Dagblaðið - 26.09.1978, Side 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978.
23
I
Útvarp
Sjónvarp
D
Silja Aðalsteinsdóttir þjðandi.
Útvarp kl. 17,20: Sagan
Erfingi Patricks
—sem beðið hef ur verið eftir
ídagkl. 17.20 byrjarSilja Aðalsteins-
dóttir lestur þýöingar sinnar á bókinni
Erfingi Patricks eftir K.M. Peyton.
Þetta er þriðja bókin í þríleik sem Silja
les i útvarpi. Sú fyrsta hét Sautjánda
sumar Patricks og önnur Patrick og Rut.
Þessar bækur hafa notið gífurlegra
vinsælda hérlendis og að sögn þýðanda
hefur hún fengið mörg bréf og hringing-
ar frá fólki sem bíður spennt eftir næstu
bók. Einnig hefur verið hringt niður i út-
varp og spurzt fyrir um hvenær lestur á
þriðju bókinni hefjist.
Þessar bækur eru þroskasaga ungs
drengs sem á við að etja óviðráðanlega
árásarhneigð og berst einnig við
kynhvöt sína. í síðustu bók segir frá er
drengurinn lendir i fangelsi, en þegar sú
þriðja hefst er nokkuð liðið á þann tima
sem hann hefur setið inni. Hann losnar
úr fangelsinu og atburðir fara að gerast
sem áhrif hafa á framtið hans. Silja sagði
aðekki væri ráðlegt að segja neitt nánar
frá bókinni þar sem það gæti eyðilagt
spennu bókarinnar.
Þess má geta að fyrir annað bindið af
bókinni fékk Silja Aðalsteinsdóttir
þýðingarverðlaun. En það eru verðlaun
sem .fræðsluráð veitir beztu þýðingu á
barnabók. Silja sagði aðspurð að henni
fyndist þessar bækur alveg makalausar
og að hún fengi ekki leið á þeim hvað oft
sem hún læsi þær. Fyrsta bókin var
mjög viðburðarrik og hæfði hún alveg
unglingum niður i 12—14 ára. Næsta
bók er viðameiri þar sem aðalsöguhetjan
er orðinn eldri og er bókin i samræmi við
það.
Þessar bækur eru jafnt fyrir fullorðna
og unglinga en Silja sagði að þessi þriðja
bók væri ekki fyrir yngri en 13 ára. Þó
væri allt í lagi þó þau læsu hana. Bókin
lýsir unglingi eins og hann er, eins og
allir unglingar eru, en ekki unglingi sem
er eins og barn í sér með engar kynhvatir
né hugsunarhátt unglinga. Þar sem
svo margir hafa beðið eftir sögu þessari
er ekki að efa að margir verða þeir sem
hlusta á hana, en hver lestur tekur um
hálftima.
-ELA.
«
i
Sjónvarp
Þriðjudagur
26. september
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Getnaður i glasi (L). Bresk mynd um
Louise Brown, frægasta ungbam síðari tíma.
Lýst er aðdraganda fæðingarinnar og rætt við
vísindamennina, sem gerðu móöurinni kleift
að verða þunguð. Einnig er talað við foreldra
barnsins og fylgst með þvi fyrstu vikur ævinn-
ar. Þýðandi Jón O. Edwald.
21.20 Kojak (L). Mikið skal til mikils vinna.
Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason.
22.10 Sjónhending (L). Erlendar myndir og mál-
efni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson.
22.30 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
26. september
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
15.00 Miðdegissagan: „Föðurást” eftir Selmu
Lagerlöf. Hulda Runólfsdóttir les (5). '
15.30 Miðdegistónleikar: Betty-Jean Hagen og
John Newmark leika Noktúmu og Tarantellu
op. 28 fyrir fiðlu og pianó eftir Szyman-
ovsky/Filharmoniusveitin í Ósló leikurSinfón-
iska fantasíu op. 21 eftir Monrad-Johansen;
öivin Fjeldstad stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregn-
ir).
16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 Sagan: „Erfingi Patricks” eftir K.M.
Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir byrjar lestur
þýöingar sinnar.
17.50 Víðsjá: Endurtekinn þáttur frá morgnin-
um.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Um opinn leikskóla. Guðrún Þ. Stephen-
senfiyturerindi.
20.00 Samleikur og einleikur. a. Leon Goossens
og Gerald Moore leika á óbó og pianó tónlist
eftir Fiocco, Paul Piemé, César Franck o.fl. b.
France Clidat leikur á píanó Ballöðu nr. 2 eftir
Franz Liszt.
20.30 Útvarpssagan: „Fljótt fljótt, sagði fugl-
inn” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les
(2).
21.00 Sjö sonnettur eftir Michelangelo: Sönglög
eftir Benjamin Britten. Attila Flllöp syngur.
Emmy Varasdy leikur á pianó. (Hljóðritun frá
útvarpinu í Búdapest).
21.20 „í sveiflunni milli tveggja andstæðra
tiða”. Dagskrá á sextugsafmæli Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar skálds. Þorsteinn Gunnarsson les
smásöguna „Ögmund fiðlara”, Hjalti Rögn-
valdsson kafla úr „Vorkaldri jörð” og Óskar
Halldórsson og höfundurinn lesa Ijóð. Einnig
fiutt lög við Ijóð skáldsins, m.a. frumflutt lag
Sigursveins D. Kristinssonar „Draumkvæði
um brú" — Gunnar Stefánsson tekur saman
dagskrána og kynnir.
22.10 Kórsöngun Ámesingakórinn í Reykjavik
syngur islenzk lög. Söngstjóri Þuríður Páls-
dóttir.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Harmónikulög. Horst Wende leikur.
23.00 Á hljóðbergi. „Bergmannen í norsk digtn-
ing". Toril Gording leikkona frá National-
teatret i Ósló flytur samfellda dagskrá með
lestri og leik úr verkum Henriks Ibsens.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
27. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgun-
leikfimi).
7.55 Morgunbæn.
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr.
Forustugr. dagbl. (útdr.)
8.30 Af ýmsu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Jón frá Pálm-
holti heldur áfram að lesa sögu sína „Ferðina
til Sædýrasafnsins” (16).
9.20 Morgunleikfimi. 9.30Tilkynningar.
9.45 Verzlun og viðskipti: Ingvi Hrafn Jónsson
stjórnar þættinum.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. ,
10.25 Kirkjutónlist: Máni Sigurjónsson leikur á
orgel Prelúdíu og fúgu í E-dúr eftir Vincent
Lilbeck, Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir
Dietrich Buxtehude og „Minnt þú, ó maður, á
minn deyð” — sálmaforleik eftir J.S.Bach.
10.45 Eins og þér sáið: Evert Ingólfsson tekur
saman þátt um jurtir ogjarðyrkju.
11.00 Morguntónleikan Yehudi og Hephzibah
Menuhin leika Fiðlusónötu nr. 10 í C-dúr eftir
Beethoven/Gervase de Peyer og Melos
strengjakvartettinn leika Klarinettukvintett i
A-dúr (KS81) eftir Mozart.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
Útvarp kl. 21,20:
ISVEIFLUNNI
MILLITVEGGJA AND-
STÆÐRA TÍÐA
1 sveiflunni milli tveggja andstæðra
tiða nefnist þáttur sem er á dagskrá út-
varpsins í kvöld kl. 21.20. Þáttur þessi er
á dagskrá á sextugsafmæli Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar skálds. Ýmislegt
verður gert í tilefni af afmælinu og má
m.a. nefna að Þorsteinn Gunnarsson les
smásöguna ögmund fiðlara, Hjalti
Rögnvaldsson leikari les kafla úr
Vorkaldri jörð og Óskar Halldórsson og
höfundurinn lesa ljóð. Einnig verða flutt
lög við Ijóð skáldsins, m.a. frumflutt lag
Sigursveins D. Kristinssonar Draum-
kvæði um brú. Það er Gunnar Stefáns-
son sem tekur saman dagskrána og
kynnir hana. Þáttur þessi er tæplega
klukkustundar langur.
-ELA.
u
t tilefni af se\tu|.safntæli Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar rithöfundar, verður
þátturinn t sveiflunni milli tveggja and-
stcðra rtóa.
Gripið simann
gerið goð
kaup
Smáauglýsingar
BIABSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld