Dagblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
FramkvwndaMlóri: 8v«lnn R. EyJóHMon. Rrtvtjód: JAnaa Krtstlónsson.
FrStustJóri: Jón Blrglr Pttursson. Rrtstjómarfultiúl: Haukur Hslgason. Skrtfstofustjóri rttstjómsr J6-
harmss RsykdsL Iþróttln Hslur Sknonsrson. Aðstoðarfrtttastjórar Atll Stalnarsson og Ómsr VskH-
msrvson. MsnnlngarmJJ: Aðalstslnn Ingólfsson. Handrit: Aagrtmur PAIsson.
Blaðamsnn: Anna BJamason, Asgak Tómasson, Bragl Sigurðsson, Dóra Stafónsdóttlr, Eln Afcarts-
dóttir, Qlssur Stgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hahir Halsson, Halgl Pttursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Gatrsson, Ólafur Jðnsson. Hönnun: Guðjón H. PHsson.
LJósmyndk: Art Kristinsson, Aml Ptl Jóhannsaon, BJamlslfur BJamlslfsson, Hðrður Vlhjtlmsson,
Ragnar Th. Slgurðsson, Svsinn Þomióðsson.
Skrtfstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldksri: Þrtlnn Þortelfsson. Sókistjóri: Ingvar Svslnsson. DraHlng-
arstjóri: Mtr E.M. Haldórsson.
Ritaljóm SJðumúla 12. Afgralðsla. tskrtftadald, auglýslngar og skrifstofur ÞvaihoM 11.
Aðalsiml blaðslns ar 27022110 Knuri. Askrift 2000 kr. t mtnuðl innanlands. i lausasöki 100 kr. slnfaklð.
Satning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumóls 12. Mynda- og plötugsrð: Hfcnk hf. Slðumúla 12. Pranfun:
Arvakur hf., SkaHunni 10.
Noregur:
Er byggð á Jan Mayen
næg til að Norðmenn
tryggi sér landhelgi?
Vinsælar sjónhverfingar
Almenningur lætur fremur vel af ríkis- '
stjórninni. Skammir, gagnrýni og *
viðvaranir stjórnarandstæðinga og
óháðra hafa lítinn hljómgrunn um þessar .
mundir.
Fólk trúir ekki Morgunblaðinu, sem \
segir lífskjör margra hafa versnað og hverja höndina
vera uppi á móti annarri í herbúðum stjórnarsinna. Fólk
trúir tæpast hinum, sem flytja sanngjarnari gagnrýni.
Almenningi finnst lífskjör sín hafa batnað. Menn
telja, að dregið hafi verið úr svonefndu „kaupráni”. Og
verðlækkun neyzluvara hefur ekki farið fram hjá
neinum.
Hér á landi er afar sjaldgæft, að vörur lækki í verði.
Menn kunna vel að meta sjaldgæfa atburði. Þess nýtur
ríkisstjórnin núna. Mönnum finnst hún hafa reynt
eitthvað nýtt og efnilegt.
Ríkisstjórnin þarf á þessu andrúmslofti að halda. Það
skapar henni vinnufrið til raunhæfra aðgerða, ef hún
skyldi þora. Vonandi safnar hún kjarki, þótt þess sjáist
enn ekki merki.
Ríkisstjórnin hefur tekið nokkra slagi í upphafi spils.
En hún hefur líka kastað flestum trompunum til þess að
ná slögunum. Hún hefur því lítið svigrúm til frekari
sjónhverfinga á næstu mánuðum.
Enn sem komið er hafa hærri skattar lítil áhrif á
viðhorf fólks. Þeir eru bara tölur á blaði. í næsta mánuði
byrja menn hins vegar að borga. Þá er hætt við, að
margir vakni upp með andfælum.
Þá kemur í ljós, að það eru ekki tómir stórlaxar, sem
fá á baukinn. Það er einkum launafólk, að vísu hálauna-
og miðlungsfólk, en launafólk samt.
Margir hinna auðugu sleppa hins vegar, af því að
tekjúr þeirra eru þess eðlis, að þær mælast illa á skatt-
skýrslum. í næsta mánuði munu opnast augu margra
fyrir þessari dapurlegu staðreynd.
Margir eru þegar farnir að átta sig á, að það var
peningafólkið, sem græddi mest á tímabili hins lága kjöt-
verðs. Það var fólkið með handbært fé og handbærar
frystikistur. Láglaunafólkið hafði hins vegar ekki ráð á
að græða.
Eitt af náttúrulögmálum efnahagsmála er, að hvers
konar krukk stjórnvalda í verðlagi og krónutölum gerir
hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Menn vissu, að
þetta gilti um gengislækkanir, en áttuðu sig ekki á, að
verðlækkanir lúta sama lögmáli.
Ríkisstjórnin kann að auka vinsældir sínar við lækkun
vaxta afurðalána. Hvers kyns lækkanir eru jafnan
vinsælar.
Við megum samt ekki gleyma því, að í verðbólgunni
eru allir vextir á íslandi neikvæðir. Lækkun þeirra eykur
misræmið milli aðgangs að lánsfé og skorts á aðgangi að
lánsfé.
—tuttugu til þrjátíu karlmenn hafa þar vetursetu
en engar f jölskyldur né konur
Norðmenn eru almennt á þeirri
skoðun að þeir hafi rétt á 200 mílna
fiskveiði- og landgrunnsyfirráðum
umhverfis eyjuna Jan Mayen, sem
liggur á milli íslands og Spitsbergen. Á
nýafstaðinni hafréttarráðstefnu i New
York var m.a. deilt um hvort eyjar
sem ekki eru byggðar eða hafa skilyrði
til búsetu i venjulegum skilningi geti
gert tilkall til umtalsverðra fiskveiði-
eða landgrunnsréttinda. Ef Jan
Mayen uppfyllir ekki skilyrðin, þá
tapa Norðmenn feikilega stóru auð-
lindasvæði, sem þeir hafa gert sér
vonir um að ráða einir yfir.
Fréttamaður Verdens Gang I
Osló, sem fylgdist með ráðstefnunni,
sagði I grein I blaðinu að það værí
ljóst, að tslendingar myndu sækja fast
að fá yfirráð yfir hafi og landgrunni
langt norður fyrir miðlinu milli Jan
Mayen og íslands, (eða nánar sagt
ekki gefa eftir neitt af 200 milna svæð-
inu). t dag ná 200 mílna mörk tslend-
inga ca 25 þús. kvaðratkílómetra inn-
fyrir miðlinuna, og þeir viðurkenna i
dag enga miðlínu á þessu svæði. ts-
lendingar rökstyðja mál sitt með þvi
að Jan Mayen sé i venjulegum skiln-
ingi lítil óbyggð eyja, sem liggi langt
frá fastalandi.
En eitt er hvað litla tsland segir,
heldur fréttamaður VG áfram, eða
hvað aðrir segja. Mun alþjóðaréttur
úrskurða Jan Mayen sem byggða eyju,
Noregsbréf:
Sigurjón
Jóhannsson
þar sem þar hafa vetursetu 20—30
manns, sem fá allan sinn viðurgjörn-
ing frá fastalandinu? Ljóst er að það er
þungt á metunum, Jan Mayen í óhag,
að þeir sem þar starfa og dvelja eru
allir karlkyns — þar eru engar fjöl-
skyldur búsettar, þar er enginn skóli
eða sjúkrahús, og þar hefur enginn
verið grafinn svo vitað sé. Þar hefur
heldur enginn nýr borgari séð dagsins
ljós. Kannski ætti hafréttarráðherra
okkar að fara að dæmi Brasilíu-
manna, sem sendu konu, sem var
komin að því að ala bam, flugleiðis til
Suðurheimskautsins. Þar ól hún barn-
ið og Brasilíumenn telja sig þar með
hafa betri grundvöll til að krefjast haf-
og landréttinda á Suðurheimskautinu.
Norskir fiskimenn hafa lýst þvi yfir,
að þeir vilji að rikisstjómin ákveði
sem fyrst einhliða fiskveiðiútfærslu
við Jan Mayen. Frammámenn í norsk-
um fiskiðnaði benda þó jafnframt á,
að enda þótt norski flotinn geti óhindr-
að stundað veiðar við Jan Mayen i ná-
inni framtið muni það ekki breyta
verulega heildarafkomu norskra fiski-
manna, þar sem kostnaður við slikar
veiðar er í dag svo hár, aö útgerðar-
menn myndu varla senda skip í stór-
um stíl til veiða þar — norskir sjó-
Að gera eitt-
hvað fyrir
aldraða
Vaxtalækkun er dæmigert krukk stjórnvalda, ættað
úr sjónhverfingasmiðju Lúðvíks Jósepssonar, og gerir
hina ríku ríkari, hina fátæku fátækari.
Þverbrestirnir í ríkisstjórninni munu koma betur í ljós
um miðjan næsta mánuð, þegar alþingi hefur tekið til
starfa. Við erum núna í logninu fyrir storminn.
Vinsældir ríkisstjórnarinnar byggjast á
sjónhverfingum,sem endast henni ekki fram eftir vetri.
Hún ætti því að hlusta á þá stjórnarþingmenn, sem
munu á þingi reyna að beina henni inn á betri brautir.
Ríkisstjórnin má ekki láta eins og hver dagur sé
hennar síðasti. Fremur ætti hún að spá í stöðu sína að
loknu fjögurra ára kjörtímabili.
Fæstir þeirra, sem lita á fyrirsögn
þessarar greinar, svo ósköp hversdags-
leg sem hún nú er, munu taka eftir
þvi, að í rauninni er hún samt dálitið
undarleg. Það villir okkur sýn hve oft
við höfum heyrt þessi orð.
Ef við segðum t.d. að við ættum að
gera eitthvað fyrir unga fólkið, eða
jafnvel að gera eitthvað fyrir hina
sjúku. myndum við strax taka eftir
því, að orðalagið er æði óákveðið,
lofar ekki miklu, háttvirtum borgur-
um, háttvirtum kjósendum. Gömlum
lifsreyndum mönnum gæti komið í
hug gamall talsháttur: Það þarf ekki
að vanda torfið undir hlandketilinn.
Bakvið orðalagið. að gera eitthvað
fyrir gamla fólkið. felst hvorutveggja í
senn. ráðaleysi og óvirðing. og þar að
auki vond samviska. Hvers vegna búa
menn ekki sjálfir svo vel i haginn að
elliaðstoð sé sjálfsagður hlutur?
Hvernig væri nú að fara að breyta
þessari alkunnu setningu, og að hinir
öldruðu og að þeir ungu eða miðaldra
sem ætla sér að verða gamlir, segðu:
Hvað getum við sjálf gert til þess að
búa öldruðum sómasamlegt lif i nú-
tímaþjóðfélagi? Fyrst er nú að varpa
fram þessari spurningu i fullri alvöru,
og síðan að svara henni. Loks barf
að ... ekki gera eitthvað, heldur er
einmitt nauðsynlegt að átta sig á
breyttum þjóðfélagsháttum og gera
einmitt það. sem að bestu manna yfir-
sýn er nauðsynlegt og verður að gera.
Og við sem nú erum. eða erum að
verða, aldraðir, verðum að sjá um að
stórfelldar breytingar verði á högum
aldraðra. nú strax, áður en það verður
of seint fyrir okkur sem nú lifum. Og
við undirstrikum orðin: fyrir okkur.
Um leið höfum við unnið þýðingar-
mikil verk fyrir aldna og óborna. Ef
við höldum áfram að tönnlast á
orðunum „gera eitthvað" mun allt
sitja í sama horfi.