Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. IsleofMan: Þeir trúa meira á ferðamenn en skatta FEGURSTI GflRÐUR- INN FANNST EKKI ísfirðingar kusu engan garð fegurstan sætið. Var því ákveðið að velja nokkra hjá sér að þessu sinni, nefnd á vegum garða sem við greina komu og fjórir Garðyrkjufélags ísafjarðar lauk störfum garðar fengu síðan viðurkenningu. án þess að geta bent á neinn garð í 1. Fjölmennt og góðmennt á Hótel Húsavík „Við trúum ekki á það fyrirbæri, skattana,” sagði fulltrúi þeirra eyjabú- anna á Isle og Man á dögunum, þegar hann skrapp til íslands til að kynna hérlendum ferðamöguleika til þessarar eyjar, sem byggð er af fólki, sem margt hvert virðist af sama bergi brotið og við. Og hver er svo þessi Man-eyja? kunna menn að spyrja. Eflaust vita flestir að hún er einhvers staðar innan um brezku eyjarnar. Nánar til tekið er hún milli trlands og Englands. Eyjan hefur á góðri islénzku verið kölluð Mön. Þar búa 50 þús. manns, en á sumrin margfaldast ibúafjöldinn með tilkomu ferðamannanna, sem flykkj- ast þangað. Á eynni eiga margir efnamenn frá Evrópu og Ameríku lögheimili og greiða skatta, sem er sniðug ráðstöfun þar sem Manarbúar trúa ekki á mikla skatta. Þeir setja hæstu mörk skatta við 20% og eru að lækka þessa dagana niðurí 19%! Verðlag allt á Mön er mjög heilbrigt fyrir ferðafólkið, hvort heldur eru' hótel, veitingahús, bílaleigur eða ann - að. Þar er margt að sjá, og þá trúlega ekki síður fyrir tslendinga, því víking- arnir komu iðulega við á Mön, og sumir þeirra vildu ekki snúa til baka frá slíkum sælureit, en ilentust þar. Mörg nöfn minna mjög á Island, hæsta fjallið heitir t.d. Snæfell, og þinghald þeirra Manarbúa heitir Tyn- wold, eða Þingvöllur. Á næsta sumri verður þingið 1000 ára gamalt, og verður þá mikið um dýrðir. Fulltrúar eyjarskeggja komu hingað fyrir nokkru og fengu ýmsar nytsamlegar upplýsingar um hátíðahaldið á 1100 ára afmæli Alþingis. Ferðaskrifstofumenn kynntu sér á dögunum aðbúnað allan og verðlag á Mön og ættu þvi að geta ráðlagt fólki, ef það ætlar að hitta fyrir þessa „frændur” vora á írlandshafi. JBP „Nýtingin á hótelinu hefur verið með eindæmum jöfn og góð í sumar,” sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri, þegar Dag- blaðið ræddi við hann. Einar kvað marga góða hópa hafa gist hótelið í sum- ar. Þar væri m.a. að minnast hóps frá BBC, sem kvikmyndaði Út í óvissuna, eftir Desmond Bagley. Voru teknar inni- myndir í Hótel Húsavík, en i myndinni mun eitt atriði gerast á Hótel Varðborg á Akureyri. Norðurlandaráðstefnur hafa verið tíð- ar, Seðlabankastjórar, ríkisskattstjórar, öryggismálafræðingar, Bílgreinasam- bandið og framleiðendur Sambands- frystihúsanna, auk ritstjóra erlendis frá, allir hafa þeir þingað á Húsavík. Einar kvað hótelið nú gefa góðan af- slátt og bæklingur með tilboðum um ferðapakka til Húsavíkur væri kominn út. •JBP Munaður,—eða hvað? Það er margur lúxusinn, — reyndar er það umdeilt hvað talizt getur til munaðarvöru nú til dags. Flest vi[ðist talið til brýnustu lifsnauðsynja. Eitt af þvi sem flokkað var með munaðinum á dögunum, þegar vörugjald var hækkað á nokkrum vörutegundum, voru ljósmyndafilmur og annað slíkt, enda þótt mynda- vélarnar sjálfar teldust ekki með i þvi dæmi. Filmuverð þótti dýrt hér á landi, en nú keyrir um þverbak. Vonandi haldax mennþó áfram aðljósmynda og i tilefni af þvf minnum við á ljósmyndasam- keppnina okkar, Sumarmynd DB ’78. Siðustu forvöð til að skila myndum i keppnina er i lok mánaðarins, þ.e. f vikulokin. Myndin sýnir unga konu virða fyrir sér girnilegan búðarglugga með úrvaii af Ijósmyndavörum. CASIO - umboðið Bankastræti 8 - Sími 27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.