Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaðí Taxti Meistarafélags hárskera sniðgenginn: KUPPING ALLT AÐ 300 KRONUM DÝRARI Stofa Barn 7 ára Kona Karl Þurrkun Fígaró 1000 1775 1625 582 Pétur Guðjónsson Skólavörðustíg 10 1156 1500 1435 Rakarastofan Klapparstíg 1350 1890 1630 1332 Hafnarstræti 8 1001 1780 1280 582 Hársnyrting Villa Þórs 1160 1800 1435 582 Njálsgata 11 1000 1280 1280 Taxti Meistara- félags hárskera 1001 ekki til 1280 582 Bæði Pétur og rakaramir á Njálsgötu sögðu að þegar búið væri að klippa hárið væri það orðið þurrfog þyrfti þvi ekki blástur. Verö á hárklippingu i henni Reykja- vík virðist vera mjög misjafnt þó aö Meistarafélag hárskera hafi gefið út verðskrá sem að minnsta kosti sumir rakarartelja sérskyltað fara eftir.Aðrir telja aftur skrána sem lágmark þess sem setja má upp og með því að bæta við blástursvökvum, hárúðum og guð Þessi mynd er tekin á Rakarastofunni á Kiapparstfg en þar er klipping dvrust samkvæmt lauslegri könnun okkar. DB-mynd Hörður. veit hverju, án þess að spyrja við- skiptavininn, hækkar verðið talsverð. Við lögðum eftirfarandi spurningu fyrir menn á 6 rakarastofum í Reykjavík: Ef hjón kæmu inn með 7 ára barn og létu klippa sig, hvað kost- aði klippingin fyrir hvert þeirra? Ef frost væri úti og fólkið bæði um að hárið yrði þurrkað án þess þó að það yrði liðað hversu mikið i viðbót kost- aði þetta þá? Svörin sem við fengum voru anzi misjöfn. Samkvæmt taxta Meistarafélags hárskera kostar hárvatn 155 krónur, næring 397, lagningarvökvi 196 og hárúði 155. Er þvi mjög skrýtið hvernig sumir hárskerar fá út verð það sem þeir setja upp. DS. BÆÐI0G EN EKKI ANNAÐHVORTEÐA Ester Sigurðardóttir hringdi og benti á að í uppskrift sem birtist I blað- inu á miðvikudag hefði verið ein villa. Þar stóð að nota ætti einn og hálfan dl af hvítvini eða safa úr tveim appel- sinum. Hið rétta er að bæði átti að nota hvítvinið og appelsínusafann. ca 100 gr smjörlíki 1 laukur, meðalstór 200 gr sveppir 1 lárviðarlauf, steinselja (ef vill) 1 1/2 dl hvítvín og safi úr tveim appel sinum I msk hveiti út I 1 dl rjóma. Rétt er uppskriftin þá svona: Einn vel stór kjúklingur Raddir neytenda NY SVIÐ OG ROFUR 1 dag skulum við sjóða okkur ný svið og rófur. Tilvalið er að sjóða svona helmingi meira en borða á og búa svo til sultu úr afganginum. Sviðin kosta núna 1219 krónur kílóið en einnig fylgir einn haus með I slátri. Soðin svið Áætlið að minnsta kosti hálfan haus á hvern fullorðinn mann í heimili. Leggið sundursagaða hausana í kalt vatn í nokkra tíma. Takið heilann úr og burstið og skafið sviðin. Raðið þétt í pott oghellið vatni yfir. Saltið (hálf til ein tsk í lítra af vatni). Þegar sýður veiðið froðuna ofan af. Takið dálítið af soðinu eftir svo sem klukkutíma og hleypið upp á þvi í öðrum potti og setj- ið rófurnar í. Sviðin eiga að sjóða í klukkutíma til einn og hálfan og róf- urnar i hálftíma. Sviðin eru bæði góð köld og heit og ýmist með rófunum heilum eða rófustöppu með örlitlu af sykri og salti. Sviðasulta Takið afganginn af sviðunum strax á meðan þau eru heit og brytjið niður 1 jólakökuform (víða má fá álform sem eru ódýr og fer lítið fyrir). Hellið 2—3 msk af sviðasoðinu út á og látið standa þar til þetta verður kalt. Sumir leggja létt farg á sultuna en persónulega finnst mér ekki þörf á því, hún hleypur samt. Ýmist má frysta sultuna i mót- inu (hentugt ef um álmótin er að ræða) eða losa hana úr og vefja í plast. Mataruppsknftir Tií þess að hin fjölbreytta GOÐA-jmmleidsla komi neytendwn iÖ sem hestum notum höfum við nú hafið útgáfu uppskrifta. ^ Og tilaðauðvelda húsmœðrumað halda þessari útgáfu tilhaga er fáanleg lausblaðabók jyrir þcer. Það sem áðurhejur komíð út, verður endurprentað smáttog smátt, þannigað það falli inn í safnið. RÁÐ og RÉTTIR eiga erindi til allra þeirra er kunm að meta góðan mat. Spytjið um Rað og rétti í nœstu matvörubúð Afurðasala Kjötiðnaðarstöð Kirkjusandi sími-.86366 Hvítbukspylsa með spínati og gvdrótum 500 g GOÐA-pylsa, t.d. Óðals- eða Reykt Medister I lítið hvítlauksrif 1 msk smjör 150 g ostur 2 msk steinselja spínat gulrœtur Ef miðað er við að hver fullorðinn borði hálfan haus af sviðum i mál og 100 gr af rófum kosta sviðin ca 600 krónur og rófurnar 33 krónur á mann. Alls er því máltiðin á 633 krónur á mann. DS Greiðsla fyrir plast- poka f matvörubúðum: „Nánasar- legir við- skiptahættir” — segir Frjals verzlun „Viðskiptavinir matvöruverzlana hafa margir komið að máli við blaðið og bent á afskaplega hvimleiðar til kynningar, sem blasi við þeim þegar komið er að búðarkössum og vörur eru greiddar. Þar er tekið fram að við- skiptamönnum sé ætlað að greiða fyrir jafnsjálfsagða hluti og plastpoka undir vörur, sem keyptar eru í verzluninni. Gjaldið í þessu sambandi er smámun- ir, en spurningin snýst fyrst og fremst um hugarfar kaupmanna og þjónustu. Kaupmenn verða að gæta að stöðu sinni í almenningsálitinu. Að þeim er hart sótt úr ýmsum áttum og óvægi- lega. Þeir viðskiptahættir, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni eru ná- nasarlegir og spilla aðeins fyrir áliti kaupmannastéttarinnar.” Þannig er komizt að orði í nýjasta tbl. timaritsins Frjáls verzlun. Neyt- endasíðu DB virðist þessi ábending bör^^eku^mdiHianæ^^^^G^I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.