Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. Nkomo ræðir við Castro lan Smith forsætisráðherra Ródesíu og Joshua Nkomo hinn útlægi leiðtogi blökkumanna þar í landi lýsa því nú báðir yfir að ekk- ert sé lengur um að ræða þeirra á milli. Saka þeir hvor annan um yfirgang og ofbeldi sem ekki verði svarað öðruvisi en í sömu mym. Nkomo mun nú vera staddur i Addis Abeba þar sem bú- izt er við að hann ræði við Castro Kúbuleiðtoga, sem þar er 1 opin- berri heimsókn. Da Costafallinn Portúgalska þingið felldi í gær rúmlega hálfsmánaðargamla stjórn Nobre da Costa við at- kvæðagreiðslu um stefnuskrá hennar. Voru það þingmenn sósíalista og miðdemókrata á móti henni. Kommúnistar sátu hjá en hinir svokölluðu alþýðudemókrat- ar greiddu stjórninni atkvæði sín. Portisch sigraði Portisch, Ungverjalandi, sigraði í Interpolis skákmótinu eftir að hafa gert jafntefli við Roman Dzhindzhind- ashvili í elleftu og síðustu umferð. Var hann með sjö vinninga. Timman frá Hollandi varð í öðru sæti með 6,5 vinninga og ísraelsmaðurinn með langa nafnið i þriðja sæti ásamt Huebner og Miles með sex vinninga. Spassky, Browne og Hort voru með 5,5 vinninga, og Larsen var í níunda sæti með5 vinninga. Danmörk: Spies vill hætta flugrekstrí sínum —vill samstarf við Tjæreborgarprestinn en ætlar sjálf ur að hætta störfumárið 1981 Simon Spies danski ferðaskrif- stofukóngurinn hefur ákveðið að hætta rekstri flugfélags síns Conair, þegar þær flugvélar, sem nú eru í reksti verða úr sér gengnar. Segir hann að möguleikar á rekstri risaþota hafi verið kannaðir en til þess hafi félagið ekki bolmagn nema með verulegri verðhækkun. Segir Spies, að ef ferðaskrifstofa hans og Tjæreborg rejser, en þær munu vera tvær stærstu dönsku ferðaskrifstofurnar, geti ekki unnið saman að flugmálum muni SAS eða annað stórt flugfélag koma til og yfirtaka hinn skandinavíska leigu- flugsmarkað. Nærri hálf milljón farþega ferði. . á vegum ferðaskrifstofu Spies á hverju ári og telur hann sjálfur að ekki verði hægt að auka þá tölu mikið úr þessu. Tilkynnt hefur verið að haust- og vetrarferðir muni hækka sem nemur tiu af hundraði. Simon Spies, sem lengi hefur verið í forustu í dönskum ferðamálum og hefur vakið athygli fyrir furðulegan lífsmáta og undarleg uppátæki hefur tilkynnt að hann muni hætta af- skiptum af rekstri ferðaskrifstofunnar árið 1981. Þá verður hann sjálfur sextugur og skrifstofan fyllir þá fjórðung aldar. Ekki hefur enn verið ákveðið hver tekur við af Spies. Simon Spies hefur brallað margt um aevina. Hingað til hefur hann þö veríð helzti keppinautur Tjæreborgar- prestsins I ferðamálunum I Danmörku. Nú óskar hann eftir samstarfi við hann um flugrekstur. KARPOV k NÚ UTLA VINNINGSMÖGULQKA —22. einvígisskákin f ór f bið og verður tef Id áf ram í dag Kortsnoj lentí I geigvænlegu tímahraki í 22. skákinni i heimsmeist- araeinvíginu, sem fór I bið í gær eftir 47 leiki. Lék hann góðri stöðu niður í allt að þvi tapaða, á örskömmum tíma, stuðningsmönnum sínum til mikillar hrellingar. Þegar leiknir höfðu verið 40 leikir fóru þeir flestir að tinast úr salnum, búnir að bóka ósigur áskor- andans. En skákin varekki búin. 1 42. leik varð Karpov illilega á i messunni og 5 leikjum síðar, er skákin fór i bið. var ekki ljóst hvernig hann ætlaði að sigra. Karpov lék kóngspeðinu i I. leik að vanda og Kortsnoj svaraði með Franskri vöm, í annað sinn í einvíginu. Þegar í 6. leik breytti hann út af 16. einvígisskákinni og lék leik, sem hann hafði margoft leikið fyrir einvígið. Karpov virtist vel undir hann búinn, kom með nýjung og fékk betra tafl. Fljótlega skiptist upp á drottningum og stöðuyfirburðir hvíts urðu enn greinilegri. Svartur hafði stakt peð á d5, sem virtist ætla að veröa höfuðverkur hans um ókomna framtið. En höfuðverkurinn hvarf fljótt. Í stað þess að leggjast I nauðavörn, fórnaði Kortsnoj peðin (a la Nimzovich) og fékk I staðinn mikilvæga bækistöð fyrir menn sina. En þá kom tíma- hrakið til sögunnar. Efnishyggju- maðurinn kom upp I Kortsnoj, sem sá fram á peðsvinning. Við það varð ridd- ari hans illa staðsettur og Karpov brunaði upp með d-peð sitt. Svarta staðan var komin í rúst og vinningur i augsýn hjá Karpov. En þá brást honum bogalistin, eins og áður sagði. Eflaust nagar hann sig nú í handar- bökin fyrir að hafa ekki sett skákina í bið eftir 40 leiki, en það ráðleggur fyrr- um kennari hans, Botvinnik, öllum að gera. 22. Einvígisskákin Hvítt: A. Karpov. Svart: V. Kortsnoj Frönsk-vörn 1. e4e6! Tilraunirnar með Pirc-vörnina og Caro Kann vörnina báru ekki árangur. Reyndar náði Kortsnoj jafn- tefli í báðum skákunum, en það var ekki byrjununum að þakka. Þaðer því horfið aftur að Frönsku vörninni, sem reyndist Kortsnoj svo vel í einvígi þeirra 1974. 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 exd5 5. Bb5 + Þannig varð framhaldið einnig í 16. skákinni. í einvígi þeirra 1974 lék Karpov hins vegar alltaf 5. 5. Rgf3 Rc6 6. Bb5 og allar enduðu skákirnar meðjafntefli. 5. <— Bd7 6. De2+ Be7 1 16. skákinni sætti Kortsnoj sig við örlitið verra endatafl eftir 6. — De7. t skákum sínum fyrir einvígið hafði hann yfirleitt leikið 6. — Be7, svo Karpov ætti að vera vel undir það búinn. 7. dxc5 Rf6 8. Rb3 Talið betra en 8. Rf3 — 0—0 9.0— 0 Bxc5 10. Rb3 He8 11. Dd3 Bb6 og staðan er jöfn. Þannig varð framhaldið m.a. i skákunum Minic’- Kortsnoj (Beograd 1964) og Beni- Kortsnoj (Luhachovice 1969) 8. — 0—0 9. Be3 He8 10. Rf3 í skák sinni gegn Kuzmin, í Sovét- ríkjunum 1973, náði Kortsnoj auðveldlega að jafna taflið eftir 10. 0—0—0 — a6 11. Bxd7 Rbxd7 12. Rh3 Rxc5! 10. — Bxc5 Á skákmóti í Moskvu 1971 lék Kortsnoj hér 10. — a6 gegn Parma. Eftir skákina kom hins vegar í Ijós að eftir 11. Bxd7 Rbxd7 12. 0—0 Rxc5, gat hvítur tryggt sér betri stöðu með 13. Rfd4! U.RxcS! Nýjung. Áður hafði aðeins verið leikið 11. Bxd7 Rbxd7.1 einvígi þeirra Larsens og Uhlmanns tefldist: 12. Rxc5 Rxc5 13. Db5! Hc8 14. 0—0 a6 15. Db4 He4 16. Dd2 og nú með 16. — Re6! telur Uhlmann stöðuna vera í jafnvægi. 11. - Da5+ 12. Dd2 Dxb5 13. 0- 0—0 b6 14. Rxd7 Rbxd7 15. Kbl Re4 16. Dd3. 16. Dxd5?? er svarað með fjölskylduskák á c3. 16. - Dxd3 17. Hxd3 Rdf6 18. h3. Hvitur hefur aðeins betri möguleika í endataflinu vegna veikleika svarts á d5. í hvítu stöðunni eru aftur á móti engir sjáanlegir veikleikar, svo svartur hefur ekkert til að herja á. Það virðist því nokkuð augljóst að hann verður í vörn næstu leikina. 18. - Rc5 19. H3dl Re6 20. c3 b5 21. Rd4 a6 22. Rc2 a5 23. Hd3 Hab8 24. Hhdl h6 25. f4. Nú var tími til kominn að láta til skarar skríða. Hvítur hefur komið ár sinni vel fyrir borð, hyggst nú vinna aukið landrými á kóngsvængnum og reka hina vel stæðu riddara svarts á flótta. Þó er þessi áætlun ekki gallalaus, eins óg sést á framhaldinu. 25. — Hbc8 Leikið eftir langa umhugsun. 26. g4. Hvað á svartur nú til bragðs að taka? Hann virðist vera kominn 1 stökustu vandræði með blessað d- peðið sitt. Hvitur hótar einfaldlega 27. g5 og það fellur fyrir borð. En Kortsnoj er ekki.af baki dottinn og finnur frábæra lausn á vandamálum sínum. 26. —d4! Frábær hugmynd. Kortsnoj fómar einfaldalega sinu staka peði og kemur því yfir á andstæðinginn!! Nú fær hann hinn mikilvæga d5-reit fyrir menn sína. Aðstoðarmaður Kortsnojs, R. Keene var yfir sig hrifinn af þessum leik og sagði hann vera i anda Nimzovich sáluga. Keene er einmitt mikill Nimzovich aðdáandi og hefur ma. skrifaðbók um meistarann. 27. cxd4 Ekkert annað kemur til greina. Ef 27. Bxd4 þá 27. — Rxf4 og ef 27. Rxd4? þá 27. — Rc5 og vinnur a.m.k. skiptamun. 27.-Rd5 28.HH b4. Það er Ijóst mál að svartur hefur rétt mjög úr kútnum eftir þessa peðsfórn sína. Timamunurinn var samt sem áður mikill. Karpov hafði notað 1 klst og 5 mínútur, en Kortsnoj 2 (!) klst. og 6 mínútur. Áskorand- inn hafði því aðeins 24 mínútur til að leika 12 leiki. 29. Bd2 He7 30. f5 Rg5? Tímahrakið er þegar farið að segja til sín. Kortsnoj fær augastað á peðinu á h3 og hyggst jafna metin hið snarasta. Við það lendir riddarinn hins vegar út úr spilinu og d-peð hvíts þýtur áfram. 30. — Rec7 var mun betra, en þannig tryggir svartur völd sin á d5- reitnum. 31. Re3! Rf6 Eða 31. - Rxe3 32. Bxe3 Rxh3 33. Bxh6! og hvítur hefur góða vinnings- möguleika. 32. d5 Rxh3 33. d6 Hd7 34. Rd5 Rxd5 35. Hxd5 Ha8 Staða Kortsnoj er nú orðin mjög slæm og voru fáir sem hugðu honum líf er hér var komið við sögu. Þar við bættist svo, að hann var orðinn mjög naumurá tíma. 36. Be3 Rg5 37. Bb6! Re4 38. Hfdl a4 39. H5d4 He8 40. Hxb4 Hxd6. Þar með var svartur sloppinn yfri tímamörkin og undir eðlilegum ring- umstæðum hefði hvítur leikið hér biðleik. Karpov var þó ekki á þeim buxunum, enda hafði hann teflt hratt hingað til og átti nógan tíma aflögu. 41. Hxd6 Rxd6. 42. Bc7? Af hverju ekki 42. Hxa4? Hvítur fær þá tvo samstæða frelsingja á drottningarvængnum, sem svartur virðist eiga allt annað en auðvelt með að ráða við. Nú fóru undarlegir hlutir að gerast á Filippseyjum.... 42. Hel + 43. Kc2 Re8! Vinnur leik, með því að setja á biskupinn. 44. Ba5 a3! 45. Hb8 He7 46. Bb4 He2+ 47. Kd3 Hér fór skákin í bið og lék svartur biðleik. Þrátt fyrir ónákvæmni hvits í 42. leik hefur hann enn nokkra sigur- möguleika, þótt ekki séu þeir miklir. Svartur hefur um tvo möguleika að velja: 47. —axb2, sem hvítur svarar best með 48. Bd2! og hið glæfralega 47. — Hxb2, þar sem svartur fórnar riddara sinum, en reynir í staðinn að ná uppskiptum á öllum peðum hvíts.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.