Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 1
„Hagur alls láglauna-
fólks batnar"
— þegar tillit er tekið til kaup-
máttarins — engar „leiðréttingar”
fyrirhugaðar, segir Svavar
Gestsson, viðskiptaráðherra
i
„Ég hygg, að hagur alls láglauna-
fólks sé miklu betri eftir þessar að-
gerðir,” sagði Svavar Gestsson við-
skiptaráðherra i morgun í viðtali við
DB. Hann sagði, að verðlækkun á vör-
um næmi 7,5 prósent lækkun á fram-
færsluvisitölu. Útgjöld vísitölufjöl-
skyldunnar í mat og drykkjarvörur
lækkaði um tæp20%.
Þetta kemur á móti þvi, að ýmsir
hinir lægst launuðu fá heldur minni
kauphækkun nú, eftir nýju lögin, er
þeir hefðu fengið við óbreytt lög
)gömlu ríkisstjórnarinnar. Þetta kæmi
mönnum ekki á óvart en kynni að
koma einhverjum spánskt fyrir sjónir.
Auðvitað væri rangt að láta líta svo út
sem hagur þessa fólks væri skertur við
þetta. Engar breytingar væru fyrir-
hugaðar á þessu.
Svavar sagði, að auðvitað hækkuðu
allir i kaupi frá þvi, sem var í ágúst.
Fjarstæða væri að gefa annað í skyn.
Meginatriðið væri, að nú væru kjara-
samningarnir frá 1977 settir i gildi að
nær öllu leyti. Hinir hæst launuðu
yrðu þóenn að þola skerðingu.
Kaupmáttur launa yrði eins og
kjarasamningarnir 1977 gerðu ráð
fyrir, þegar tillit er tekið til launa- og
verðbreytinga, fyrir alla nema hina
hæstlaunuðu.
Nokkur vandi skapaðist við, að ný
vísitala var ekki tilbúin fyrr en 10.
september. Þetta leiddi af sér launa-
breytingar í mánuðinum fyrir þá. sem
fengu kaup fyrirfram. En sömu reglur
og sama kaupgjaldsvisitala yrði að
gilda i mánuðinum fyrir fólk með
fyrirframgreiðsluroghina. -HH
4. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. — 203. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMl 27022.
fríálst
ohað
daoblað
Utimarkaður opnaður í Reykjavík í morgun:
GULRÆTUR, KERAMIK OG FATNAÐUR TIL SÖLU
Þeir fáu sem hættu sér niður í miðbæ
Reykjavíkur í kuldanum í morgun ráku
upp stór augu en gættu þess þó vandlega
að láta sem þeir tækju ekki eftir neinu.
Á miðju Lækjartorgi var hópur ungs
fólks að sefja upp skœrrautt stórt tjald
og sekkir með afar fallegum gulrótum
lágu á stéttinni.
Þegar nánar var að gáð reyndist
þetta vera útimarkaður sá sem arkitekt-
arnir Gestur Ólafsson og Kristinn Ragn-
arsson eru að koma upp. Þeir félagarnir
hafa hafið samstarf við fleiri menn og
verður hver með sitt horn af tjaldinu.
Þarna verður aðallega selt grænmeti en
einnig keramik, fatnaður og fleira. „Við
ætlum að reyna að selja sem allra flestar
tegundir." sagði Gestur í morgun.
Von var á öðru tjaldi í viðbót á torgið
en það tafðist í tolli en kemur einhvern
næstu daga. Þó að markaðurinn sé að
sögn Gests settur upp fyrst og fremst
með það i huga að skemmta vegfarend-
um vonast menn þó eftir því að starf-
semin beri sig. jafnvel sýni örlítinn
gróða. Ef svo fer er ætlunin að koma
upp bekkjum og ruslafötum og reyna
með þviaðlifga enn uppá miðbæinn.
Til að byrja með verður markaðurinn
•'ðeins opinn á föstudögum frá 9—6
þegar vel viðrar.
- DS
Kennaraháskóla-
nemendur:
Aðrar
aðgerðir
Enn standa mótmælaaðgerðir
nemenda i Kennaraháskólanum
vegna deilna kennara og ráðu-
neyta vegna ágreinings um launa-
jöfnun kennaraprófanna eftir að
kennaranáminu var breytt.
Á fundi nemenda í gær mæltust
þeir eindregið til þess að ráðuneyt-
in leystu nú þegar vanda lokaárs-
nemenda vegna þessarar deilu þar
sem þeir væru aðeins þolendur
málsins. Jafnframt beindi fundur-
inn þeim tilmælum til sambands
grunnskólakennara aö það beitti
sér tafarlaust fyrir öðrum aðgerð-
um en að neita nemum um aðgang
að æfingakennslu, enda bitnuðu
þær aðgerðir aðeins á aðilum utan
deilunnar
Hvað
kostaði
heimilis-
haldið?
Nú er hver að verða síðastur að
era með / verðlaunasumkeppninni
sem hundin er við samanburð ó
kostnaði við heimilishald. Les-
endur œttu að drífa i þvi að senda
inn seðla sína. Nokkur hundruð
seðlar hafa borizt um kostnað I
úpústmúnuði. Síðasti skilafrestur
er núna um helpinu. Utanúskriftin
en DB — Vikan, Síðumúla 12.
Það er til mikils að vinna. I
siðasta múnuói vann húsmóðir ú
Epilsstöðum 127 þúsund króna
vöruúttekt. SJÁMIÐOPNU.
Spies f erðakóngur ætlar að
hætta f lugrekstri sfnum
Mýsnar ná völdum á skrifstof-
um þingmanna í Washington
Sjá erlendar fréttir á bls. 8-9
Lesbíurvilja
fáaðeignast
glasabörn
— Sjá erl. grein
ábls. 1041
Flutningsgjöld
á eplumog
appelsínum nær
helmingi hærri
enákartöflum
-Sjábls.5
SVANA-
SÖNGUR
JÖKULS
Sjá bls. 6