Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15.SEPTEMBER 1978. Lögtaksúrskurður Sýslumaðurinn í Árnesþingi hefur í dag kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir ógreiddum en gjald- föllnum útsvörum, aðstöðugjöldum og kirkju- garðsgjöldum álögðum í Selfosskaupstað 1978 svo og vöxtum og dráttarvöxtum og gjald- skuldum. Samkvæmt úrskurði þessum hefjast lögtök fyrir gjöldum þessum að liðnum 8 dögum frá birtingu hans. SeHossi 12. september 1978, Bæjarritarinn á Selfossi. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga nú þegar. Húsnæði í boði. Allar upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri í síma 96- 41333 og framkvæmdastjóri í síma 96-41433. Sjúkrahúsið á Húsavík sf. & 1 & 3 ^ % 'h & 'ito Læríð ? að dansa Eðlilegur þáttur í almennri menntun hvers einstaklings ætti að vera að læra að dansa. Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Aukaafsláttur ef foreldrar eru líka. tnnrítun stendur yfir. Dansskófí jW Heiðars Ástva/dssonar Reykjavík, Kópavogur, Sel- tjarnarnes, Hafnarfjörður, Mosfellssveit. Símar 20345 — 24959 - 38126 — 74444 — 76624 Dansskófí Sigurðar Hákonar- sonar Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður. Sími 41557. Dansskófí Sigvaida Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellssveit. Símar 84750 — 53158 — 66469. Bafíettskófí Eddu Scheving Reykjavík. Sími 76350. Bafíettskófí Sigríðar Ármann Reykjavík. Sími 72154. * S V DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi Menntaskólinn á Egilsstöðum byrjar haustið 1979: „Fýsilegt að dvelja hér við nám” — segir Vilhjálmur Einarsson skólameistari Það eru arldtektarair Örnölfur Hall og Ormar Þór sem hafa teiknað Mennta- skólann á Egilsstöðum. — DB-mynd Bjarnleifur. „Þetta er hið glæsilegasta hús og ákaflega myndarlega að byggingu þess staðið,” sagði Vilhjálmur Einarsson skólameistari, þegar DB ræddi við hann um byggingu Menntaskólans á Egilsstöðum. Vilhjálmur kvað bygginguna vel á veg komna. Smíði mötuneytisálmu væri að komast í höfn og verið væri að Ijúka við uppsteypu heimavistarálmu. Fyrir næsta haust á kennsluálma að vera tilbúin og hefst þá kennsla í skól- anum. Búizt er við að á annað hundrað nemendur verði i menntaskólanum fyrsta starfsárið, en þegar hann er full- búinn verður þar pláss fyrir 450 nein- endur. Næsta haust verður hægt að taka 70 nemendur inn á heimavist skólans. „Ég er ákaflega bjartsýnn á að- sókn að skólanum,” sagði Vilhjálmur Einarsson. „Margt ræður því að fýsi- legt er að dvelja hér við nám. Hér er veðursæld allt árið, og í grenndinni er hægt að stunda ýmsar íþróttir, t.d. skíði.” Vilhjálmur Einarsson kvað almenn- an áhuga vera fyrir skólanum á Egilsstöðum og kvaðst hlakka til þess að hann tæki til starfa. - GM Vilhjálmur, — bjartsýnn á að áhugi verði fyrir nýja menntaskólanum á Austurlandi. Kaupmenn vilja ein- földun á innheimtu söluskatts — auðveldara fyrirþrjá gosdrykkjaframleiðendur en þúsund kaupmenn „Á fundinum komu fram áhyggjur kaupmanna á framkvæmd hinna nýju reglna um innheimtu söluskatts,” sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna. Þau boðuðu til fundar Fél. matvörukaupmanna og kjötverzlana i gærkvöldi. Til umræðu voru hin nýju lög um breytingu sölu- skatts á matvöru. Var fundurinn ein- hver hinn fjölmennasti, sem þessir aðilar hafa haldið. Til fundarins voru boðnir þeir Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, og Árni Björgvinsson fulltrúi sem og Haraldur Árnason, deildarstjóri á Skattstofunni. Gunnar kvað tímann nauman og svigrúm lítið fyrir kaupmenn að vinna þá vihnu, sem lögin leggja þeim á herðar. Þeir myndu þó að sjálfsögðu hlýða landslögum sem fyrr. „Fulltrúar hins opinbera, sem á fundinum voru, voru allir af vilja gerðir til þess að athuga aðferðir til þess að einfalda og auðvelda álagn- ingu og innheimtu söluskattsins,” sagði Gunnar Snorrason. Meðal annars komu fram hug- myndir um að leggja söluskattinn á vöru á framleiðslustigi eöa heildsölu- stigi. „Það er t.d. augljóst, að hægar er fyrir þrjá gosdrykkjaframleiðendur að reikna söluskatt og leggja hann á heldur en um þúsund kaupmenn,” sagði Gunnar. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhlj. á fundinum: „Sameiginlegur fundur Félags matvörukaupmanna og Félags kjötverzlana haldinn á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 13. sept. telur að með reglugerð frá 8. sept. um breytingar á innheimtu söluskatts sé lagt á herðar kaupmanna stóraukinn kostnaður og vinna við uppgjör á sölu- skatti. Fundurinn telur jafnframt, að reglugerðin sé óframkvæmanleg í þeirri mynd, sem hún er nú í, og skor- ar á fjármálaráðuneytið að taka tillit til kaupmanna með einföldun á fram- kvæmd hennar.” Nefnd kaupmanna og ráðuneytis- manna var kjörin til þess að kanna möguleikann á slikri einföldun. Gert er ráð fyrir því að hún skili áliti í októ- ber. - BS Spariskírteini 1. fl. 1966: Missa vexti og verðbætur 20. september Seðlabanki Islands hefur vakið at- vexti né bæta við sig verðbótum frá hafin sé ný útgáfa spariskírteina frá og hygli eigenda spariskírteina i 1. fl. þeimdegi. með 15. september. 1966 á að lokagjalddagi þeirra er 20. Jafnframt bendir Seðlabankinn -GM september nk. Bera skírteinin hvorki handhöfum þessa flokks skírteina á að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.