Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. Frumskógur f lutningsgjalda innf luttrar vöru: Nær helmingi dýrara að flytja ferska ávexti en kartöflur og aðf lutningsgjöldin breytast f rá degi til dags eftir gengissigi Það kostar 21,49 krónur hjá Eim- skip að flytja eitt kíló af kartöflum frá Kaupmannahöfn til Reykjavikur. Hjá sama fyrirtæki kostar 34,16 krónur að flytja eitt kílóaf hvítkáli sömu leið. En þegar kemur að appelsínum, eplum og öðrum ferskum ávöxtum setur Eimskip upp 44,95 krónur fyrir hvert kiló eða 1124 krónur fyrir hvern 25 kg kassa. Flutningsgjald ferskra ávaxta, sem hér á landi eru seldir á frjálsum mark- aði, er sem sagt allt að helmingi hærra en flutningsgjald þeirra tegunda græn- metis er einokun rikir með. Arngeir Lúðvíksson, deildarstjóri hjá Eimskip gaf DB upp nefndar krónutölur um flutningsgjöldin. Hann gat ekki gefið skýringu á mismun flutningsgjaldanna, t.d. enga á 13 krónu mismun á flutningsgjaldi á hverju kilói kartaflna og hvítkáls. Báðar vörurnar eru fluttar inn í sekkj- um sem auðvelt er að stafla og láta falla hvem að öðrum. Kvað Amgeir þá vöru hlaðast betur í skip en um- búðir ferskra ávaxta. Var af orðum hans að skilja að í þeim mismun gæti falizt skýring á hinum mikla mun flutningsgjaldanna á vörutegundun- um. í sambandi við flutning hvítkáls er eitthvert ákvæði um ákveðið hita- stig. Slíkt mun ekki að finan í sam- bandi við kartöfluflutninga þó kartöfl- ur séu álíka viðkvæmar og hvítkál fyrirof miklum hita. Arngeir kvað ákvörðun flutnings- gjalda vera í höndum verðlagsnefndar sem væri stjórnskipuð. Allar hækkanir og ákvarðanir Eimskips um flutnings- gjöld eru því gerðar í samráði við þá nefnd. Kartöflur og verð þeirra vega þungt í útreikningi visitölu. Sú ástæða getur ráðið talsverðu um hve flutningsgjald þeirra er miklu lægra en t.d. ferskra ávaxta. Nútímafólk kýs hins vegar ólíkt meira af ferskum ávöxtum og. grænmeti i stað kartaflna og því er ógnvekjandi hve há flutningsgjöld ráða miklu um verð þeirra. Öll flutningsgjöld Eimskips eru mið- uð við erlent verð og þarf gengisum- reikning til í hvert skipti sem spurt er um flutningsgjald vöru. Við hvert gengissig, sem stundum verður dag- lega, breytast því flutningsgjöld inn- fluttrar vörur. Flutningsgjöldin ráða ótrúlega miklu um endanlegt verð vör- unnar því af þeim eru tekin tollgjöld jafnt og innkaupsverði vörunnar — og síðan öll önnur gjöld sem á hlaðast. í lögum nr. 71 frá 1966 eru ákvæði um verðtryggingu fjárskuldbindinga og fæst slíkt ekki nema með leyfi Seðlabankans. Tiltækir seðlabanka- menn gátu ekki útskýrt hvort eða að hve miklu leyti bannlög þessi um verð- tryggingu ná til flutningsgjalda, en flutningsgjalda er ekki getið í upptaln- ingu undantekningarákvæða laganna. að því er einn lögfræðinga bankans tjáði DB. —ASt. Fyrsta vinabæjar- heimsókn íslend- inga til Loðnubæjar Tiu Kópavogsbúar fóru í síðasta mán- uði i fyrstu vinabæjarheimsókh sem farin er til Loðnubæjar, en svo útleggst grænlenzka staðarnáfnið Angmagsalik, að sögn Hjálmars Ólafssonar formanns Norræna félagsins. Það var bæjarstjórn Angmagsalik sem bauð Kópavogsbúun- um í heimsókn en Norræna félagið í Kópavogi og bæjarstjórnin áttu hlut að henni. Varð förin hin ánægjulegasta. Á sameiginlegum fundi sveitarstjórn- armanna í Angmagsalik og íslending- anna komu fram hugmyndir um nánara samstarf við islenzka aðila. Verða leiðir að því marki ræddar í Loðnubæ og Kópavogi. Kópavogsbúarnir gistu einkaheimili í Grænlandi eins og titt er á vinabæjamót- um. Sáu þeir og kynntust mörgu fróð- legu i þessu einu víðáttumesta sveitarfé- lagi á norðurhveli jarðar, sem er á stærð við Danmörku. Gestrisni og vinsemd Grænlendinga var utan enda. eins og þátttakendur komust að orði. Telja þeir æskilegt að við veitum þessum næstu nágrönnum okkar einhverja aðstoð í harðri lifsbaráttu. —ASt. H Flestir þátttakcndanna 1 förinni ásamt bæjarstjóranum og bæjarritaranum í Angmagsalik. Orgelleikarar mótmæla þankagangi stjómarinnar: Hljóðfæri ekki menn- ingartæki? Svo sem kunnugt er hækkaði nýja ríkisstjórnin vörugjald af ýmsum munaðarvarningi. eins og hún nefnir það. Þessi hækkun náði ekki til svonefndra menningar- tækja en hins vegar var hækkað vörugjald á hljóðfærum. Á nýafstöðnum fundi i Félagi is- lenzkra orgelleikara samþykktu þeir að mótmæla harðlega þeirri \ ráðstöfun rikisstjórnarinnar að hækka vörugjald á hljóðfærum, sem >æru þau munaðarvara en ekki menningartæki. ÚRVflL/ HJÖTVÖRUR OG ÞJÓÍIU/TR /i/allteitthvaó gott í matinn GÆÐI SEMST4IVDA löngu eftirað verðið ergleymt og grafið ^rrrnííííii Berir þú saman verð, gœði og endingu, se'rðu fljótt að samanburðurinn við aðrar innréttingar er hagstœður fyrir Haga eldhús- innre'ttingar. Það er nú einu sinni svo að vandaður hlutur er dýrari en óvandaður og það er skoðun okkar að „ vel beri að vanda það sem lengi á að standa“. Það er vissulega freistandi að láta lœgsta fáanlegt verð ráða kaupunum en reynslan sýnir að það getur verið dýru verði keypt. Við sýnum mörg mismunandi uppsett eldhús í sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6, Reykjavík og Glerárgötu 26, Akureyri. Komið og kynnið ykkur möguleikana sem bjóðast. HAGIL Suðurlandsbraut 6, Verslunin Glerárgötu 26, Reykjavík. Akureyri. Sími: (91) 84585. Sími: (96) 21507.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.