Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I5.SEPTEMBER 1978.
'
AUMINGJA FOLKIÐ!
Nú er komin vinstri stjórnin lang-
þráða, sem meira að segja kjósendur
Sjálfstæðisflokksins töldu aufúsu-
stjórn, að sögn. Að minnsta kosti má
til nefna marga forvigismenn Sjálf-
stæðisflokksins sem reru að því öllum
árum og reyndu að sannfæra forystu-
menn þess flokks um að betra væri að
standa utan stjórnar en innan, vegna
þess að utan stjórnar ætti flokkurinn
miklu meiri möguleika á auknu fylgi en
stæði hann f því vafstri sem fylgir
stjórnarmyndun!
Það er stór spurning, sem ekki hefur
verið svarað, hvers vegna sjálfstæðis-
menn, sem slíka afstöðu höfðu, voru
þá að baksa við að afla Sjálfstæðis-
flokknum fylgis yfirleitt. Um atkvæða-
greiðslu þessara manna þarf varla að
spyrja, þeir hafa varla kosið Sjálf-
stæðisflokkinn í síðustu kosningum.
En það undarlega er nú að ske eftir
valdatöku vinstri stjórnar að fólkið,
sem þráði heitast að slík stjórn kæmist
að og sem það hefur nú fengið, er ekki
heldur ánægt nú, því finnst allt vera
að og gömlu viðkunnanlegu rama-
kveinin heyrast úr sömu röðum og
áður. Hefur þá ekkert breytzt?
Jú, auðvitað hefur margt breytzt
eða er að breytast. Fólkið sem hafði
nóg til hnífs og skeiðar, og flestir
miklu meira en það, er nú að komast
að þeirri staðreynd að leiðin til þess að
fá meira en það hafði var ekki sú að
snúa baki við Sjálfstæðisflokknum eða
þeirri ríkisstjóm sem hann stóð að.
Breytingar
- Viðtökur
Þau bráðabirgðalög sem núverandi
ríkisstjórn hefur sett eru ekkert frá-
brugðin þeim ráðstöfunum sem aðrar
ríkisstjórnir hafa gert og landsmenn
eiga að venjast: gengisfelling, skatta-
hækkanir, niðurgreiðslur og hringl
með vörugjald og vísitölu. Ekki þar
fyrir að slíkar ráðstafanir eru ekkert
séríslenzkt fyrirbæri, þetta eru alþjóð-
leg úrræði sem notazt er við um allan
hinn frjálsa heim þegar „ballansera”
þarf sjúkt eða veikburða hagkerfi
þjóða.
Hinn er stóra spurningin, hvort
landsmenn sætta sig fremur við að
vinstri stjórn geri slíkar ráðstafanir en
svokölluð borgaraflokkastjórn. Það er
staðreynd, sem ekki verður á móti
mælt, að rikisstjórnir hér á landi fara
sinu fram svo lengi sem þær verða
ekki fyrir óhóflegum átroðningi af
verkalýðsfélögum, öðrum armi vinnu-
markaðarins. Atvinnurekendur, eða
sá armur vinnumarkaðarins sem skap-
ar skilyrði fyrir atvinnu og rekstur i
landinu, hefur jafnan verið afskiptur
og íslenzkar ríkisstjórnir kæra sig koll-
ótta um álit og yfirlýsingar þessa arms.
Þess vegna má það ljóst vera að þótt
skattalög séu sett og látin hafa aftur-
virk áhrif með þeim hætti að hækka
skattálagningu, sem þegar hefur farið
fram, verður slík skattálagning viður-
kennd, hvað sem líður tali um að verið
sé að fótumtroða borgaraleg réttindi.
Það er flestum Ijóst að með hinum
nýju bráðabirgðalögum er tilraun gerð
til þess að koma í veg fyrir neyðar-
ástand í efnahags- og atvinnumálum,
þótt um margt séu þær fálmkenndar.
Hefði síðasta ríkisstjórn haldið velli
og setið áfram hefði hún gert sömu
ráðstafanir eða mjög líkar. Hún var að
vísu búin að hafa til þess fjögur ár, en
hikaði, vegna þess að hún hafði ekki til
þess þor eða mannval að ráðast í slíka
framkvæmd. Ef, hins vegar, hún hefði
gert slíkar ráðstafanir hefði almenn-
ingur með verkalýðsfélögin að bak-
hjarli brugðizt ókvæða við og stjórnin
hefði orðið að segja af sér vegna þess
að hún hefði ekki fengið starfsfrið.
Þeirri ríkisstjórn hefði þó verið
sæmra að takast á við vandann,
meðan hún sat, þótt ekki hefði verið
nema til þess að flýta fyrir þeim ráð-
stöfunum er nú hafa séð dagsins Ijós
og hlutu að koma fyrr eða siðar, svo
sem gengisfellingin, lækkun ríkisút-
gjalda og gildistaka kjarasamninga
fyrir hina lægra launuðu. Þetta gerði
hún hins vegar ekki og því er það að
almenningur sýnir ráðstöfunum nýrr-
ar ríkisstjórnar betri viðtökur en orðið
hefði ef fyrri rikisstjórn hefði staðið
eða fallið með aðgerðum sem sýndu að
hún ætlaði sér að ráðast að vandan-
um.
Kjallarinn
GeirR. Andersen
Hverl verður
hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins?
Svo erfitt sem það reynist einstakl-
ingum að þjóna tveimur herrum er
það vonlaust fyrir stjórnmálaflokk að
ætla að fylgja tveimur gjörólíkum
meginstefnum: einstaklingsfrelsi og
jafnaðarstefnu.
Ef ætla má að einhver tengsl séu
enn milli Morgunblaðsins og Sjálf-
stæðisflokksins er helzt að sjá að vænt-
anleg stefnumörkun flokksins eigi að
byggjast á forystu i verkalýðsmálum
og hafa birzt um þessa væntanlegu
stefnumörkum ekki færri en fimm for-
ystugreinar í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið hefur hins vegar
hvergi minnzt á að efla þurfi einstakl-
ingsfrelsið eða að Sjálfstæðisflokkur-
inn þurfi að fylkja sér á nýjan leik
undir það merki, sem var hans ein-
kenni i upphafi, og hafa glöggskil milli
hansogsósialista.
Froðusnakk á borð við það að
„Sjálfstæðisflokkurinn hafi jafnan
látið sig miklu varða málefni laun-
þega” er jafnmikils — eða lítilsvirði og
ef hamra ætti á því að allir hefðu mál-
frelsi á fundum flokksins. — Ekki er
annað vitað en allir landsmenn séu
launþegar, þótt misjöfn séu launin, og
á það við um alla stjórnmálaflokka og
meðlimi þeirra.
Og þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi
beitt sér fyrir launajöfnun og af og til
átt forystumenn í einhverjum verka-
lýðsfélögum er það ekki til f>ess að
hæla sér af — fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Það er óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að taka upp stefnumál annarra
flokka, af nógu er að taka I stefnu
Sjálfstæðisflokksins sjálfs eins og hún
var upphaflega mörkuð — og sem
gildirenn.
Af mörgu er að taka, því sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekki stutt i
samræmi við stefnu sína, t.d. í verzlun
og viðskiptum. Nú er svo komið t.d.
að verzlun og viðskipti hafa aldrei
verið reyrð fastari böndum en einmitt
nú og í tíð síðustu stjórnar var ekki af-
létt þeim hömlum og höftum sem gilda
um inn- og útflutning og tollareglur og
áfengislöggjöf minna einna helzt á
bráðabirgðalög, vegna umsáturs-
ástands.
Ekki er ástandið burðugra í verzlun-
arháttum höfuðborgarinnar sjálfrar,
eftir hálfrar aldar stjórnarferil Sjálf-
stæðisflokksins, og hefur þó aldrei
verið verra en á allra siðustu árum.
Nú er svo komið að fólk þarf að sækja
til verzlana í nærliggjandi kaupstöð-
um eftir kl. 6 á kvöldin og helgar, en
I öllum bæjarfélögum utan Reykja-
víkur má finna verzlanir scm borgar-
búar nota óspart þegar lokað hefur
verið fyrir alla þjónustu í höfuðborg-
inni. Þessu hefði borgarstjórnarmeiri-
hlutanum í Reykjavik, með sjálf-
stæðismenn í forystu, verið i lófa lagið
að breyta — ef þeir hefðu h^ft þor til.
Afhroð Sjálfstæðisflokksins i
síðustu kosningum byggðist fyrst og
fremst á þeim mistökum sem forystu-
menn hans gerðu með því að fylgja
ekki eftir stefnumálum flokksins. Til
þess ætluðust fylgismenn hans. Morg-
unblaðið, sem að vísu hefur afneitað
þvi að vera sérstakt málgagn Sjálf-
stæðisflokksins, þrátt fyrir oftrú for-
ystumanna hans á því, gerði allt sem i
þess valdi stóð til þess að reyta fylgið
af flokknum. — Það hélt fram mál-
efnum verkalýðshreyfingarinnar í for-
ystugreinum sinum, jafnvel á kjördag,
þegar það birti sérstaka forystugrein
um ágæti verkalýðshreyfingarinnar og
þá tvo menn sem það helzt taldi hæfa
til forystu og virtust vera einu fram-
bjóðendur flokksins. I fyrsta sinn i
sögu Sjálfstæðisflokksins birti Morg-
unblaðið ekki nöfn frambjóðenda
hans á kjördag — og það var látið
óátalið af forystumönnum flokksins.
Þetta hefur sennilega verið talið væn-
legt til fylgis!
Og nú er Sjálfstæðisflokkurinn i
stjórnarandstöðu, og er það öllum Ijóst
— nema Morgunblaðinu (sem teflir
fram á eigin spýtur „stjómarand-
stöðu” innan Alþýðuflokksins) — og
forystu Sjálfstæðisflokksins sjálfs.
Um leið og ný stjórn hefur verið
mynduð og hún hefur gefið út bráða-
birgðalög, sem reikna mátti með að
yrðu mjög umdeild og verðugt verk-
efni fyrir stjórnarandstöðu að fjalla
um, þá hverfa forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins af sjónarsviðinu og í
þá næst ekki til þess að segja álit sitt i
þeim fjölmiðli sem nokkurn veginn
nær eyrum allra landsmanna, útvarp-
inu (sbr. sl. laugardagskvöld). Fyrrver-
andi fjármálaráðherra náðist þó í til
viðtals i sjónvarpi til þess að bjarga þvi
við sem bjargað varð, við ríkjandi að-
stæður.
Það er næsta augljóst öllum að nú-
verandi ríkisstjórn er í raun að fram
kvæma það sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur stuðlað að, vitandi eða óafvit-
andi. Það er því von að sjálfstæðisfólk
spyrji hvert hlutverk Sjálfstæðisflokks-
ins verði i stjórnarandstöðu og hvernig
með það verði farið.
ÁBENDING
TIL RAGNARS
OG SVAVARS
Hagstæður rekstur
er mikilvægur
Það skiptir landsmenn og þjóðarbú-
ið miklu máli, að „óskabarnið" sé sem
bezt og skynsamlegast rekið. Því er
von til að menn spyrji t.d. hvi svo
mörg og i og með smá skip voru keypt.
Er flotinn eins og hann er nú samsett-
ur, sá, sem með hagstæðustum hætti
getur þjónað vöruflutningum lands-
manna? Komu ekki aðrir kostir til
greina. t.d. að kaupa færri en stærri og
nýtizku skip, sem hefðu farið hrað
ferðir milli Ísl. og mcginlandanna í
austri og vestri? Er ekki miklu dýrara.
seinvirkara og óhagkvæmara á allan
hátt að reka svo stóran flota lítilla og
meðalstórra skipa, sem fæst eru hrað-
geng á nútíma mælikvarða og sum
komin tilára sinna? Voru höfðsamráð
við ríkisstjórn þegar þessi stefna var
mótuð? Hverjir eru kostir hennar
fram yfir aðra, sem hafa væntanlega
verið og eru þá sjálfsagt enn fyrir
hendi?
Mikill gróði
Hvort sem vöruflutningaskipafloti
landsmanna er nú samansettur með
sem skynsamlegustum hætti eða ekki
er ljóst, að Eimskipafélag íslands fær
mikið fyrir sinn snúð. Sú mikla fjár-
festing, sem sýnilega hefur farið fram
á vegum þess á síðustu árum, bæði i
skipakaupum og byggingu stórmann-
virkja, bendir eindregið til þess, að
samfélagið hafi rikulega goldið þvi
flutningsgjöld. Fjárfesting félagsins á
siðustu árum nemur vafalaust fremur
milljörðum króna en milljónum, bæði
í byggingum og skipum. Hún hefur
ekki aðeins verið greidd með erlendum
lánum og eignum þess, heldur einnig
rneð þeim mikla gróða, sem félagið
hefur sýnilega haft af þjónustu sinni
við landsmenn. Og svo mikill virðist
hann hafa verið, að oftar en einu sinni
hefur félagið haft efni á að reyna að
sálga öðrum keppinautum með undir-
boðum. Á sinum tima kom það Jökl-
um hf. fyrir kattarnef með því að und-
irbjóða freðfiskflutningana til Banda-
rikjanna — skyldi „sama lága verðið”
enn vera fyrir hendi þar?
Atlagan
gegn Bifröst hf.
Mörgum árum síðar. fór eins fyrir
bílainnflytjendum og freðfiskútflytj-
endum, er þeir stofnuðu Jökla hf. 1 of-
boði sinu vegna hinna háu flutnings-
gjalda stofnuðu þeir eigið skipafélag,
Bifröst hf. Strax i upphafi reyndi Eim-
skip að koma i veg fyrir stofnun þess
með þvi að snarlækka flutningsgjöld
bila um 25% og uppskipunargjöld um
40%. Þetta gerðist á siðasta ári, riki-
dæmið var nóg, ekki þurfti að horfa í
smáaurinn í viðskiptastríðinu. Ekki
dugði þetta til að koma Bifröst hf. fyrir
kattarnef og þvi var siðar hert á með
því að lækka bilaflutningsgjöld um
önnur 25%, þ.e. á Amerikuleiðinni.
sem Bifröst siglir á. Svona mikill af-
sláttur hefur þó varla verið fram-
kvæmanlegúr fyrir félagið nema þau
hafi verið svo há fyrir, eins og bifrciða-
innflytjendur héldu raunaralltaf fram.
að félagið hafi getað, sér að skaðlaúsu.
lækkað þau. Nýjasti leikurinn er svo
25% lækkun flutningsgjalda Bifrastar
hf. með bila á sínu skipi frá Ameríku
til islands.
Allt hefur þetta leitt til þess, að
flutningsgjöld bíla til landsins eru
mjög lág, einkum frá Ameriku en
einnig frá meginlandi Evrópu. En
bendir þetta ekki einnig og ennfremur
til þess, ásamt mörgu öðru, að flutn-
ingsgjöldin séu nú alltof há fyrir marg-
ar aðrar vörutegundir, máske flestar?
Er óeðlilegt þótt maður hugsi sem svo?
Verðbólguvaldur
Augljóst er, að séu vöruflutningar
hingað og héðan ekki með eins hag-
stæðu móti og frekast er kostur —
bæði varðandi skipaferðir, flutnings-
gjöld og annað það, sem mestu máli
skiptir — verður þjóðin að greiða þá
dýru verði úr eigin vasa. 1 dag er ekk-
ert vitað um hvort svo sé og raunar
sitthvað, sem bendir til þess, eins og
áður er rakið, að svo sé ekki. Sú óhag-
kvæmni og of há flutningsgjöld eiga
þá sinn þátt í þvi að halda uppi lát-
lausri dýrtið og verðbólgu hérlendis.
Það er þó ekki aðeins í millilanda-
flutningunum, sem flutningsgjöld
skipta miklu máli fyrir afkomu manna
og fyrirtækja. Svo er líka innanlands
Fyrir skemmstu kom Guðmundur
Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar rík-
isins, fram i útvarpsþætti og upplýsti
þar m.a. að fengi útgerðin ný og heppi
legri skip til flutninga með ströndum
fram gæti hún boðið miklu hagstæðari
farmgjöld en nú tíðkast landleiðis. Slík
lækkun gæti átt sinn þátt i baráttunni
gegn dýrtið og verðbólgu, sem heyja
verður á öllum sviðum.
Áskorun til
Ragnars
og Svavars
• Þau mál sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni, heyra undir þá flokks-
bræðurna Ragnar Arnalds, samgöngu-
málaráðherra og Svavar Gestsson, við-
skiptaráðherra. Þeim verður væntan-
lega fátt til fvrirstöðu að taka þau föst-
um tökum ogkryfjatil mergjar.Ekki
skal dregið í efa að þeim sé fullljóst
hve mikilvæg viðfangsefni hér er um
að ræða. Nái þeir góðum tökum á
þeim myndi það vafalaust hafa já-
kvæð áhrif á afkomu þjóðarbúsins og
allsalmennings.
Sigurður E. Guðmundsson
frantkvæmdastjúri.