Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1978. 3 Haust Opið: Föstudag til kl. 7. Laugardag 9—12. Póstsendum. Laugavegi 69 simi 16850 Miðbæjarmarkaði simi 19494 Svarti September Eftir að hafa tekið við völdum 1. september og stjórnað í nokkra daga þar á eftir, hefur nýja vinstri stjórnin fengið á vörum almennings nafnið Svarti september. Ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar þykja sem sagt nokkuð dökkleitar og sumar svartar. Nægir að nefna það nýmæli, að sjálf rikis- stjórnin er farin að selja ferðagjaldeyri á svörtum og var tími til kominn, að svartur markaður yrði löggiltur hér á landi. Þá hefur stjórnin ákveðið að bjarga efnahagsmálunum með þvi að hækka verð á grammófónplötum upp úr öllu valdi og einnig „ýmsa hluti til listmálunar”. Ekki er þó víst, að þetta dugi til, og óneitanlega minnir það á söguna af kaupmanni úti á landi fyrir stríð, sem var að fara á hausinn. Greip hann til þess ráðs að hækka fimmaura karmellur upp í tvær krónur, en hann fórnúsamtáhausinn. Undarlegt þætti það fiskiskip mannað, þar sem aðeins einn af áhöfninni hefði komið á sjó áður, en þannig er það með ráðherrana okkar. Samt er Svarti september kominn á fulla ferð og sjóveikir viðvaningar teknir við stjórninni. Fum og fát er á útstíminu og stefnan óklár og enginn veit, hvort dallurinn slampast nokkurn tímann að landi. Ef menn athuga byrjendaverk stjórnarinnar i þessu Ijósi er von, að ýmislegt komi einkenniiega fyrir sjónir. Bezta aðferðin til að skoða ástandið er að lita á yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar um það sem hún ætlaði sér að gera og virða svo fyrir sér, hvað felst i fyrstu ráðstöfunum Svarta september. í samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna segir svo i upphafi máls: „Ríkisstjórnin mun leggja áherzlu á að draga markvisst úr verðbólgunni með því að lækka verðlag og tilkostnað..” Nýju ráðstafanirnar hófust með gengislækkun, sem þýðir um 17% hækkun á öllum vörum, sem fluttar eru til landsins. Hvernig þessi ráðstöfun leiðir til þess að „lækka verðlag og tilkostnað” er vandséð og naumast getur hún talizt markvissari en sum tilsvör Ólafs Jóhannessonar. Næsta stórákvörðun var fólgin í því að hækka svo til allt kaupgjald Rikisstjóm Ólafs Jóhannessonar. Vestri nefnir hana Svarta september. landsmanna. Ef einhver skilur hvernig sú ráðstöfun á að lækka tilkostnað í landinu, væri rétt að hann gæfi sig fram við ríkisstjórnina undireins, því vist er, að þar mundu fegnir menn taka á móti honum. Sjálfsagt væri vel þegið, ef hann hvislaði að þeim í leiðinni áður óþekktri aðferð til að stuðla að því að almenn kauphækkun lækki verðlag (markvisst). Það er því miður einfalt mál, að í fyrstu viku (Svarta) september hefur verið lagður grundvöllur að nýrri verðbólguöldu með þvi að lækka gengið og hækka samtimis kaup. Jafn- framt sjást sjónhverfingar, sem fela eiga verðbólguna í bili en breyta engu um það, sem gerzt hefur. Það er auðvitað verðbólga þótt Svarti september þykist gefa þjóðinni þriðju Db-mynd G.G.V. hverja kartöflu, sem hún étur, þegar kartöflurnar eru borgaðar með skatt- peningum sömu manna, sem þær éta. Slikir fimleikar eru hins vegar vel til þess fallnir að rugla vísitöluna og er það raunverulega allt sem hefur gerzt. Sjúklingurinn er sem sagt með háan hita en hitamælirinn vitlaus. Opnunartími verzlana — Akureyringar standa Reykvíkingum f ramar Ingjaldur (n. 4711—0637) skrifan Alveg finnst mér til háborinnar skammar þjónusta matvöruverzlana hér í Reykjavik, að þær skuli ekki hafa opnar kvöldsölur. Vil ég i þvi sam- bandi benda á að á Akureyri hafa flestar matvöruverzlanir opna lúgu til kl. 22.00 011 kvöld vikunnar. Er þetta mjög gott fordæmi og ótrúlega hentugt fyrir þá sem vinna fram yfir lokunartíma verzlana. Mér þykir furðulegt að Akureyringar skuli vera á undan höfuðborgarbúum til þessarna, þó svo að Reykvíkingarnir séu sjö sinnum fleiri. t gærkveldi lenti ég í þvi að mig vantaði nokkrar nauðsynjavörur, svo sem mjólk og brauð. í hálfan annan tíma ók ég á milli þeirra sjoppa sem ég sá opnar en án árangurs. Enga mjólk var að fá og þaðan af síður brauð. Hins vegar gat ég fengið nóg af kóki og öðru slíku góðgæti. Vil ég með bréfi mínu skora á mat- vöruverzlanaeigendur hér í Reykjavík að bæta þjónustu sína með kvöldsölu hið snarasta. Farið eftir góðu fordæmi Akureyringa. S SKOR Kr. 13.515, Kr. 13.515, ;------------------------------------------\ Vestri skrifar: Spurning dagsins Ætlar þú að taka slátur? Ingibjórg Sigfúsdóttir húsmóðir: Já, ég ætla að taka mikið af því. Ég hef gert slátur á hverju hausti í mörg ár. Mér finnst það ákaflega góður matur. Steinunn Jensdóttir húsmóðir: Já, ég hef húgsað mér það. Ég er ekki ákveðin i því hvað ég tek mörg slátur nú í ár. Slátur finnst mér vera góður matur.sér- staklega blóðmörinn. Ingibjðrg Þórormsdóttir húsmóðir: Já, ég býst við þvi. Ætli ég taki ekki tíu slátur. Ég geri slátur á hverju ári. Mér finnst mikil búbót að eiga það heima. Þorsteinn Guðmundsson kennari: Já, ég býst við þvi. Ætli það verði ekki þrjú slátur sem ég tek að þessu sinni. Já, ég geri slátur flest ár. Eg verð nú að segja að mér finnst lifrarpylsan betri en blóðmörinn. Hermann Ragnarsson blikksmiðun Já, ég reikna frekar með þvi. Venjulega höfum við tekið fimm slátur. Persónulega er ég hrifnari af lifrar- pyslunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.