Dagblaðið - 23.09.1978, Side 10

Dagblaðið - 23.09.1978, Side 10
10 BIAÐIB i. Skrifstofustjóii rttst|6m«r r AtU Stalnarsson og Ómai Útgafandfc DagbíaðWCh?.' Framkvasmdaatjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rltstjóri: Jórms Krta1|ánssa Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritsljómarfultrúfc Haukur Helgi Jóhannes ReykdaL Iþróttk; HaBur Sknonarson. AAstoóarfréttast; Valdimarsson. Handrit: Aagrimur Pilaaon. Blaðamenn: ÁnAi ÓJamaadM, JKSSVTJpfaaaon, Bragi Slgurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gtssur Slgurðs- son, GuðmundVir Magnúason, Halur HaBsson,' Hdgi Pétu/sson, Jórup Haraldsson, ólafur Gelrsaon, Óiafur Jónssor^ Ragnar Lér., Ra^MQur Kristjénsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pélsfpn. Ljósmyndln Ari Kriatkiseon Ami Péi Jóhanneeon, BJamlalfur BJamlelfsson, Höróur Vhjélmsson Ragnar Th. Slgujðsaon, Svelnn Pormóðasdn. SkrifstofustJóri:‘ólafur EyJÓHsson. GJaldkeri: Práinn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drotfing- arstjóri: Mér EJRÁ HaNdórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. AfgreiÓela, áskriftadaNd, augfýsktgar dffYfcHfsfðfur Þvortiotti 11. Aðaisimi blaðsins er 27022 (10 Knuri. Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagbiaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Siðumúla 12. Prentun ÁCVflku^ hf. SkeHunni 10. „HreinsunardeildinH Pólitískur refskapur eftir kosningar virðist skipta meira máli en úrslit kosn- inganna, segir Vilmundur Gylfason í kjallaragrein í Dagblaðinu í gær. Hann talar um afleiki forustu Alþýðuflokksins í refskákinni og véiklundaða framkomu. Alþýðuflokkurinn er skiptur í afstöðu til ríkisstjórnar- innar. Vilmundur og félagar hans í minnihlutanum hafa orðið að hafa sig alla við til að lenda ekki á þeim bás, sem Ólafur Jóhannesson hafði ætlað þeim. ólafur og Framsóknarflokkurinn sættu harðri gagn- rýni á seinni hluta síðasta kjörtímabils. Sú gagnrýni kom gjarnan frá ungum mönnum í eða í tengslum við Al- þýðuflokkinn. Oft hittu gagnrýnendur vel í mark. Þeir bentu á meingalla kerfisins, meðal annars í dómsmálum, og Ólafur var talinn forhertasti kerfiskarlinn. Þetta varð ein helzta orsök ótrúar á Framsóknarflokknum og fylgis- taps hans í kosningunum. Eftir kosningarnar hófst keppni í refskap, sem eðlilega leggst illa í Vilmund Gylfason. Ólafur Jóhannesson var snjallastur á því sviði. Með nokkrum leikfléttum tókst honum að leika sig úr kosningaósigri í forsætisráðherra- stöðu. Honum tókst einnig að tryggja Framsóknar- flokknum embætti dómsmálaráðherra. Vilmundur segir um þetta í grein sinni, að kosningaúr- slitin hefðu átt að þýða, að „skipt yrði um framkvæmda- aðila á þeim póstum, sem mestum deilum hafa valdið. Þannig hefðum við hinir haldið, að raunverulegt lýðræði gengi fyrir sig og að um það þyrfti ekki að deila.” Umræður um vinstri stjórn hefðu þó verið komnar svo langt, að þingflokki Alþýðuflokksins hefði ekki þótt stætt á því að láta þetta valda viðræðuslitum. Ólafur Jóhannesson ætlaði sér að sjálfsögðu að kné- setja þá, sem höfðu þyrlað upp gagnrýninni um hann. Þessum „þúfutittlingum” og „kauðum” ætlaði hann að koma fyrir, þar sem hann taldi þá eiga heima. Hann hafði hagað viðræðum um stjórnarmyndun þannig, að Alþýðuflokknum yrði illa stætt á að slíta viðræðum, þótt Framsókn héldi lykilstöðum. Gagnrýnendurnir áttu að verða tryggir á bás í þingflokki Alþýðuflokksins og hafðir til handauppréttingar, þegar ríkisstjórnin skipaði. Ólafur reyndi þessa formúlu sína til þrautar. Hann lét fjölmiðlum meðal annars i té yfirlýsingar um, að „hann hefði nú gleymt” fyrri gagnrýni þessara manna. Með öðrum orðum var hann að lýsa gagnrýnina ómerka, það hefði nú sannazt með aðild þessara sömu manna að stjórn Ólafs og forystu Framsóknar í lykilstöðum. Slíkt hefðu verið hörmuleg endalok á baráttu manna, sem höfðu hafið æskilega gagnrýni á meingalla kerfisins. Þessu gat sá hópur í Alþýðuflokknum, sem gjarnan er nefndur „hreinsunardeildin”, ekki unað. Hann reyndi að finna boðlega mótleiki við fléttum Ólafs Jóhannessonar. Vilmundur og nokkrir fleiri hreinsunarmenn tóku sér því stöðu, sem gefur þeim frjálsar hendur í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Sumir aðrir eru mjög beggja blands. Af þessu leiðir, að nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins munu verða í stjórnarandstöðu í fjölmörgum mikilvæg- um málum. Ummæli Vilmundar um, að hann „styðji ríkisstjórnina til góðra mála” eru orðrétt ummæli Bjarna Guðnasonar, þegar hann hóf andstöðu við fyrri vinstri stjórn. Vafalaust mun fólk fagna því, að ekki hefur verið stungið upp í þessa kerfisgagnrýni með öllu. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Ekki er allt gull sem glóir í skákinni Filfppseyjar: Nú eru liðnar um það bil tíu vikur isíðan heimsmeistarakeppnin í skák hófst á Filippseyjum. Farið er að ræða um kostnaðinn við keppnina. Eftir jsigurvímuna að lokinni ákvörðun Al- þjóðaskáksambandsins og þeirra keppinautanna Karpovs og Kortsnojs fer hann að skipta máli. Spumingin sem margir spyrja þar suður frá i Manila er þessi: Var sigurinn i keppni borga heimsins um að fá að sjá um heimsmeistarakeppnina þess virði að standa i henni? Sá maður sem fjármagnar þessa miklu keppni, Florencio Campomanes heitir hann, hefur neitað að gefa upp þá tölu sem hann býst við að verða að greiða. Kunnugir telja þóað reikning- urinn verði ekki lægri en tvær millj- ónir dollara eða jafnvirði rúmlega sex hundruð milljóna islenzkra króna. Daghlað i Manila höfuðborg Filipps- eyja hefur sagt að rikisstjórn landsins reikni með að þurfa að greiða þá upp- hæð vegna skákeinvígisins milli þeirra Karpovs og Kortsnojs. Þegar þetta er skrifað er Karpov með fjóra vinninga og Kortsnoj með tvo. Sigur vinnst, þegar annar hvor keppendanna hefur hlotið samtals sex vinninga. Eru þá jafntefli ekki talin með. Tuttugu og fjórum skákum er lokið og þar af hefur átján lokið með jafntefli. Marga grunaði það áður en keppnin hófst að fleira en skákkunn- átta mundi ráða þar ríkjum. Þeir Fil- ippseyingar sem fylgjast með skák- keppni stórmeistaranna segja bæði í gamni og alvöru að finna megi stjórn- málalyktina af skákmótinu. Sumir þeirra segja jafnvel að Filippseyingar hafi verið gabbaðir til að sjá um hlut sem engum sé fært að standa undir. Þeirrar spurningar er einnig sífellt spurt aftur og aftur á Filippseyjum: Flvað höfum við eiginlega út úr þessu? Er það nokkuð annað en nokkrar stór- fyrirsagnir i dagblöðum heimsins þar sem aðallega er spurt um skák en tæpast minnzt á Filippseyjar eða íbúa þeirra. Gagnrýnendur segja. að stjórninni hefði verið nær að eyða þeim fjármun- um, sem i skákeinvígið hefur verið varið, til að gera körfuknattleiks- ^ ~ Keppni þá sem halda á í Manila eftir nokkra daga betur úr garði en gert er. Þessar raddir eru þvi miður alls ekki lágværar á Filippseyjum. Jafnvel hefur það verið haft eftir forseta skák- félags eins á eyjunum. að hann vonaðist til þess að Marcos forseti ákvæði að slíta heimsmeistarakeppn- inni sem fyrst. Fjármununum væri betur varið til þess aðsjá ungu íþrótta- fólki frá Filippseyjum fyrir viðhlitandi keppnis- og æfingasvæðum. I grein í einu dagblaða Manilaborg- ar hefur margt verið sagt um heims- meistarakeppni þeirra Karpovs og Kortsnojs. Keppnisreglurnar eru þannig að sá sem sigrar hlýtur 350.000 dollara i verðlaun, hinn verður að láta sér nægja eitt hundrað og fimmtiu þúsund dollara. Fyrstu verðlaun eru jafnvirði rúmlega eitt hundrað milljóna íslenzkra króna en sá sem biður lægri hlut verður að láta sér nægja jafnvirði tæpra fimmtíu millj- óna. Þess eru jafnvel dæmi að áhrifa- menn í skáklistinni á Filippseyjum skori á stjórnvöld að stöðva keppnina áður en meiri fjármunum verði kastað á glæ. Raddir um að stöðva beri keppnina eru mjög háværar. Jafnvel er það svo að forráðamenn filippinskra skák- manna hafa stungið upp á þvi að hvor keppandi i einvíginu fái eitt hundrað þúsund dollara eða rúmlega þrjátiu milljónir íslenzkra króna. Þvi er haldið fram á Filippseyjum að þessi margumtalaða skákkeppni milli heimsmeistarans Karpovs og áskorandans Kortsnojs sé ekki orðin annað en leiðinlegur skripaleikur. Reiðir Filippseyingar telja skákkeppn- ina ekkert annað en skrípaleik, sem ekki sé sæmandi Filippseyingum að standa fyrir. Þessi keppni kostar landsmenn milljónir og aftur milljónir. Filippsey- ingar telja aftur á móti. að stórmeistar- arnir tveir hafi aldrei sýnt þann styrk- leika sem sýna þurfi til að vera fram- bærilegur I jafn mikilvægt skákmót og keppnina i Manila. Þegar rætt er um kostnaðinn vegna heimsmeistaraeinvigisins og hugleidd- ar eru tölur sem gefnar hafa verið upp af stjórnvöldum á Filippseyjum þá verður að taka fram. að ekki eru taldir með þeir fjármunir sem fóru I að reisa hina mikilfenglegu höll þar sem skák- mótið fer fram. Reyndar væri það ekki réttlætanlegt því ákveðið hafði verið að byggja hótelið og ekki eru neinar horfur á að það hefði ekki orðið þó segja megi að byggingunni hafi verið nokkuð flýtt. Fjáröflunaráform sem rætt var um áður en keppnin hófst, hafa flest runnið út i sandinn. Auglýsingar áttu til dæmis að vera mikill tekjuliður og var rætt um að jafnvel mætti koma fyrir nokkrum slíkum á skákborðinu. Ekkert varðþóaf því. BBC, brezka útvarpið. hafnaði til- boði um einkarétt á sjónvarps- og út- varpsefni á þeim grundvelli að það svaraöi ekki kostnaði. Fór þar drjúgur biti fyrir litið. Hvort einhver annar aðili hefur tryggt sér þessi réttindi er ekki ljóst. Enginn aðili sem stendur nærri heimsmeistarakeppninni vill tjá sig um málið. Mikil takmörk eru þó á sendingum sjónvarpsmynda - frá keppnisstaðnum og þvi mjög liklegt að tekizt hafi að selja réttindin. Filippsey- ingar hafa átt erfitt með að sætta sig við þær deilur sem stöðugt hafa verið milli keppinautanna, þeirra Karpovs og Kortsnojs. Finnst þeim mörgum. að deilur um fána og önnur aukaatriði varðandi skákeinvígið hafi sett blett á keppnina.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.