Dagblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 5
5
\
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
....
Félagsmálaráðherra um undirbúning lagaf rumvarpa um fasteignasölu og húsaleigumál:
„Finnst núverandi kerfi of
dýrt fyrir neytendur”
— nef nd um málið á að skila niðurstöðum fyrir áramót
„Okkur finnst núverandi fasteigna-
sölukerfi dýrt fyrir neytendur og telj-
um það einnig geta virkað hvetjandi á
verðlagið,” sagði Magnús H. Magnús-
son félagsmálaráðherra i viðtali við
DB í gær er hann var inntur eftir
væntanlegu nýju lagafrumvarpi um
fasteignasölu.
Alveg á næstu dögum mun þriggja
manna nefnd skipuð fulltrúum frá
Leigjendasamtökunum, Húseigenda-
félagi Reykjavíkur og félagsmálaráðu-
neytinu, hefja störf til undirbúnings
lagafrumvarps um leigjendavernd, eða
húsaleigumál og annars frumvarps um
fasteignasölu.
Sagði Magnús að stefnt væri að því
að nefndin skilaði niðurstöðum fyrir
áramót svo unnt yrði að leggja fram
ný frumvörp strax að jólaleyfi þir.g-
manna loknu.
Að svo stöddu vildi hann ekki ræða
sinar hugmyndir í þessum málum svo
þær virkuðu ekki bindandi á nefndina.
Þyrlan kemur ofan úr fjalli til að fá fyllt á
steyputunnuna. Hluti byggðarinnar I
Ólafsfirði I baksýn. DB-mynd Árni PáU
H
Landhelgisgæzlan:
Þyrlan ískíða-
lyftubyggingu
Nú er verið að byggja skíðalyftu í
fjallshlíð skammt fyrir ofan Ólafsfjörð,
en ókleift mun vera að koma bílum þar
að. Var því úr vöndu að ráða hvernig
koma ætti steypunni í undirstöðurnar á
sinn stað.
Var vandinn óieysanlegur þar til
Landhelgisgæzlan hljóp undir bagga í
síðustu viku og lánaði þyrlu sína til
verksins. Tók hún steypuna í tunnu,
festa á taug niður úr þyrlunni, og sel-
flutti hana til síns staðar. Gekk þetta
verk vel. - G.S.
Áhugamenn
um kvik-
myndagerð
stofnafélag
„Tildrögin að þessari félagsstofnun
eru i rauninni bréf sem Þorsteini Jóns-
syni kvikmyndagerðarmanni barst frá
norrænum samtökum, Nordisk Smal-
film. Þar var Islendingi boðið að taka
þátt í kvikmyndahátíð samtakanna og
Þorsteinn bað mig að fara,” sagði Karl
Jeppesen kennari í samtali við Dag-
blaðið. Hann ásamt Kristberg Óskars-
syni og Valgarð Guðjónssyni hafa
boðað til stofnfundar Samtaka áhuga-
manna um kvikmyndagerð næstkom-
andi laugardag.
Þremenningamir hafa útbúið drög að
lögum fyrir félagið. Þau verða lögð fyrir
stofnfundinn, sem haldinn verður í
Tjarnarbíói. Karl Jeppesen benti sérstak-
lega á liðinn um tilgang félagsins, þar
sem meðal annars segir að félagið skuli
gangast fyrir námskeiðum meðal félags-
manna sinna. Allir geta oröið félagar i
Samtökum áhugamanna um kvik-
myndagerð, bæði einstaklingar og
hópar.
„Á kvikmyndahátiðinni var fast lagt
að mér að stofna samtök sem þessi hér á
landi. Mér var sagt að búið væri að leita
að íslenzkum kvikmyndagerðarmanni í
um tuttugu ár til þess starfa,” sagði
Karl.
Stofnfundurinn hefst í Tjarnarbiói
klukkan tvö næstkomandi laugardag og
er öllum opinn. - ÁT
Nýverzluní
1 IAFNARFIRDI
Höfum opnað nýja verzíun að TRÖNUHRAUNI6 undirnafninu
\ ísn E>
Peysurfrákr. 1200.-
Sokkafrákr. 700.-
Nærfötfrákr. 1385,-settiö
Vinnugallafrákr. 9000.-
Viðbjóðum:
Koddafrákr. 2797.-
Vinnusloppafrákr. 7459.-
Metravöru frá kr. 600.- pr. meter
Úlpurbarnafrákr. 8800.-
Sængur frá kr. 9324.- og margt fleira
GOn VERD - GOD VARA
fyrir fólk á öllum aldri
Fyrst um sinn opið:
Mánudaga tilfimmtudagafrá kl. 1-6
Föstudagakl 1-lOoglaugardagafrákl. 9-12
V RUI IÚSI D 1 FRÖNUHRAUNI6 IAFNARFIRDI