Dagblaðið - 26.09.1978, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
Kílóvattstundin f rá
lkrónuuppí25
BDÖRNSSON Aco
BiLDSHÖFÐA 16 SlMI 81530 REYKJAVIK
Óttar Ingimarsson á Bíldudal
hringdi og var óhress með verö á raf-
magni bæði til almennra heimilisnota
og upphitunar á Vestfjörðum. Sagðist
Óttar borga 23,50 krónur fyrir kíló-
vattstundina til almennra nota en 3,40
stundina á rafmagnsofna. Vildi hann
fá samanburð við menn viðar á land-
inu.
Á Eyrarbakka, Selfossi, Hveragerði
og Stokkseyri kostar kílóvattstundin,
17 krónur og hitastundin 10,50 enda
er það þá skilyrði að straumurinn sé
Á Akureyri kostar kílóvattstundin
15,76 og. hitastundin 4,88 enda megi
rjúfa strauminn i 3 tima á sólarhring.
Á Sauðárkróki kostar kílóvatt-.
stundin 20,70 og hitastundin 5,07
enda má þar rjúfa strauminn tvisvar á
Verðið á mat 1 mötuneytum er mjög misjafnt. 1 Hafnarhúsinu, þar sem þessi mynd var tekin, kostar fiskur 460 krðnur og
kjöt 540. DB-mynd Hörður.
rofinn í klukkutíma á hverjum sólar-
hring.
t Reykjavík kostar kílóvattstundin
19,82 og hitastundin 7,68.
t Hafnarfirði kostar kilóvattstundin
17,50 og hitastundin 13,90.
sólarhring í hálfan annan tíma hvort
sinn.
Á Suðurnesjum kostar kílóvatt-
stundin 19,73 krónur og hitastundin
8,70.
Hjá Rafmagnsveitu ríkisins kostar'
kílóvattstundin 22,44 og hitastundin
15,91.
Landsvirkjun selur Álverinu í
Straumsvík kilóvattstundina á 5,60
US-mills (US-mills er einn þúsundasti
úr dollar) sem samsvarar 1,56 krónu
íslenzkri.
DS
Lifur með beikoni
ogspaghettfi
Nú er um að gera að borða nóg af
nýjum innmat því þótt hann sé
•dálitið dýr inniheldur hann verulega
mikið af næringarefnum, sem
fjölskyldan þarf á að halda fyrir vetur-
inn. 1 dag skulum við borða lifur og
hafa spaghettí með.
250 gr dilka- eða kálfalifur (ca 400 kr.)
2—3 msk. matarolia
salt og pipar
50—100 gr beikon (ca 300 kr.)
1 laukur
um 100 gr spaghetti (ca 80 kr.)
50 gr rifinn ostur
Sjóðið spaghettiið í saltvatni í 10—
15 mín. Skéríð beikonið 1 smábita og
saxið laukinn. Hreinsið lifrina með þvi
að skola hana úr köldu vatni og taka
úr henni stærstu gallganga og æðar.
Takið einnig himnuna af ef þiö notið
kálfalifur. Skerið síðan lifrina í
fingurþykkar sneiðar og síðan í
fingurþýkkar ræmur eins jafnar og
hægt er. Þerrið vel. Hitið matarolíuna
á pönnu og brúnið lifrina vel á öllum
hliðum. Kryddið. Steikið í hálfa aðra
til tvær minútur og bætið hálfum dl
af vatni á tolli lifrin við pönnuna.
Látið lifrina á fat og haldið henni
heitri á meðan beikonið er steikt. Því
er svo raðað yfir lifrina og lauknum
lika. Stráið rifnum osti yfir
spaghettiið eða berið hann með.
Alls kostar þessi réttur 880 krónur
og er ætlaður fyrir 2. Hann kostar því
440 krónur á mann. -DS
Á Akureyrí, þar sem þessi mynd er tekin, kostar kilóvattstundin af rafmagni til almennra heimiíisnota 15,76 og er þar etana
lægst verðið. Kilóvattstundin til upphitunar kostar þar 4,88 krónur.
Hvað kostar matur í mötuneytum?
Frá 300 til 2000
—eftir
meðlagi
Dagblaðiö óskar eftir umboðsmönnum:
Reykjahlíð v/Mývatn
IMeskaupstað
Upplýsingar í síma 91—22078.
BUUJIÐ
Sórhæfum okkur í
M
Seljum í dag:
Saab 96 árg. 1972
ekinn 88 þ. km.
Saab 96 árg. 1973,
ekinn 74 þ. km., góð dekk og felguð
snjódekk.
Saab 99 árg. 1974,
ekinn 64 þ. km.
Höfum kaupanda að:
Saab 99 árg. 75/76
Látið skrá bíla, höfum kaupendut
að ýmsum árgerðum.
Strákar úr Vélskólanum höföu
samband við Neytendasíðuna og
kvörtuðu yfir því að maturinn sem
þeir geta keypt 1 mötuneyti skóla síns
væri dýr og báðu um samanburð við
fleiri mötuneyti. Hótel- og veitinga-
skóli Islands sér um matinn í
Vélskólanum og borga nemendur
allan kostað sem fylgir matseldinni
nema húsnæðið eitt.
I Vélskólanum kostar fiskur 1200
kr, kjöt ýmist 1500 eða 1700, súpa 250
kr. og kaffi 100 kr. 1 fyrravetur var
mönnum boðið upp á að kaupa matar-
miða sem lækkuðu verðiö um 15% en
aðeins 3 sáu ástæðu til þess. Mjög mis-
jafnt er hve margir borða en hins veg-
ar en kostnaður sem næst sá sami.
Hjá Matsölu háskólastúdenta er
verðið á mat mjög svipað og í
Vélskólanum. Þannig kostar fiskur
1100— 1500 kr og kjöt 1500—2200 kr.
Súpa kostar 250 kr. og kaffi 100 kr.
Þar geta menn keypt sér matarkort
sem endast þeim í einn mánuð, eina
máltíð á dag fimm daga vikunnar.
Slíkt kort kostar 15 þúsund og dugar
fyrir 22 máltíðum, þannig að
meðalverð er um 750 krónur fyrir mál-
tiðina. Einnig geta menn keypt sér
vikukort á 5 þúsund og kostar þá hver
máltiö eitt þúsund krónur. Háskóla-
stúdentar borga allan þann kostnað
sem fylgir matseldinni.
Nær alls staðar
niðurgreitt
í þeim mötuneytum sem rikið og
stór fyrirtæki reka er nær alltaf um
niðurgreiðslur á verði að ræða. Er oft
svo að þeir er borða matinn borga
.aðeins hráefniskostnaðinn við hann.
Vinnulaun og aöstöðu greiðir hins
vegar fyrirtækið.
Sláturfélag Suðurlands bauð upp á
ódýrasta matinn sem við fundum. Þar
kostar máltíðin 350 krónur, hvort sem
um er að ræða kjöt eða fisk. Aðeins er
boðið upp á einn rétt í einu og aðeins
einu sinni á dag. Súpa er ekki á
boðstólum en kaffi geta menn fengiö
og borga fyrir það 80 krónur á dag.
Eimskipafélag tslands hefur
mötuneyti á nokkrum stöðum fyrir
starfsfólk sitt og kaupir mat frá
Miðfelli h.f. Menn þurfa því að láta
vita um það fyrirfram hyggist þeir
borða.
Verð á máltíð er 410 krónur, hvort
sem um er að ræða kjöt eða fisk. Súpa
fylgir með i því verði og kaffi geta
menn keypt sér en það er misjafnt eftir
hverju möturieyti hvað það kostar.
Menn kaupa sér matarmiða á hverjum
föstudegi fyrir alla vikuna en detti
einhver úr eða bætist einhver við er
það tilkynnt jafnóðum til Miðfells.
Þeir sem borða í mötuneytum
Eimskips borga bara fyrir hráefnið í
matinn. Fyrirtækið borgar hitt.
Hjá Mjólkursamsölunni kaupa
menn sér matarkort með 22 miðum á
9 þúsund. Er kortið fyrir 13 kjöt-
máltíðum og 9 fiskmáltiðum.
Meðalverð á máltíð er þvi um 400
krónur. Súpa er innifalin en kaffi geta
menn keypt sér fyrir 1.500 krónur á
mánuði. 1 því er hafragrautur og skyr
á morgnana innifalið. Þeir sem eru i
fæði borga bara hráefnið.
í Hafnarhúsinu 1 Reykjavík er
mötuneyti fyrir alla þá sem vinna í
húsinu. Fyrir síðustu verðlækkun
kostaði fiskur 460 kr., kjöt 540 og
var súpa og kaffi innifalið. Ef menn
keypti sér kaffi án þess að kaupa mat
kostaði það 90 krónur. Alir þeir sem
borða í mötuneytinu verða að kaupa
sér matarmiða en borga á móti bara
hráefnisverð. Hin ýmsu fyrirtæki hjá
borginni borga hitt. Yfirleitt er boðið
upp á einn rétt í einu en stundum er þó
tviréttað.
Eins og vélskólanemar sjá af þessu
er ákaflega erfitt að bera saman
mötuneyti af neinu viti. Sú starfsemi
sem dýrust er fyrir þá er hana kaupa er
á vegum skólanna en aftur á móti
borga fyrirtæki með mat ofan í
vinnulýðinn. Ríkið líka.
-DS.