Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 8
Rosalynn Carter, eiginkona Bandarikjaforseta, tekur virkan þátt i störfum manns sins. Hér er hún með þeim Sadat Egypta- landsforseta og Begin forsætisriðherra tsrael. Vestur-Þýzkaland: Skæruliðar teknir eftir skotbardaga Vestur-þýzka lögreglan handsamaði i gaer tvær manneskjur sem grunaðar eru um að vera skæruliðar. 1 átökum við handtökuna féll einn lögregluþjónn annar særðist alvarlega. Komið var að þrem manneskjum þar sem þær voru að æfa skotfimi i skóglendi suður af borg- inni Dortmund. Tveir náðust eftir að hafa vcrið særðir en þriðji félagi þeirra komst undan. Mikil leit stendur yfir að honum en ekki hafði hún borið árangur i morgun. Talið er að hinir handteknu séu Angelika Speitel 26 ára og Michael Knoll. Var sagt i morgun að hinn síð- arnefndi væri illa haldinn af sárum sinurn. Var gefin út handtökuskipun á hendur honum eftir að fingraför hans fundust i ibúð í Dusseldorf þar sem einn skæruliðanna Willy Peter Stoll hafði bú- ið. Stoll var skotinn til bana i átökum við lögregluna hinn 6. þessa mánaðar. Angelika Speitel, sem vitað er að var félagi Stoll er grunuð um að hafa meðal annars tekið þátt í morðinu á Siegfried Buback opinberum ákæranda, sem framið var i fyrra. Ekki er þó enn búið að ganga að fullu úr skugga um að kon- an sé Speitel þar sem engin fingraför höfðu verið tekin af henni áður. DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. Vonir (fm að Saudi-Arabía fallist á sam- komulagið —Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna gef ur Carter skýrslu um f erð sfna f dag Cyrus Yance utanrikisráðherra Bandarikjanna er nú snúinn aftur til síns heima eftir að hafa rætt við for- ustumenn í Jórdaníu, Saudi Arabiu og Sýrlandi og reynt að fá þá til að fallast á samkomulagið, sem gert var í Camp David. Bæði Jórdania og Saudi Arabía tóku kuldalega á móti ráðherranum og hafa einnig lýst yfir óánægju með sam- komulagið. Assad Sýrlandsforseti var varla búinn að slita fundi með þjóðar- leiðtogum þeirra Arabarikja sem harð- asta stefnu hafa gagnvart ísrael, þegar bandaríski forsætisráðherrann kom til Bagdad. Kunnugir telja þó að ekki sé ráðlegt að taka of mikið mark á opinberri af- stöðu ríkjanna til Camp David sam- komulagsins. Utanríkisráðherrann sagði sjálfur að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar. Talið er að hann hafi fengið Assad Sýrlandsforseta til að fallast á að hafa áfram náið samband við Bandaríkjastjóm um mál er varða Miðausturlönd. Nokkur von er talin til þess að Saudi Arabiu stjórn fáist til að styðja Camp David samkomulagið þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Talið er fullvíst að Hussein Jórdaníukonungur muni taka mikið tillit til afstöðu Saudi Arabiu og vitað er að hann hefur full- an hug til að ná samkomulagi við ísra- el. Ekki er búizt við að Assad Sýrlands- forseti muni breyta afstöðu sinni skjót- lega, til þess var yfirlýsing hans og leiðtoga Alsir, Libýu, Suður Jemen og PLO samtaka Palestinumanna alltof harðorð. Fulltrúar Vance utanrikis- ráðherra að þó hafi verið mjög gagn- legt að Assad fengi greinilegar útskýr- ingar á samkomulaginu i Camp David á milli þeirra Begins forsætisráðherra Israel og Sadats forseta Egyptalands. ÞURFTU SKRIFLEGT LEYFI CARTERS TIL AÐ YFIRGEFA CAMPDAVID Carter forseti Bandaríkjanna var ákveðinn í að láta ekki Camp David við- ræðunum Ijúka án þess að ná ein- hverjum árangri. Að sögn tímaritsins Newsweek skipaði hann svo fyrir á ell- efta degi viðræðnanna að Sadat Egypta- landsforseti yrði ekki fluttur á brott i' þyrlu nema samkvæmt skriflegri hcimild. Skipaði Bandarikjaforseti þeim Vestur-Þýzkaland: Tékkneskir flug- ræningjar fyrir dóm Tveir fyrrverandi starfsmenn tékkn- eska flugfélagsins CSA komu fyrir rétt i V-Þýzkalandi nýlega, en starfs- mennirnir rændu vél félagsins í fyrra ogsneru henni til V-Þýzkalands. Hin ákærðu, Vlastimil Toupalik, þrítugur flugumferðarstjóri, og unn- usta hans Ruzena Vlckova 22 ára, báðu um hæli sem pólitiskir flótta- menn eftir að hafa rænt vélinni sem var í innanlandsflugi í Tékkóslóvakiu. Það kom fram í réttinum í gær, að þau notuðu byssu til þess að þröngva flugmanninum til að breyta um stefnu og hann lenti á alþjóðaflugvellinum við Frankfurt. Toupalik otaði byss- unni að áhöfninni á meðan unnusta hans gætti 22 farþega. Dómarinn neitaði að láta málið niður falla aðósk verjanda Tékkanna, sem hélt þvi fram að ekki væri hægt að flytja málið, þar sem nauðsynleg vitni fengjust ekki frá Tékkóslóvakíu. Lög- reglan i Frankfurt sagði að báðir flug- ræningjarnir hefðu starfað í þjónustu CSA á jörðu niðri i Tékkóslóvakíu. Cyrus Vance utanríkisráðherra sínum og Zbigniew Brezezinski ráögjafa sínum að sjá svo um að Sadat hyrfi ekki á braut. Samkvæmt heimildum Newsweek á Sadat að hafa sagt við F.zer Weizman varnarmálaráðherra Israel að fundurinn væri að leysast upp. Frétti Carter for- seti af þessum ummælum daginn eftir og er þá sagður hafa gefið þessi fyrirmæli ef ,vo skyldi fara að Sadat hygðist yfirgefa Camp David. Bretland: Fundu riffla í spænsku skipi Brezka lögreglan og tollverðir réðust í gærkvöldi til uppgöngu í spánskt flutningaskip, sem var í höfn í Suður-Englandi. Við leit fundust tæplega þrjú þúsund kraft- miklir sjálfvirkir rifflar. Sú skýring var gefin, að rifflarnir ættu að fara til Spánar en skipiö hafði lestað þá i Belgiu. Siðasti áætlunarstaður skipsins er ætlaður að vera Suður- Afríka. Herinnræðstá skæruliða íMósambik Her Ródesíustjórnar hefur aö undanförnu oft farið inn fyrir landamæri Mósambik og ráðizt þar á stöðvar skæruliða. Hafa Ródesíumenn lent nokkru sinnum í átökum við her Mósambik en þeir segjast eingöngu vilja klekkja á skæruliðum, sem búið haft um sig innan landamæranna en ráðizt síðan inn i Ródesiu og fremji hermdarverk. Reiðir andstæðingar keisarans i Íran hera lik faUinna félaga sinna i opnum kistum. Miklar óeirðir hafa verið þar i landi að undanförnu og hafa bæði íhalds- samir múhameðstrúarmenn og umbótasinnar snúizt gegn keisaranum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.