Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. Svanasöngur Jökuls Sonurskóarans ogdóttirbakarans frumsýntíkvöld Sonur skóarans og dóttir bakarans nefnist siðasta leikverk Jökuls heitins Jakobssonar, sem lézt á þessu ári, löngu fyrir aldur fram. Leikrit hans hafa öll „slegið i gegn”, gerzt „kassastykki”, svo gripið sé tii leikhússmálsins. Ekki er að efa að uppfærsla Þjóðleikhússins undir stjórn Helga Skúlasonar verður það einnig. t kvöld fá frumsýningargestir að sjá og heyra boðskap Jökuls, þvi boðskap færir hann. Sviðið er is- lenzkt sjávarþorp á vonarvöl, sjeffarnir stungnir af suður, enda fátt annað að gera þegar flskurinn er- horfinn. En lengi cr von á einum. Jói, sonur skóarans kemur á heimaslóðirnar og með honum er vinur hans er- lendur úr striðinu i Viet-Nam. Þeir hafa sitthvað á samvizkunni og útlendingurinn Kap er næsta var- hugaverður náungi, enda þótt hann komi verksmiðjunni i gang... En látum myndirnar tala. Gamli kennarinn og gamla gleðskaparstúlkan Gamli barnaskólakennarinn Ólafur Guðmundsson er dálitið tjúllaður (kall- ar sig doktor Albjart) og lagskona hans, Matthildur, áður fyrrum ein af léttúðugri stúlkum plássins, leikm af Rúrik Haraldssyni og Þóru Friðriks- dóttur. MATTHILDUR: Þið skulið bara ekkert vera að trufla manninn minn, doktorinn! Hann er á öðru plani en þið. ÞORPSBÚI: t bóUnu lika! Er hann sprettharðari en til dæmis danski mat- rósinn? Eru dokt— MATTHILDUR: Albjartur! Ætl- arðu að láta þetta viðgangast! Sýndu að þú sért maður! ALBJARTUR: Madam, pardon. Escuse me. Excusez-moi. Timanna tákn: fólkið — le people — það res- pekterar ekki akademiskan standard anymore. Akkh... MATTHILDUR: Ó, Jesús (Grætur í klútinn sinn). MINNINGARUR STRIÐI Kona lyf salans og sonur skósmiðsins Disa og Jói, dóttir bakarans og son- ur skósmiðsins, ræðast við á leiði franska hermannsins, i hlutverkum þeirra eru Arnar Jónsson og Krístin Bjarnadóttir. DtSA: Þú varst alltaf efni i hetju. Enda ertu búinn að fá medaUu. Og frelsið og lýðræðið á næstu grösum. JÓI: Ég er með tiketin, Disa. Við förum þangað sem fuglasöngurínn fer þegar hann hljóðnar... DÍSA: Þú varst tilbúinn að deyja. Pabbi þinn, aftur á móti, hann kunni bara að lifa. JÓI: Kannski það. DÍSA: Ég vona að þinn timi renni upp. Það er ekkert átakanlegra en hetja sem aldrei fær tækifæri til að deyja. JÓI: Disa... DÍSA: Ég er kona lyfsalans. Vertu sæU. Maðurinn sem mátti ekkert aumt sjá Kap, óþokkinn úr stríðinu hinum megin á hnettinum, leikinn af Erlingi Gislasyni (i miðið), þorpsbúi (Hákon Waage), maður og oddviti leikinn af Róbert Arnfinnssyni: KAP: Ég er svona gerður. Ég má ekkert aumt sjá. Ég kaupi þessa fabrikku. Eftir fáeina daga verður hún komin f fúllsving. Allir fá nóg að gera. Þá er hægt að hafa veizlu um hverja helgi, á hverju kvöldi. Ein fabríkka — þar er smáræði. Ég skrifa tékk... ODDVITINN: Ég sagði ykkur! HREPPSNEFND: En fiskurinn! Ef okkur tekst nú ekki að veiða nógan fisk handa fabríkkunni. Hráefni. KAP: Mér finnst vond lykt af fiski. Ég sé um hrácfnið lika. Ég sé um allt. Það koma skip með hráefni. (Hreppsnefnd lýstur upp fagnaðar- ópi). KAP: Þið þurfið ekkert nema hirða gróðann. Við skiptum fiftififti. Ég er sanngjarn. Jói reynir að stöðva áform Kaps og ræðir hér við oddvitann: JÓI: Einn daginn vorum við sendir i þyrlum að leita uppi óvini i litlu sjávar- þorpi — með eldvörpur hlaðnar þessu eiturefni — við vissum varla hvað það var — við settumst á akurinn og geng- um fylktu liði inn i þorpið — að sumu leyti var það rétt eins og plássið okkar ... Fólkið safnaöist saman og sumir brostu til okkar og veifuðu og við heyrðum börnin syngja og jafnvel kom einhver með blóm — og svo var okkur gefið merki — skipun um að — ODDVITINN: (eftir nokkra þögn): Þú sannar ekkert með þessu, þú hefur ruglazt i riminu... kannski fengið sói- sting, Jói minn ... maður á ekki að lenda i svona veseni. JÓI: Þegar allir voru dánir ráfaði ég um ... ég kom að öskuhrúgu... út úr hrúgunni stóðu hendur ... hendur, sem krepptust utan um spiladós ... ég ætlaði að draga hana út úr hrúgunni ... en það voru bara hendurnar... og spiladósin — þessi sem ég held á hér r>R-rrtvndir — Ari Ktfetínsson- Stúlkan f rá My-Lai —strakurinn ur plássinu Fleur, stúlkan frá My-Lai og Óli, strákurínn úr plássinu, sem heldur vill veiða fisk en vinna i fabríkkunni. Þau eru ungir leikarar, nýútskrifuð úr skóla Þjóðleikhússins: FLEUR: Ef þú vildir .. ef þú gæfir mér að borða — ég er orðin pinulitið svöng... ef þú gæfir mér að borða, þá gæti ég i staðinn — ef þú vildir .. ÓLI: Hvað þá? FLEUR: Ég gæti kysst þig. ÓLI: Hu, þú þarft ekkert að gera i staðinn. FLEUR: En — mig langar til þess. ÓLI: Langar til að kyssa mig? FLEUR: Já. En kannski langar þig ekki til þess af þvi ég er handalaus. ÓLI: Þú kyssir ekki með höndun- um. -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.