Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
Lítil kver um lækninga-
mátt íslenzku jurtanna
Geta læknað hósta,
lifrarbólgu, þvagstemmu,
örvað tíðir kvenna
og hreinsað súra
vessa burt úr líkamanum
Fyrir nokkru barst Neytenda-
siðunni litið kver sem heitið „Lítil
ritgjörð um nytsemi nokkurra
íslenzkra jurta eftir ýmsa höfunda”.
Er það Jón Jónsson garðyrkjumaður
sem safnað hefur þessari ritsmið
saman. Var ritsmíð þessi upphaflega
gefin út í Reykjavik árið 1880 hjá
Einari Þórðarsyni á hans kostnað. Nú
hefur kverið, sem er 40 bls. i litlu broti,
verið gefið út á nýjan leik hjá bókaút-
gáfunni Ljósbrá. K-verið er selt í Forn-
bókaverzluninni Ingólfsstræti 3 og hjá
bókaútgáfunni Ljósbrá.
Almennar reglur
og uppskriftir
t kverinu segir hvernig safna skuli
hinum ýmsu jurtum, hvaða jurtir hafa
lækningamátt og við hvers konar
kvilla hinar ýmsu jurtir eru.
Hægt er að nota rætur, blöð, börk,
blómstur, ber, fræ, mosa og ýmsar
þangtegundir. t kverinu segir að hafa
megi þrenns konar not af jurtunum, til
lækninga, til nautnar fyrir menn og
skepnur og í þriðja lagi til ýmissa hluta
svo sem til litunar, til varnar foksandi
o.m.fl. 1 kverinu er aðallega fjallað um
jurtir til lækninga.
Jurtir má nota ýmist til útvortis
lækninga eða til inntöku. Jurtirnar
verður að meðhöndla á ákveðinn hátt
og er sagt fyrir um það i kverinu
hverju sinni hvernig að lækningunni
skuli staðið. Meðal þeirra jurta sem
nefndar eru í kverinu góða, má nefna:
lyfjagras, velansjurt, húsapunt, reyr,
gulmöðru, hvítmöðru, götubrá,
græðissúru, maríustakk, ljónslöpp,
strandarfa, horblöðku, fjólu, þrenn-
ingargras, maríuvönd, hvönn, kúmen,
arfa, mýrasóley, sóldögg, heimilis-
njóla, vallarsúru, aðalbláber, beiti-
lyng, blóðarfa, sortulyng, smára,
fjallagrös, krækiber, burkna, brennu-
netlu ogbirki.
Auk þessara jurta eru taldar upp
margar fleiri. Um ætififil og bifukollu
segir:
„Þessi alþekkta jurt vex í túnum og
ræktaðri jörð, nærri húsum og
girðingum. Blöðum jurtarinnar skal
safna áður en blómstrin springa út, en
rótina skal grafa upp á haustin. Jurtin
örvar vallgang og þvag, eyðir bólgu,
mýkir, þynnir vessa, hún brúkast við
meinlætum, vatnssýki, harðlífi, þvag-
stemmu, skyrbjúgi, bólgu og ígerðum
og útbrotum á hörundi. Af blöðum og
rót jurtarinnar er búið til seyði og skal
drekka af því svo tebollum skipti á
dag. Einnig má gjöra safa af rótinni og
hjartablöðunum og taka af þeim fulla
teskeið í senn þrisvar á dag.
Sömuleiðis má hafa mýkjandi grauta
til að gjöra út kýli og meinsemdir. Þar
að auki eru blöð jurtarinnar, séu þau
soðin nú í mysu, eitt hið hag-
kvæmasta fæði fyrir skyrbjúgs-
sjúklinga og aðra sem veikir eru af
spilltum vessum, svo sem kláöuga og
holdsveika menn. Séu blómstrin soðin
með vatni og álúni lita þau fagurgult.”
Fyrir aldamótin siðustu vissu menn
ekkert um vítamín eins og við
þekkjum þau í dag. En þarna er bent á
að fíflablöð séu holl fyrir þau sem liða
af skyrbjúg, — en skyrbjúgur orsakast
einmitt m.a. af C-vítamínskorti. —
Þeir vissu áreiðanlega hvað þeir
sungu, j>essir gömlu spekingar og alls
ekki úr vegi fyrir nútímafólk að not-
færa sér reynslu þeirra í sambandi við
notkun jurta til lækninga.
Ýmsar af þeim jurtum sem getið er
um í kverinu góða fást í Náttúru-
lækningabúðinni á Laugaveginum.
A.Bj.
Litla kveríð er ekki stórt um sig en þar er að tinna mjög gagniegar uppiýsingar
um jurtir og heilsusamleg áhrif þeirra. Kveríð fæst í Fornbókaverzluninni í Ing-
ólfsstræti 3 og bókaútgáfunni Ljósbrá og kostar 1.200 kr.
Kaupum,
seljum nýjar
ognotaðar
hljómplötur
OPIÐKL.1-6
LAUGARDAGA KL. 9-12
Smurbrquðstofqn
BJORNINN
'^^NjáLgötu 49 - Simi 15105
Tilboð
Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöir í tjóns-
ástandi:
FIAT127 ÁRG. ’73
CITROEN DS ÁRG.’71
FIAT 850 ÁRG. ’71
FIAT125PÁRG. ’78
BMW ÁRG. ’69
FORD ESCORT ÁRG. ’76
SKODA 110 S ÁRG. ’72
RANGE ROVER ÁRG. ’72
AUSTIN MINIÁRG. ’73
VW 1302ÁRG.’73
Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 28,
Hafnarfirði, laugardaginn 16. september nk.
kl. 13—17.
Tilboðum óskast skilað til aðalskrifstofu
gavegi 103 fyrir kl. 17 mánudaginn 18.
se . nk.
Brunabótafélag íslands.
KAUPA RANDYRAR VITA-
MÍNPILLUR EN FÚLSA VIÐ
FÍFLABLÖÐUNUM
í einu fíflablaði er álíka mikið af c-vítamíni og í þremur sítrónum,
segir bréfritari
Krístin Sigurðardóttir hríngdi:
' Hún sagði að sér þætti það skjóta
nokkuð skökku við að íslendingar
væru að kaupa sér rándýrar C-vítamín
töflur á meðan þeir fúlsuðu við fifla-
blöðunum, sem væru fyrsta flokks C-
vítamíngjafi. í einu meðalstóru flfla-
blaði er eins mikið af C-vítamíni og í 3
stórum sítrónum, sagði Kristín.------
„Fíflar þykja góðir í hrásalöt erlendis.
í Frakklandi er notkun fiflablaða mjög
útbreidd. Þegar Frakkar áttu viðdvöl
hér á landi á skútuöldinni, þóttu þeir
meira en lítið undarlegir er þeir
stikuðu út um allt til þess að ná sér i
fífla.
t Frakklandi eru fiflar ræktaðir
sem matjurtir og mikið notaðir í
salöt,” sagði Kristín.
Hún sagði ennfremur að hún ætti
smáfugla í búri og gæfi hún þeim
jafnan fiflablöð. Fuglarnir eru svo
æstir í blöð að hún getur varla komið
þeim inn í búrið til þeirra, þvi þeir
„ráðast” á þennan eftirlætisrétt sinn
um leið og hann kemur í námunda við
búrið.
Kristín sagðist sjálf oft nota fifla-
blöð í salöt. Ekki er sama hvernig
blöðin eru valin, bezt er'að nota
nýjustu blöðin. Þegar fiflarnir eru
orðnir úr sér vaxnir, vilja blöðin verða
römm á bragðið, sagði Kristín.
„Það er blóðugt að vita til þess að
lslendingar skuli ekki notfæra sér
þessa góðu og hollu jurt. Það er svo
sem ýmis annar matur sem ekki er
sinnt um hér á landi eins og t.d.
öðuskel og kræklingur sem erlendis
þykir herramannsmatur,” sagði
Kristín.
Raddir neytenda
OSTUR A ALLTAF VIÐ
EINNIG MEÐ FISKI
Ostaneyzla hér á landi hefur aukizt
á undanförnum árum. Fólk hefur lært
að borða ost og þá fleiri tegundir en
venjulegan 30 eða 45% brauðost.
Mjög gott ostaúrval er til hér og er
ostaframleiðslan sannarlega til fyrir-
myndar.
Ef ostur er til í húsinu má segja að
alltaf sé hægt að búa til eitthvað sér-
lega gott. Ostur passar lika bæði með
kjöti og fiski.
1 einum af bæklingum Osta og
smjörsölunnar eru margar uppskriftir
af osta- og fiskréttum. Hér er ein /J
þeirra:
500 gr ýsu- eða þorskflök
salt
11/2 tsk. karrý
2 dl rifinn ostur
Uppskrift
dagsins
Roðflettið flök og skerið í bita.
Raðið fiskinum í smurt, eldfast mót.
Kryddið með salti og karrýi. Stráið
rifnum ostinum yfir. Bakist við 175—
200° C hita í um það bil 30 mín.
Borðað með soðnum kartöflum.
Verð:
Allur rétturinn með soðnum
kartöflum kostar um 582 kr. eða 145
kr. á mann.
-A. Bj.