Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. 2 ÞO ERT EKKI í RÉTTI ÞÓ ÞÚ SÉRT í RÉTTI — ef einhver hleypur fyrir ökutæki þitt og slasast - Hvað VÍ/tli vita? Haraldur spyn Vinur minn einn lenti í því óláni að aka á barn sem hljóp skyndilega fyrir bilinn hjá honum. Barnið slasaðist þvi miður og þurfti að liggja inni á spitala I nokkra daga. Seinna fær tryggingarfélagið reikning frá sjúkrasamlagi um að það eigi að greiða sjúkrahússlegu barns- ins. Ökumaður bilsins fær reikning frá tryggingarfélaginu um að hann eigi að greiða sjálfsábyrgð að upphæð kr. 15.000. Nú er það barnið sem hleypur fyrir bilinn og ökumaður gjörsamlega saklaus, ekkert sem bendir á óaðgæzlu hans. Hvernig stendur á þvi að öku- maður og tryggingarfélag eigi að greiða þetta þar sem þeir eru þarna i „fullum rétti". SVAR: í 67. gr. laga um umferðarlög segirm.a.: „Nú hlýzt slys eða tjón á mönnum eða munum af skráningarskyldu, vél- knúnu ökutæki í notkun, og er þá þeim. sem ábyrgð ber á ökutækinu, skylt að bæta það fé, enda þótt slysið eða tjónið verði eigi rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni öku- manns.” Þar sem bifreiðin er tryggð hjá við- komandi tryggingarfélagi á það að greiða tjón það sem bifreiðin veldur og ökumaður 15.000 kr. isjálfsábyrgð. Réttur gangandi fólks er mikill I umferðinni eklti sizt þegar um börn er að ræða. Samkvæmt öllum reglum og ráðagerðum eiga ökumenn að hafa vit fyrír gangandi vegfarendum. Myndin sýnir glöggt hvernig slys geta orðið. DB-mynd Sv.Þ. Hvar eru hin hýreygu sprund? ...og götuskóm Kr. 8.990/- Póstsendum 0840—8343 spyn Hvað er eiginlega orðið af hinum gullfallegu lögreglu- konum sem oft mátti sjá á götum borgarinnar við störf? Eru þær hættar að vinna i lögreglunni eða hvað? Það er langt siðan ég hef augum litið þau hýru sprund. Hvað veldur? SVAR: Það fer lítið fyrir sex konum i 250 manna karlahóp. Þessar sex lög- reglukonur eru i ýmsum sérstörfum og verkefnum og þar af leiðandi ekki mikið á götum úti. Rannsóknarlög- reglumenn rikisins eru með tvær . þeirra og tilheyra ekki undir embætti lögreglustjórans í Reykjavik. Ein er að liðsinna skólabömum borgarinnar i umferðarfræðslu. Fjórða er i eftirlits- ..bifreiðum lögreglunnar. Og fimmta og sjötta eru í slysarannsóknardeild lög- reglustjórans. Við vonum bara að þeim fjölgi svo við getum séð þær „spásséra" á götum borgarinnar í nán- ustu framtið. Ætl þesrí Htía Jönukooa” elgi ekki efllr að handsama bófa og ræningja og koma þeim I hendurnar á fógeta? Hver veit. HVERNIG ER HÁRGEIÐSLU- NÁMIHÁTTAÐ? Etn utan af landi spyn M'tg langar að vita svolitið um hvemig hárgreiðslunámi er háttað. Mig langar til að fara í Iðnskólann i Reykjavtk. Hvaða bóklcgar greinar eru kenndar i þeim skóla? Eru verkleg kennsla i skólanum? Útvegar skólinn nem. vinnu á stofu? Hvað tekur námið mörg ár? Er hægt að taka hár- skurðeftir hátgreiðslunám? SVAR: Það er kannski seint aö spyrja að þessu núna þar sem flestir skölar eru að byrja, en betra seint en aldrei. Til að komast í hárgreiðslunám þarftu að hafa lokið gagnfræðaprófi, lands- prófi eða gmnnskólaprófi með tilskild- um lágmarkseinkunnum. (í samræmd- um greinum þarftu að hafa lágmark 16 samanlagt, en 5,0 i aöaleinkunn úr landsprófi). Bóklegar greinar eru enska, danska, reikningur, efna- og eðlisfræði, frihendisteikning og svo faggreinar. Fyrst er níu mánaða nám, sem skiptist i bóklegt og verklegt, og eftir það eiga nemendur að fara á stofu, þar sem þeir eru i eitt ár hjá meistara. Siðan er sezt aftur á skólabekk, i 3. áfanga, svokallaðan, og þá er svo til eingöngu verkleg kennsla, en að auki teikning og islenzka. Siðan eru nem- endur i 3—4 mánuði hjá meistara, áður en sveinspróf er tekið, en i allt er þetta 3 ár sem námið tekur. Skólinn er ekki skyldugur að aðstoða nemendur við að komast á hárgreiðslustofu, en gerir hvað hann getur. Á fyrstu mán- uðunum (2. áfanga) ferðu bæði í gegn- um hárgreiðslunám og hárskurð og getur þá valið hvora námsgreinina þú kýst heldur. Þú getur lært hárskurðinn sérstaklega cftir hárgreiðslunámið, og tekur það þá 4 mánuði i skólanum, en ekki tókst mér að fá upplýsingar um hvað þú þyrftir þá að vera lengi hjá meiátara. Guójón H. Pálsson. Ri K /js s 7JÓRW//Y TRÆtZS? b?<'V^'>£>/'’0 '*!£> STVO'O F/)OGi£/S/$7/'/0/9/v Hjsý V/rVrU&, Avs d!ú V ypc/ct/Æ Æ/vvavvst- 7/'/t//y/v s'T'yT??? / / o 1 ^ Obi i 1 c J ? fyO 071 sY / / / } /yvoí b, irse'l 7T~ t * h

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.