Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. 25 Þessi mynd er sögö einkennandi fyrir Snowdon, þar sem hann setur þau mæðgin i fallega og rómantiska uppstillingu. Anna prinsessa og sonurinn Peter á afmælisdegi prinsessunnar. Anna prinsessa og sonurinn Tólf toppstjörnur svara —Hvað finnst þér mest „sexý” við konur? Tólf af stærstu stjörnum í Holly- wood voru spurðar um það á dögun- um hvað þeim fyndist mest aðlaðandi og kynæsandi við konur. Eins og við var að búast svöruðu stjörnurnar mis- jafnlega en svör þeirra koma hér á eftir. Táningastjarnan Shaun Cassidy, sem er virt sjónvarpsstjarna i Banda- rikjunum, segir eftirfarandi: Mér finnst kvenmaður sem hefur að bera náttúrulega fegurð og kemur fram eins og hún er en ekki með glingur og drasl utan á sér mest spennandi. Grinleikar- inn Bob Hope sagði að hann liti aldrei á neina sérstaka hluti á kvenmanni heldur tæki hann eftir henni allri og dæmdi eftir því. Meinar hann þá bæði útlit og persónuleika. Robert Guill- ame, sem leikur I amerískri sjón- varpsseríu, segir að það eina sem hann dæmi konu eftir sé hvernig mat hún búi til því matur er það bezta sem hann fær. Leikarinn Ted Lange segir um konur að hann meti þær eftir hegðun þeirra og persónuleika og hvernig þær beri klæðnað sinn. En föt finnst mér ekki gera konu neitt „sexý” nema í einstökum tilfellum og það er ef hún hefur rétta framkomu í réttum fötum. David Doyle, stjarnan úr myndinni Carlie’s Angels, sem unnið hefur með þrem af glæsilegustu stúlkum í heimi, játar að kvenmenn séu duglegir að taka hann á sálfræðinni. Likami konu og ákveðin skoðun gerir hana „sexý” fyrir mig. Söngstjarnan Engilbert Humperdinck segir að margar konur séu „sexý” i hans augum. Ég finn yfir allt útgeislun þeirra og lokkandi fas. Sumar konur hreyfa sig á ákveðinn hátt sem gerir það að verkum að þær verða meira aðlaðandi. Richard Burton, sem nú skemmtir sér í þriðja hjónabandinu, svarar: Hver kona með andlegan mjúkleika og skemmtilega framkomu, hvaðan sem hún eraf jörðinni. Robert Blake segir að hann sé alltaf að læra eitthvað nýtt hjá konum í hvert sinn sem hann fer með þeim út. Mér líkar vel við konur en ég vildi ekki vera kona sjálfur. Robert Hegyes segir að augu kvenna og framkoma, bæði andleg og likamleg, sé það sem geri konur „sexý” í hans augum. Jimmy Walker, sem leikur I sjónvarpsþáttum I Ameríku sem nefnast Good Times, segir að klæðnaður geti skipt kvenfólk miklu máli. Mér líkar þegar kvenfólk er vel klætt, með sítt hár og örlitla málningu í andlitinu. Lawrence Piess- mann segir að það sem geri konu „sexý” sé það sem hún segir. Martin Mull, frægur leikari í Bandarikjunum, segir að mikið málað kvenfólk og það sem borgar fyrir sig sjálft á veitinga- húsum sé mest „sexý” fyrir hann. Misjafn er smekkur manna, það sjáum við á þessum svörum, og auðvitað er það sem betur fer fyrir kvenþjóðina. Nú vitum við sem sagt hvað þessir herramenn hafa að segja um kvenfólk. Reyndar getur eins verið að þeir hafi allir verið að grínast og ekkert meint með þessum svörum. En við skulum vona samt sem áður að eitthvað sé til i svörum þeirra því að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ted Lange Martin Mull Robert Blake Jarlinn af Snowdon, Tony Arm- strong Jones, er ekki lokaður úti frá góðum félagsskap, þó svo að hann hafi staðið í skilnaði við Margréti prins- essu. Það sýna þessar myndir sem Snowdon tók fyrir stuttu fyrir utan heimili Önnu prinsessu og Mark Philips. Snowdon hefur gert sér það til gamans síðan hann skildi, að taka myndir og þar á meðal af kóngafjöl- skyldunni. Myndirnar af þeim önnu, Mark Philips og syninum Peter, (en hann hefur ekki neinn titil), voru teknar á afmælisdegi prinsessunnar, er hún varð 28 ára. Sonurinn Peter Philips verður ársgamall þann 15. nóvember. í staðinn fyrir titil þann, sem Mark Phiíipsvillekki nota, munu hann og sonur hans einungis nota herra. ENDURSKIIMS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ alS stij^a á rétUi hnappana - enda aoSvelt meí olivelli m skólaritvélinni. Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu 121 Reykjavík Simi 28511

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.