Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.08.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 23.08.1978, Qupperneq 15
GUÐMUNPUR ÞORARINSSON: íþróttir íþrótlir EVROPUMEISTARAMÓTIÐ í PRAG DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Hverjir verða meistarar? Það leikur ekki á tveim tungum, að keppendur Austur-Þýzkalands verða mjög sigursælir á Evrópumeistara- mótinu í frjátsum iþróttum, sem hefst í Prag í Tékkóslóvakíu 29. ágúst og stendur til 3. september. Ég hef trú á því, að austur-þýzka frjálsíþrótta- fólkið sigri í 17 greinum af þeim 38, sem keppt er í. Þar af verði 10 sigrar þeirra í kvennagreinum. Á Evrópu- meistaramótinu 1974 hlutu austur- þýzku stúlkurnar sex sigra af fimmtán mögulegum. Á Olympíuleikunum 1976 hlutu þær níu sigra í 14 greinum. Stefna þeirra er skýr eins og sjá má. Þá spái ég Vestur-Þjóðverjum fimm sigrum — öllum í karlagreinum. Sama fjölda sigra hljóta keppendur frá Sovétríkjunum, tvo sigra i karla- greinum — þrjá i kvennagreinum. Keppendur frá Norðurlöndum verða ekki mjög i baráttunni um gullið á mótinu. Þó tel ég, að norska hlaupa- drottningin Greta Waitz verði Evrópumeistari i 3000 metra hlaupi — og það nokkuð örugglega. Fimm íslendingar keppa á Evrópu- mótinu. Hreinn Halldórsson, KR, i kúluvarpi. Jón Diðriksson, UMSB. í 800 og 1500 m hlaupum, . Óskar Jakobsson, ÍR, í kringlukasti. Vilmundur Vilhjálmsson. KR, í 100 og 200 m hlaupum og Elías Sveinsson. KR, í tugþraut. Hér kemur þá spáin — og við byrjun á karlagreinum. 100 m hlaup EM sigurvegari: Eugen Ray, DDR. EM — ’74: I) Borsov, Rússl. 10,27, 2) Mennea, Ítalíu 10,34, 3) Bieler V. Þýzkal. 10,35. gera sér vonir um að sigri bæði I lOOog 200 m. OL — ’76: 3) Borsov, Rússl. 10,14, 7) Kurrat, DDR 10,31, 8) Petrov, Búlgaríu 10,35. Beztur 1977: Ray — Talinn beztur í heiminum. Hann vann Evrópu- bikarinn á 10.12 og varð 2. í heimsbikarnum á 10,15, Það var eina tap hans á árinu. Steve Williams USA vann það hlaup. Ray með 10.29 sek. er ekki beztur í Evrópu i ár, en ég álít að hann verði áreiðanlega I sinu bezta forrni á EM — og þá vinnur hann. En Borsov, 10.22 í ár, er alltaf hættulegur sem og landi hans Kolesnikov (10,20 í ár), en hann sigraði einmitt í EM innanhúss í ár. En hvað eru þeir eiginlega góðir, Bretinn Wells. sem á 10.15 i ár og Belgíumaðurinn Desruelles. sem fengið hefur tímann 9,9 sek. með handtimatöku? Þá er Mennea (10,23) alltaf hættulegur, en við spáum honum sigri í 200 metrunum. Mjög erfitt er að spá um úrslit, því aldrei hafa verið jafnmargir jafngóðir spretthlauparar í Evropu og nú. Sá. sem gæti steypt öllurn spám. er Pólverjinn Woronin, sem á 10,25 i ár. Vilmundur okkar Vilhjálmsson verður meðal keppenda og ef honum tekst að komast áfram i milliriðil i þessari jöfnu keppni, hvað þá heldur lengra. er það persónulegur stórsigur. 200 metra hlaup. EM sigurvegari: Pietro Mennea, ítaliu. EM — '74: I) Mennea 20,60 2) Ommer, V-Þýzkal. 20,76, 3) Bombach, DDR 20,83. OL — ’76: 4) Mennea 20,54, 7) Grzejszczak, Pólland 20,91. Beztur 1977: Mennea. Talinn beztur i heimi. Varð ánnar í heims- bikarkeppninni (20.17) og einnig 2. i Evrópubikarkeppninni en þá í 100 m á 10,29. Það verður trúlega ekki hægt að stöðva Mennea nú frekar en áður. Hann hel'ur nú náð 20,35 og er sjálft öryggið persónuklætt I keppnum sinum. Austur-Þjóðverjarnir Thiele (20.60) og Kúbeck (20.65) ásamt Pól- verjanum Licznerski (20.63) gætu þó veitt honum keppni og samveldis meistarinn Wells. Vilmundur keppir einnig i 200 m hlaupinu og hann mun þurfa að bæta íslandsmet sitt þó nokkuð til að komast i milliriðil. Það er ekki alvcg talið útilokað af þeim sem til þekkja. 400 metra hlaup. EM sigurvegari: Franz-Peter Hofmeister, Vestur-Þýzkalandi. EM — ’74: 1) Honz, Vest-Þýzkal. 45,04, 2) Jenkins, Bretl. 45,67, 3) Hermann, Vest-Þýzkal. 45,78. OL — ’76: 4) Brijdenbach, Belgíu 45,04, 7) Jenkins, Bretl. 45,57, 8) Werner, Póllandi 45,63. Beztur 1977: Brijdenbach, sem átti annan bezta árangur heimsins 45.13 og var talinn annar bezti 400 m hlauparinn í heiminum. Beztur er Hermann sem varð 1. I Evrópu- bikarnum á 45.92 meðan Beck DDR varð fyrstur Evrópubúa í heims- bikarnum 2. á 45.50. Hoffmeister (45.81) er dálitið voguð spá. en þar sem Beck hefur ekkert komið fram í ár (meiddur?) og sterkir hlauparar eins og Brijdenbach (46,35), Podlas frá Póllandi (46,18) og Hermann (46,27) hafa ekki sýnt eins mikið i hlaupabrautinni og áður. veðjum við á Vestur-Þjóðverjann. Austur Þjóðverjar eiga þó marga sterka 400 m hlaupara og er Richter (45,91) sterkastur þeirra. Hinn ungi Vestur-Þjóðverji Schmid, sem hlaupið hefur á 45,5 og 45,73 í ár, mun þó að líkindum einbeita sér að 400 m grind- inni. Guðmundur Þórarinsson, hinn góðkunni þjálfari i frjálsum íþrótt- um, hefur orðið við þcirri ósk Dagblaðsins að spá um sigur- vcgara á Evrópumcistaramótinu í Prag, sem hefst næstkomandi þriðjudag, 29. ágúst. Þar verður mikil keppni og margt af bezta frjálsíþróttafólki heims meðal keppenda. Guðmundur þekkir vel til þessa fólks og er áhugamaður um árangur — statistik — ekki síður en þjálfun. Dagblaðið væntir góðs af þessari samvinnu við hann. Það er mikill fróðleikur fyrir áhugafólk um frjálsar iþróttir, sem kemur fram í greinum Guðmundar. Hin fyrsta er í hér á síðunni, fyrst í hverri grein er spá Guðmundar um sigurvegara. hsím. 800 metra hlaup EM sigurvegari: Willi Wúlbeck, Vestur-Þýzkalandi. EM — ’74: 1) Susanj, Júgóslaviu 1:44.1, 2) Ovett, Bretl. 1:45,8, 3) Taskinen, Finnlandi 1:45,9. OL — 76 2) Van Damrne, Belgíu 1:43.86, 4) Wúlbeck 1:45,26, 5) Ovett 1:45,44. Beztur 1977: Wúlbeck — sem varð I. í Evrópubikarnum á 1:47.21 og 3. i heimsbikarnum á 1:45.5. Var talinn 3ji beztur 800 metra hlaupara heimsins. Wúlbeck sem hefur í ár hlaupið á 1:46.1. verður að teljast liklegastur til að vinna eftir frammistöðu sína sl. ár. En það koma fjöldamargir aðrir til greina svo sem hinn 22ja ára Breti Sebastian Coe, sem hlaupið hefur á bezta tíma heimsins I ár 1:44,3. hinn endasprettsharði Breti Ovett (1:45,4). sem einnig mun hlaupa 1500 á EM. Hinir ungu Austur -Þjóðverjar. hinn 19 ára Busse (1:45.5) og hinn 21 árs Beyer (1:45,8) niunu sjálfsagt ekki gefast upp fyrirfram. í þessu hlaupi verður Jón Diðriks- son meðal keppenda, og er hættulaust að spá þvi að hann komist ekki I milli- riðla. Er það sagt vegna þess að undanrásir allra stærri móta I 800 m hlaupi eru svo til i 100% tilfella hlaupin frekar hægt fyrri hringur með feikna endaspretti 2—400 m löngunt. og ef það er eitthvað sem Jón vantar. þá er það að geta tekið slikan endasprett. 1500 metra hlaup EM sigurvegari: Steve Ovett, Bretlandi. EM — ’74: 1) Justus, DDR 3:40.6, 2) Hanscn, Danmörku 3:40,8, 3) Wessinghahe, Vestur-Þýzkal. 3:41.1. OL — ’76: 2) van Dammc, Bclgíu 3:39,27, 3) Wellman, Vestur-Þýzkal. 3:39,33,4) Coghlan, írlandi,3:39,51. Beztur 1977: Ovett. sent sigraði bæði I Evrópubikarnum á 3:44.97 og i heimsbikarnum á 3:34,5 og var þar að auki talinn beztur 1500 mctra hlaupara heintsins með Wessinghage i 2. sæti. Þetta getur orðið stórkostlegasta keppnin á EM. Ovett hefur verið stór góður I ár (3:37,6) og við álituni að hinn feiknalegi endasprettur hans muni færa honum sigurinn. En hann fær harða keppni og verður örugglega að berjast um sigurinn alveg I markið. Mótstöðumenn hans svo sem Wessinghage 13:37.6), Tékkinn Plachy (3:39,9) sem njóta mun heimavallar ins. Austur Þjóðverjinn Straub (3:36,1) og hinn ungi Írlendingur Flynn (3:37,6) gefa ekkert eftir fyrr en i fulla hnefana. Þá má heldur ekki gleyma hinum eitilharðr. F nna Loikkanen (3:37,6) í þessu nlaupi verður Jón einnig meðal keppenda og fær vafalítið ekki að hlaupa nema undanrásirnar, en það ætti ekki að geta komið í veg fyrir að hann setji nýtt, gott islenzkt met. jafnvel undir 3:40. mín. 5000 metra hlaup EM sigurvegari: Ilie Floroui, Rúmcniu. F.M — ’74: 1) Foster, Bretl. 13:17,2, 2) Kuschmann, DDR 13:24.0 3) Virén, Finnlandi L3:24,6. OL - '16: 1) Virén 13:24,76, 3) Hildchrand, Vestur-Þýzkal. 13:25,38, 5) Foster 13;26,19 mín. Beztur 1977: Evrópubúa I heims bikarnum á 13:20.4 Var talinn 4. bezti 5 km hlaupari hcimsins þaðár. Floroui var alveg ósýnilegur i fyrra á stórmótum. en eftir hið feikna góða hlaup hans nú i ár 13:15.0, sem er bezti tinii Evrópubúa til þessa. vil ég spá honum sigri. En keppnin verður hér mjög mikil og búast ntá við þeim Mamede. Portúgal (13:17.81 Zimmermann. Vestur-Þýzkalandi (13:18,21 og Bretunum Rose byrjun (13:25.2) og Foster (13:25.311 frentstu röð allt frá byrjun inn i ntark. Þá má einnig búast við að Hollendingurinn Herntens 113:21.9) og Svisslend ingurinn Ryffel (13:20.7) blandi sér í leikinn. þótt það vari varla nenta í 4— 4.5 km. 10000 metra hlaup. F'M sigurvegari: Brendan Foster. Bretlandi. EM — ’74: I) Kuschmann, DDR 28:25,8, 2) Simmons, Bretl. 28:25,8,3) Cindolo, Ítalíu, 28:27,2. OL — ’76: I) Virén, Finnlandi 27:40,38, 2) Lopes, Portúgal 27:45,17, 3) Foster 27:54,92. Beztur 1977: Foster. sem átti beztan árangur ársins 27:36.62 og var talinn be/tur. En þáð var Austur-Þjóöverj- inn Peter. sem sigraði i Evrópubikarn um á 27:55.50 og varð 2. i heints- bikarnum á 28:34.00. Hér lcikur enginn vafi á þvi hverjum ég spái sigri þvi eftir hið nýja Evrópumet sitt 27:30,5 kemur enginn annar til greina. En ég álit að það verði mikil barátta unt næstu sxti milli þeirra Uhlemann. Vestur Þýzkal. (27:52.1). Treacy. irlandi (27:55.2). Hollendinganna Hermens (27:57.3) og Tebroke (27:58,01 og Peter. DDR. Þá þykir einnig rétt að vara við Floroui. hinum rúmenska. sem hlaupiö hefur á 27:47.8. framhald Vilmundur — persónulegur stórsigur ef hann kemst i milliriðil. Samveldismeistarinn Dave Moorcroft, þegar hann sigraði heimsmethafann Filhert Bayi, Tanzaniu, í 1500 m í Edmonton.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.