Dagblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
9
Breiðþota f lugleiða:
Gæti fíutt alla
íslendinga til
New York á árí
Verði af leigukaupsamningi Flug-
leiða um DC-10 breiðþotu, er fræði-
legur möguleiki á að hún geti flutt alla
íslendinga til New York á einu ári og
að sjálfsögðu einnig til baka.
Þotan getur tekið allt að 380 far-
þega og er þá reiknað með 11 manna
áhöfn, eða 391 manneskju um borð.
Miðað við hámarksnýtingu þotunn-
ar þyrfti hún að fara eina og hálfa ferð
á dag til að ná áðurnefndu dæmi. Það
yrðu þrír leggir frá Keflavík til New
York, þaðan aftur til Keflavíkur og
aftur til New York.
Þar sem þotan er um fimm tíma
hvern legg á 870 km hraða í 31 þús.
feta hæð gæti þetta gengið upp. Hér er
að sjálfsögðu ekki tekið tillit til skoð-
ana né neinna bilana, en þetta dæmi
gefur nokkra hugmynd um afkasta-
getu þotunnar.
Til skýringar á hugtakinu kaup-
leigusamningur þýðir það í stuttu máli
að leigutaki hefur rétt til kaupa á við-
komandi hlut eftir tiltekinn leigutima
og rennur þá hluti leigunnar upp í
kaupverð, sem ákveðið er við upphaf
samnings.
-G.S.
Þessi mynd af DC-10 breiöþotu 1 LoftleiðaHtum er að vlsu ekki alveg heiðarleg þvf yfirlitsmyndina tók Ásgeir Tómasson,
blaðamaður, úr loftbelg 1 hittifyrra en Hörður Vilhjálmsson tók myndina af þotunni og likani og skeytti inn i myndina.
wmm
m »nm. íS**]
i«Kiy
Ju-N.on CHiMern f'f
mUM ORVOG' -VSKUNNA,,.
£1
Konurnar i JC-klúbbnum Vik sýna hér miðana, sem dreift verður viða um borgina á
næstunni. Miðinn sést innlimdur undir myndinni af konunum.
DB-mynd Hörður
„Á eftir bolta
kemur bam"
—J.C. félagar vekja athygli á barainu
íumferðinni
„Með slagorðinu „Á eftir bolta kemur
barn,” viija J.C. Vik konur i Reykjavík,
ásamt öðrum J.C. félögum á landinu,
vekja athygli á barninu i umferðinni. Við
vitum að börn að leik eða starfi gleyma
sér oft og má segja að viðbrögð þeirra
séu óútreiknanleg. Sérfróðir menn telja
að 90% barna i umferðinni hiaupi hugs-
unarlaust út á akbrautina á eftir bolta
sinum,” sagði Þórhildur Gunnarsdóttir,
forseti J.C. Vik kvenna f Reykjavik.
Lögberg-Heimskringla:
STÓRSÓKNÁ
SfÐASTA ÁRI
Vikublað Vestur-tslendinga og áhuga- ist ekki, enda verðbólga smávægileg
manna hér á landi um samskipti við vestra miðað við Island. Blaðiö er nú að
frændur vora vestra, Lögberg-Heims- fiytja í nýjar skrifstofur og hefur bætt
kringla er greinilega vaxandi blað. Á við sig blaðamanni, Sharron Wild, sem
einu ári hefur áskrifendum fjölgað um er vestur-ízlenzk.
235.3% og er þá einvörðungu átt við Dreifing á Íslandi hefur vaxið mikið
skuldlausa áskrifendur vestanhafs. Aug- en hana annast Birna Magnúsdóttir,
lýsingatekjur hafa og aukizt gífurlega Dúfnahólum 4. Sími hennarer 74153.
eða um 77.4% en auglýsingaverð breytt- - JBP
Þessi herferð sem fer I hönd er undir-
búin og unnin af J.C. konum og i sam-
ráði við Umferðarráð hefur félagið látið
útbúa sérstaka limmiða og er upplag
þeirra tuttugu þúsund. J.C. konur skora
á ökumenn að Uma miðann á bilrúður
sinar og minna þannig á slysahættuna í
umferðinni. J.C. konur hafa fengið til
Uðs við sig J.C. félögin á landinu til dreif-
ingar á miðum þessum.
- HJ
Island íaugum útlendings — eftir Harry Vedoe
UMTUNGUMÁLIÐ
Sem Dani er það nokkuð furðulegt
að koma til lslands og komast að raun
um að bömin læra dönsku í skólanum.
En það er líka alveg yfirnáttúrlegt
hversu margir íslendingar tala móður-
mál mitt svo til lýtalaust. Ég vildi óska
að ég talaði íslenzku. Það er bara ekk-
ert björgulegt fyrir mig þegar telefon
heitir ekki telefon heldur sími, heli-
kopter er kallaður þyrla, sjónvarp er
orðið fyrir fjernsyn. Þessi dönsku og
alþjóðlegu orð lætur enginn íslend-
ingur sér um munn fara ef honum er
umhugað um heiður sinn og hinnar
þúsund ára sögu landsins. Eitt er þó
það orð af erlendu bergi brotið sem si-
fellt liggur laust á vörum íslendings-
ins. Maður heyrir þetta orð hvað eftir
annað. Ég vona því að íslendingum
finnist það ókei, að ég reisi þessu orðið
eilítið minnismerki. Ókeiið á það skil-
ið, þvi þessum tveim bókstöfum hefur
tekizt að ryðjast í „landhelgi” íslenzks
máls. Sjálfum finnst mér að stytta til
heiðursókeiinu ætti að verða „allt I
lagi.
Bókmenntaverölaun Norðurhjarans
Erfiðar aðstæður rithöfunda á
norðurhjara heimsins voru til umræðu á
ráðstefnu rithöfunda frá jaðarsvæðum
Norðurlanda í Rovaniemi í N-Finnlandi
í lok júli. í lokaályktun fundarins er
fagnað stofnun samtaka grænlenzkra
rithöfunda og lýst því áliti að Samarit-
höfundar eigi að verða þátttakendur i
samnorrænum samtökum, enda sé
menning Samanna sjálfstæður þáttur i
norrænu menningarsamfélagi.
Þá er því skotið til Norðurlandaráðs
til umfjöllunar hvort ekki skuli úthluta
til viðbótar bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs sérstökum bók-
menntaverðlaunum Norðurhjarans.
Fulltrúi íslands var Eyvindur Eiríks-
son cand. mag, rithöfundur. - J BP