Dagblaðið - 28.09.1978, Side 10

Dagblaðið - 28.09.1978, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978. Útgefandi: Dagblaöið hf., Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulftrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri rrtstjómar Jó- hannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfróttastjórar Adi Steinarsson og ómar Valdi- marsson. Monningarmól: Aöalsteinn IngóHsson. Handrtt: Ásgrimur Pólsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurÖsson, Dóra Stefónsdóttir, ENn Alberts dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsaon, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöablmi blaösins er 27022 (10 linur). Áskrift 2000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Setning og umbrot Dagblaöiö hf. Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Svavargegn prentfrelsi Þegar Indira Gandhi reyndi að verða /2 einræðisherra á Indlandi, beitti hún sér ákaft gegn prentfrelsi. Hún ofsótti óháð blöð á ýmsa lund, einkum með fjármála-. legum aðgerðum, en hyglaði sauðtrygg- um flokksblöðum á kostnað ríkisins. Við þetta datt Indland af skrá prentfrelsisríkja. Það stóð þó ekki lengi, því að ný stjórn komst til valda í Ind- landi og endurreisti hið gróna prentfrelsi þar í landi. Um heim allan vörpuðu stuðningsmenn tjáningarfrelsis önd- inni léttar. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra hugleiðir nú að feta hægt og rólega í fótspor Indiru Gandhi. Hann hyggst beita verðlagshöftum til að spilla rekstri dagblaða, sem ekki vilja gerast þátttakendur í samtryggingunni á ríkisjötunni. Mismunandi reikningsaðferðir sýna, að dagblöðin þurfa nú 20—25% hækkun til að halda stöðu sinni í verðbólgunni. Viðskiptaráðherra hefur hins vegar látið' verðlagsnefnd leyfa 10% haekkun. Afganginn vill hann bæta flokksblöðunum upp með auknum styrkjum af almannafé. Ber þar hæst hugmynd um að auka kaup ríkisiðs á óseljanlegum flokksblöðum, um 250 eintök af hverju. Einnig er verið að viðra hug- myndir um auknar peningagjafir. Deila má um, hvort ríkisstyrkir til flokksblaða stríði gegn prentfrelsi. Hitt er óumdeilanlegt, að samhliða höft á verðlagi frjálsra blaða eru skerðing á prentfrelsi í anda Indiru Gandhi. Rétt er að taka fram, að einnig eru til umfjöllunar aðrar hugmyndir, sem ekki stríða gegn prentfrelsi, af því að þær gera ekki upp á milli málsaðila. Rætt er um, að útvarp og sjónvarp taki aftur upp greiðslu fyrir birtingu dagskrár í dagblöðunum og að blaðataxtar útvarps og sjónvarps verði hagstæðari. Ein hinna nýju hugmynda er dálítið lymskuleg. Hún er sú, að ríkið greiði fréttasendingar Reuters til blað- anna. Þar með væri Svavar ráðherra búinn að gera Reuter að hinni opinberu fréttastofu ríkisstjórnarinnar. Mönnum yrði gert fjárhagslega ókleift að skipta við aðrar fréttastofur. í öllu þessu er frystingin á verðlagi blaðanna alvarleg- ust. Samfara henni mun vafalaust koma boð til Dag- blaðsins um að koma í sængina með hinum blöðunum, taka styrk af almannafé í stað eðlilegra viðskipta við les- endur. Nú byggist tilveruréttur Dagblaðsins einmitt á því, að blaðið taki ekki þátt í svindlbraski hinna blaðanna með fé skattborgaranna. Og væntanlega hefur blaðið nægan siðferðisstyrk til að standast freistingar ráðherrans. Þar með á blaðið um tvo kosti að velja. Annar er sá að fylgja fyrirmælum kerfisins, selja eintökin undir kostn- aðarverði og stefna á þann hátt út í taprekstur, sem um síðir mundi leiða til endaloka óháðrar blaðaútgáfu á ís- landi. Hinn kosturinn er að verðleggja blaðið á kostnaðar- verði í trássi við ráðherrann og treysta því, að rétt verð endurspegli sterka stöðu blaðsins á markaðinum. Því skyldi Dagblaðið ekki kosta 120 krónur, ef Þjóðviljinn kostar 110 krónur? Eðlilegast væri að gera samblástur gegn prentfrelsis- ógnunum Svavars Gestssonar. Það mundi vafalaust kosta málaferli og fjártjón. Indversku blöðin börðust með klóm og kjafti fyrir rétti sínum á öllum stigum dóm- stóla og höfðu sigur að lokum. Því skyldum við vera minni menn en Indverjar? Kynni þeirra virtust hafa hafizt af einskærri hendingu sumarið 1973. Hin tuttugu og níu ára gamla Dagmar Kahling Scheffler, sem þá var nýlega skilin við mann sinn, var í sumarleyfi á ferðamannastað við Svartahafið i Búlgaríu. Þá kynntist hún manni ein- um, sem að eigin sögn hét Herbert Schroeter og leitaði eftir kynnum við hana. Þrem árum síðar gengu þau í hjónaband, sem lauk í fyrra, er Schroeter hvarf eiginkonu sinni og öðrum þeim sem hann hafði umgeng- izt. Fyrir tólf árum hitti önnur vestur- þýzk kona, Helga Berger, sem þá var tuttugu og fimm ára, karlmann, sem sagðist heita Peter Krause. Er timar liðu varð Krause að sögn Helgu henn- ar eina ást. Sú ást lifði þar til á árinu 1975. Þá hvarf hann sporlaust. Hanneliese Kress kynntist Rolf Reggentine og giftist honum árið 1966. Hann hvarfí fyrra. Sögur þessara þriggja vestur-þýzku kvenna og eiginmanna þeirra og ást- manna eru meira en réttar og sléttar ástarsögur. Inn í þær blandast spum- ingin um þjóðaröryggi Vestur-Þýzka- lands. Allir þrír karlmennirnir voru njósnarar austur-þýzkra stjórnvalda, sem notfærðu sér þau völd og áhrif sem þeir náðu yfir konunum til að komast að vestur-þýzkum hernaðar- leyndarmálum. Svo virðist sem Austur-Þjóðverjar r"—------------------------ Á umliðnum árum hefur Alþingi orðið tiltölulega valdalítil stofnun, þegar borið er saman við völd fram- kvæmdavalds og embættisvalds. Um sumt þarf þetta ekki að vera óeðlileg þróun. 1 tæknivæddu iðnaðarsam- félagi hefur löggjöf orðið æ flóknari. Það hefur aftur gert að verkum, að sérfræðikúnnátta er nauðsynleg á æ fleiri sviðum löggjafar. Alþingismenn hafa reynt að bæta sér upp þennan valdamissi með því að taka i vaxandi mæli að sér störf, sem raunverulega tilheyra framkvæmdavaldinu. Þeir hafa setzt í bankaráð og aðrar stjórnir peningamála, sem verða þeim mun valdameiri sem verðbólga er meiri og vextir þar með neikvæðari. Alþingis- menn hafa i vaxandi mæli ásælzt ann- ars konar stjórnir. Þetta þarf heldur ekki að hafa verið óeðlileg þróun, þegar þess er gætt, hvernig völd lög- gjafans hafa smám saman dregizt sam- an. Deildaskipting Alþingis Deildaskipting Alþingis á rætur að Kjallarinn VilmundurGylffason rekja til stjórnarskrárinnar árið 1874. Þá þegar var hún umdeild. Hún var sett á að erlendri fyrirmynd. Tólf þing- menn sátu i efri deild, og þar af til- nefndi konungur sex. Þetta þýddi í reynd að konungur hafði stöðvunar- eða Ieyniþjónusta landsinshafieinbeitt sér að veikasta punkti vestur-þýzkra öryggismála. Af reynslunni virðist mega ráða að það séu einkaritarar og starfskonur ráðuneyta, stjórnarstofn- ana og stjórnmálasamtaka. Allar höfðu konurnar þrjár, Kahl- ing-Scheffler, Berger og Kress, aðgang að ýmsum leyndarskjölum annað- hvort stjórnmálalegum eða hernaðar- legum. Allar höfðu þær verið notaðar til að koma upplýsingum um þessi skjöl í hendur Austur-Þjóðverja. Uppskera kvennanna þriggja hefur orðið vonbrigði, sorg og skömm. Þær hafa einnig verið dæmdar fyrir njósn- ir. Berger afplánar nú fimm ára dóm, Kahling-Scheffler er fyrir rétti ákærð fyrir njósnir og Kress hefur nýlega verið látin laus úr gæzluvarðhaldi en rannsókn á máli hennar er haldið áfram. Að sögn þeirra, sem við öryggismál fást í Vestur-Þýzkalandi, líta þeir mjög alvarlegum augum á mál þessi vegna þess að ritarar háttsettra embættis- manna hafa svo til jafnmikinn aðgang að Ieyndarskjölum og yfirmenn þeirra. Nærri undantekningarlaust eru hinir síðarnefndu karlmenn en ritaramir konur. Að mati vestur-þýzkra öryggis- gæzlumanna virðist svo sem karl- mennirnir séu varkárari og þeir geri sér Ijósari grein fyrir þýðingu þess að leyndarupplýsingar leki ekki frá þeim en konurnar. Þess vegna virðist svo sem Austur- Þjóðverjar reyni sjaldan að láta njósn- ara sína ná ástum karla i lykilstöðum. Aftur á móti nota þeir ýmiss konar „Casanova” til að ná ástum og jafnvel kvænast vestur-þýzkum konum, sem aðgang hafa að mikilvægum gögnum. Jafnvel eru þess dæmi að njósnarar hafi gengið að eiga konur, sem þeir síðar fá til að skipta um starf þar sem þær komast í leyniskjöl. Venjulega hafa þessar konur, sem í þessari aðstöðu lenda, engan áhuga fyrir stjórnmálum eða slikum kenn- ingum. Ekki heldur peningum þrátt fyrir að sumar þeira hafi tekið við ýmsum gjöfum að launum fyrir störf sín fyrir Austur-Þjóðverja. Konurnar hafa aldrei hlotið hörð- ustu dóma fyrir njósnir sínar en það er fimmtán ára fangelsi. Almennt er álitið að bæði konum og körlum beri skylda til að varðveita vandlega þær upplýsingar sem þau hafa um öryggis- mál lands síns. 1 Vestur-Þýzkalandi er brýnt fyrir einkariturum sem öðrum starfsmönnum að forðast kynni við karla og konur sem reyni að komast í kynni við viðkomandi. Ekki virðist það bera nægan árangur í það minnsta hvað varðar konurnar enda varla á öðru von. Einnig er reynt að takmarka þær upplýsingar, sem einkaritarar hafa að- gang að, við algjört lágmark þess sem af má komast til þær geti stundað starf sitt. Ekki hefur alltaf tekizt vel til i þeirri viðleitni. Dómari einn lét svo um mælt íeinuslikumáli, aðhlægi- legt hefði verið hve auðvelt hefði verið vald í annarri deild þingsins. Frá bæjardyrum konungs var auðvitað eingöngu verið að rýra vald hins is- lenzka Alþingis. Eftir að sjálfstæðis- málum var hins vegar komið í höfn gefur auga leið, að þessi skipan mála á engan rétt á sér. Hún er einungis til þess fallin að tefja fyrir og gera þingið óstarfhæfara og seinvirkara. Árum saman hafa legið fyrir Alþingi tillögur um að afnema deildaskiptinguna og gera þingið þar með starfhæfara, en þær hafa ekki náð fram að ganga. Af- 'nám deildaskiptingar Alþingis er hins vegar helzta forsenda þess, að annars konar breytingar nái fram að ganga, sem auki starfshæfni þess og raun- veruleg völd, án þess að ganga inn á svið framkvæmdavalds. Aðhald og eftirlit Annars staðar í lýðræðisríkjum hefur sú þróun átt sér stað, að á sama tima sem löggjafarsamkomur hafa misst vald til framkvæmdavalds og sérfræðinga, þá hafa þær tekið sér annars konar vald. Nefndir þing- /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.