Dagblaðið - 26.09.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
7
Egyptaland:
HEFJUM VffiRÆDUR ER
ÍSRAEL FELLST Á
SÍNAÍBROTTFLUTNING
Erlendar
fréttir
i
REUTER
8
— segir Sadat Egyptalandsforseti
Egyptar munu hefja viðræður i fram-
haldi af Camp David samkomulaginu
um leið og ísraelsmenn hafi fallizt á að
flytja alla landnema sína af Sínaí land-
svæðinu að sögn Al-Ahram hálfopinbers
málgagns egypzku stjórnarinnar í
morgun.
Sadat tilkynnti í gær að undirbúnings-
viðræður væru þegar hafnar. Begin lagði
samkomulagið fyrir Knesset ísraelska
þingið í gær og er búizt við að atkvæða-
greiðsla um það fari fram á morgun. Þó
vitað sé að engir flokkar á þinginu séu
fullkomlega ánægðir með Camp David
samkomulagið og kannski sízt flokks-
menn Begins sjálfs er talið nær fullvíst
að það verði samþykkt með miklum
meirihluta atkvæða.
Al-Ahram sagði að brottflutningur
Ísraelsmanna frá Sinaí svæðinu mundi
auka samkomulagslíkur á vesturbakka
árinnar Jórdan og á Gazasvæðinu.
Blaðið sagði einnig að Egyptar biðu nú
skilaboða frá Carter Bandaríkjaforseta
varðandi búsetu ísraelsmanna á
vesturbakkanum. Túlkun ísraelsmanna
og Egypta hefur verið misjöfn hvað
varðar það landsvæði. Segist Begin
aðeins hafa lofað því að stöðva landnám
ísraelsmanna þar í þrjá mánuði en bæði
Bandaríkjamenn og Egyptar skildu sam-
Vestur-
veldin
ræöaneit-
unSuður-
Afríkuí
Namibíu-
máli
Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Kanada og Vestur-Þýzkaland hafa
kallað sendiherra sína í Suður-Afríku
til New York. Eiga þeir að bera saman
bækur sínar með utanríkisráðherrum
landanna um hvað gera skuli í málefn-
um Namibiu eða Suðvestur-Afriku
eins og þessi nýlenda Suður-Afriku er
kölluð. Er fundurinn vegna ákvörðun-
ar stjómar Suður-Afriku um að hafna
kröfu Sameinuðu þjóðanna um að
Namibía fái sjálfstæði. Stjórn Suður-
Afríku tilkynnti þessa ákvörðun sína í
síðustu viku en búizt er við að örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna taki málið
til meðferðar á næstu dögum.
Fulltrúi Bandarikjanna Donald
McHenry tilkynnti að farið yrði þess á
leit við öryggisráðið að það féllist á
samþykkt allsherjarþingsins um að
komið yrði upp liði á vegum samtak-
anna með sjö þúsund og fimm hundr-
uð manna herliði, 360 manna liði lög-
reglu og rúmlegaeitt þúsundóeinkenn-
isklæddra eftirlitsmanna til að hafa
eftirlit með frjálsum kosningum í
Namibíu. McHenry vildi ekkert segja
um hvað gerast mundi ef stjórn Suður-
Afríku neitaði að fallast á þessar sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna.
komulagið svo að landnám yrði stöðvað
i fimm ár.
Ráðherra í stjórn Sadats mun i dag
hefja viöræður við sendimenn ýmissa
arabaríkja og annarra til að útskýra stjórnmálasamskiptum við Egypta.
Camp David samkomulagið. Alsir, Vöktu stjórnmálaslitin nokkra furðu þvi
Libýa, Sýrland og Suður-Jemen hafa að Egyptar höfðu þegar fyrr á árinu slitið
visu ákveðið að slíta öllum efnahags- og stjórnmálasambandi við ríki þessi.
Verkfall hjá
brezka Ford
Framleiðsla stöðvaðist í Ford
bifreiðaverksmiðjunum brezku, er
verkamenn höfnuðu tilboði stjórn-
ar fyrirtækisins um launahækkun,
sem var innan þeirra marka, sem
ríkisstjórnin hefur sett. Starfa
57.000 manns hjá fyrirtækinu,
sem hingað til hefur verið stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar I Bret-
landi.
Þykja þetta mjög alvarleg tíð-
indi fyrir James Callaghan for-
sætisráðherra, sem stefnt hefur að
því að halda launahækkunum
niðri til að minnka verðbólguna.
Hefur hún undanfarið verið 8% í
Bretlandi.
Krafa verkamanna er um 27%
launahækkun en Ford fyrirtækið
boðið 5%, sem er hámark þess sem
ríkisstjórnin vill fallast á. Þykir
ljóst að úrslit þessarar launabar-
áttu muni skera úr um hvorir eru
valdameiri á þessum vettvangi,
rikisstjórn landsins eða verkalýðs-
leiðtogarnir. Hinir síðarnefndu
veifa stöðugt kröfunni um frjálsan
samningsrétt. Stjórnin hefur aftur
á móti tilkynnt að hún muni refsa
þeim fyrirtækjum sem semji um
meiri launahækkanir en 5%. Fyrir
Ford fyrirtækið gæti það kostað
100 milljónir punda afturköllun á
samningum við opinbera aðila.
SÍÐASTI
onnssHfin
IIMNRITUNARDAGUR
nsivninssnnnn
Innritun daglega frá 10-12
og 13-19 i simum:
20345 76624
38126 24959
74444
Kennslustaðir:
REYKJAVÍK
Brautarholt 4
Drafnarfell 4
Félagsheimili-Fylkis
KÓPAVOGUR
Hamraborg 1
Kársnesskóli
SELTJARNARNES
Félagsheimilið
HAFNARFJÖRÐUR
Góðtemplarahúsið
Kennum alla samkvœmisdansa, nýjustu tóningadonsa, rokk og tjútt.
Beat-dans fyrir dömur.
Sérstakir eftirmið-
dagstimar fyrir dömur
sem vilja fá góðar
hreyfingar.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
000