Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.09.1978, Blaðsíða 5
5 \ DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1978. Fundur stundakennara íHÍ íkvöld: Alvaríeg vinnudeila í uppsiglingu? í kvöld halda stundakennarar i Há- skólanum með sér fund og ræða launamál sín. Svo sem frá hefur verið greint i DB hafa stundakennarar um hrið átt i kjaradeilu við Háskóla Islands. fjármálaráðuneyti og mennta- málaráðuneyti. Hafa þeir m.a. látið i það skína að ef ekki takist sættir kunni þeir aðboða verkfall. Viðræður hafa staðið yfir undan- farnar vikur og á fundinum í kvöld taka stundakennarar afstöðu til til- boðs sem ráðuneytin hafa komið fram til lausnar deilunni. Fremur er við þvi búizt að undirtektir stundakennara verði neikvæðar og kann þá alvarleg vinnudeila að vera í uppsiglingu i Há- skólanum. Fundurinn i kvöld verður haldinn i Árnagarði. -GM Baltimore-flugið undirbúið Flugleiðir undirbiia af kappi flug til Baltimorc i Bandarikjunum. sem hefst i byrjun nóvcmber. Einn liðurinn i undir búningnum er söluherferð rnikil. Hafa John J. Loughcry. yfirntaður sölu svæðisins vestra. og Kristín Aradóttir flugfreyja komið frani í útvarps- og sjón varpsþáttum i Cleveland. Ohio. Buffalo. Boston og New York. Vcrður kynn- ingarþáttum þessum haldið áfram I næsta mánuði. Á myndinni eru Kristin. Loughery og Betty Ott. sem stjórnar hinum vinsæla þætti The Betty Ott Show í C'leveland. Ók ölvaður og réttindalaus Sextánára pilturundiráhrifumáfeng- stúlka og slösuðust þau bæði nokkuð. is stal bil á Akrancsi aðfaranótt laugar- Þau voru flutt á sjúkrahúsið á Akranesi dags. Pilturinn ók á aðra bifreiðogsiðan en fengu aðfara heint aðaðgcrð lokinni. á Ijósastaur. Með piltinunt i hílnum var -.111 Vetrarstarfið að hefjast Félag einstæðra foreldra cr að hcfja vctrarstarfið um þcssar ntundir. Slórunt áfanga verður náð i starfsemi fclagsins. þegar hús FEF í Einarsncsi í Skerjafirði vcrðuropnað. Eyrsti fundur félagsins verður haldinn á ntiðvikudagskvöldið kl. 21 i Lindarhæ. Rætt verður um barnaverridarmál og mun dr. Bragi Jósepsson. forntaður Barnaverndarncfndar Rcykjavikur. reil'a ntálið og svara spurningunt fundargcsta. Þá hcl'tir verið boðið til fundarins öðrunt fulltrúum barnaverndarnefndar og forsvarsmönnum barnaverndarmála i nágrannasveitarfélögununt. Gcstir og nýir félagar cru velkomnir. Kaffi vcrður veitt á fundinunt. Bflþjófnaður Eólksbil var stolið frá Gnoðarvogi sl. föstudagskvöld. Bifreiðin l'annst siðan aðfaranóll sunnudags i Súðarvogi og voru cngar skemntdir að sjá á henni. - JH Mynda- stytta góðskálds afhjúpuð Myndastytta af skáldinu Þorsteini F.r- lingssyni verður afhjúpuð við Skóga skóla næsta laugardag kl. 15. Þann 27. scptcmber verða 120 ár liðin frá l'æðingu skáldsins að Stóru Mörk undir Eyjafjöll- Styttuna gerði Ríkharður Jónsson ntyndhöggvari. Er hún gjöf til skólans frá syni skáldsins. Erlingi Þorsteinssyni lækni. Auk Erlings ntunu flvtja ræður Sváfnir Svcinbjarnarson. lórmaður skólancfndar. og Jón R. Hjálntarsson fræðslustjóri. Söngllokkur undir stjórn Þórðar Tóntassonar safnvarðar niun svngja Ijóðeftir skáldið. - JBP DEGINU NU ER TÆRIEERIÐ... Þúsundir Islendinga hafa notið hvíldar og skemmtunar í sumarsól á Kanaríeyjum, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima. Sunna býður bestu hótelin og íbúðirnar sem völ er á, svo sem KOKA, ROCA VERDE, CORONA BLANCA, CORONA ROJA, RONDO, SUN CLUB, LOS SALMONES, EGUENIA VICTORIA o.fl. Skrifstofa Sunnu á Kanaríeyjum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu, sem margir kunna að meta. Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aðsóknar, biðjum við þá, hina fjölmörgu, sem árlega fara með okkur til Kanaríeyja, og líka þá sem vilja bætast í hópinn, að panta nú snemma, meðan enn er hægt að velja um brottfarardaga og gististaði. Plássið er því miður takmarkað, og ekki hægt að fá aukarími á hinum eftirsóttu gististöðum. BROTTFARARDAGAR: 13. október, 4., 25. nóvem- ber, 9., 16., 30. desember, 6., 13., 27. janúar, 3., 10., 24. febrúar, 3., 10., 24., 31. marz, 7., 21. apríl. HÆGT AÐ VELJA UM FERÐIR í 1, 2, 3 eða 4 VIKUR. Reykjavík: Bankastræti 10, sími 29322. Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.