darlington-Huddersfield 1—0, Halifax-Stockport 2—1, Newport-Aldershot 1—2, Scunthorpe-Boumemouth 1—0, Wimbledon-Port Vale 1—0, York-Portsmouth 5—3. í deildabikamum vann Sheff. Wed. Doncaster 1—0 og leikur á útívelli gegn Aston Villa I 2. umferð. Peterbro vann HuU 1—0 og leikur i Middlesborough i 2. umferð. I Slippfé/agið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Símar 33433og33414 Vitretex sandmálning er sendin og fín plastmálning sem hentar jafnt inni sem úti. Hún myndar þykka málningarfilmu, þarsem 1 yfirferð svarar til 3 yfirferða af venjulegri plast-málningu. Fæst í 12 staðallitum og einnig í hvítu. Blanda má staðailitunum innbyrðis og fá mismunandi blöndunarliti eftir óskum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.