Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. KJðTVEIZLAN A ESKIFIRDI — nokkur orð til Regmu f réttaritara Hcrdís Hermóðsdöttir EskiFirði skrifar: í frétt sinni um kjötveizluna hér á Eskifirði, sem birtist í DB. 22. september sl., lætur Regina fréttaritari mín að nokkru getið með sinni alkunnu gamansemi. En jafnan er það svo að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ekki ætla ég að gera miklar athuga- semdir við umrædda frétt en sé hins vegar að minni hennar er í nokkru ábótavant, og ég tel rétt að leiðrétta það. Hún segir að samþykkt hafi verið með 55 atkvæðum gegn 3 að kaupa sem allra minnst af kjöti. Þaö er alrangt. Um það voru aldrei greidd atkvæði, eins og fundargerðir og ályktanir frá fundunum bera með sér. Aftur á móti var skýrt tekið fram í ályktunum fundanna að ekki þyrfti að skora á húsmæður að kaupa sem minnst af kjöti, því það myndi leggjast niður af sjálfu sér, vegna þess okurverðs, sem á því var. Enda hefur sú ályktun staðizt. Það sýnir sig bezt við lækkun kjötverðsins, Benedikt Gröndal utanrfkisráðherra með aðalritara Sameinuðu þjððanna, Kurt Waidheim. FRAMBÆRILEGUR RÁÐHERRA Grandvarskrifan 1 sjónvarpinu í sl. viku birtist stutt frétt um, að utanríkisráðherra okkar, Benedikt Gröndal, hefði haldið ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna í New Vork. — Fylgdi kafli úr ræðunni. alltof stuttur auðvitað, en sýndi þó, að þarna eigum við frambærilegan mann, sem getur og kann að koma fram á alþjóðavettvangi. Benedikt talaði mjög góða ensku, hafði skýran framburð og bar sig mjög vel. Þegar ráðherrar okkar halda slíkar ræður erlendis, einkum á þessum vett- vangi, væri vel við hæfi að sýna þær í sjónvarpi síðar í heild. Þetta er gert víða erlendis, er ráðherrar þeirra landa halda merkar ræður eins og hér varumað ræða. Það væri t.d. gaman að fá að sjá og heyra, hvað „fótboltaliðið” okkar, sem sent var til New York á hafréttar- ráðstefnuna, talaði vel þar fyrir okkar hönd. — Sennilega hafa þeir enga slika ræðu haldið, enda hvorki haft getu né kunnáttu til, því þeir sendu brátt eftir sérfræðingi til þess aö koma þeim inn í málin. En hvað um það. Ræða Benedikts hefur að líkindum öll verið til fyrir- myndar ef dæma má eftir þeim stutta kafla sem við sáum í sjónvarpsfréttun- um hér heima. Þeir mega eiga það kratarnir að þeir hafa gjarnan átt góðum ræðumönnum á að skipa og er skemmzt að minnast dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er mjög góður mála- maður og vel ræðufær á ensku, sænsku og þýzku, a.m.k. og kemur mjög vel fyrir. Þetta hvort tveggja ætti að vera eitt af skilyrðum fyrir því að verða ráðherra, sérstaklega fyrir litla þjóð sem okkar, sem þarf mjög á því að halda, að ræðumenn ræði við erlenda um viðskipti og samskipti hvers konar. Það er oft ömurlegt að sjá marga þingmenn okkar halda ræðu og heyra, hvernig þeir stauta sig í gegnum ræður á erlendum tungum, eins og minnast má t.d. frá Norðurlandaráðsþingum, sem við höfum séð kafla úr í sjónvarpi. Hvar skyldi það hafa þekkzt, nema á íslandi, að menntamálaráðherra talaði ekkert erlent mál! — Já, það er mál að linrii þessum linnulausa kotungshætti og snobbi niður á við, að vera ekkert og gera ekkert, nema með samþykki hinna „lægst launuðu” eins og svo vinsælt er að vitna til hér. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 JÓNAS HARALDSSON að kjötið er keypt, sé verðið viðráðan- legt, og að ekki væri um neina offramleiðslu að ræða hefði svo verið. Þá er rétt að það komi fram, að um langt skeið hafa húsmæður hér ekki haldið fund um verðhækkanir á matvælum og ég hvorki hvatt né latt til kjötkaupanna. Hitt get ég sagt Regínu vinkonu minni, að til lítils hefði verið að leita til Reyðarfjarðar eftir kjöti, því það var búið að selja Færeyingum það allt á slikk, nema nokkra kjötskrokka, sem eftir voru af „kjarabótunum til öreiganna”. Þar stóð Pöntunarfélagið hér sig stórum betur. Og ekki er ofsögum sagt af önnum afgreiðslu- stjórans við afgreiðsluna á kjötinu á „lága verðinu.” En orðum mínum trú keypti ég þrjá skrokka af kjöti að þessu sinni. Varla geta það talizt miklar birgðir, þar sem aldrei eru færri en 6 manns í heimili. Þessu vil ég biðja DB að koma til Reginu, þó ég hefði nú kunnað betur við að eiga orðastað við hana á förnum vegi og svona fari nú að gefnu tilefni. Regina Thorarensen fréttaritari DB fær hér nokkrar linur frá vinkonu sinni og nágranna Herdísi Hermóðsdóttur. Gulræturnar biða i sekkjum eftir að komast i hendur kaupenda á úbmarkaðnum. Tvenns konar verð á gulrótum Þorkell Steinar hringdi út af klausu sem birtist í þættinum Raddir lesenda. Þar var undrazt á því að á útimark- aðnum á Lækjartorgi hafi verið tvenns konar verð á gulrótum. Blómaval hafi selt gulrætur á 390 kr/kg, en Ragn- heiðarstaðagulrætur hafi verið seldar' ’á 550 kr /kg. Þorkell sagði: „I fyrsta skipti sem markaðurinn var haldinn voru Ragn- heiðarstaðamenn og Blómaval með sama verð á gulrótunum, þ.e. 550 kr/kg, sem er langt undir venjulegu smásöluverði. Þá kostuðu gulræturnar á Græna torginu (Blómaval) um 600 kr /kg, en það er einnig talsvert’ undir smásöluverði. Viku seinna (þ.e. sl. föstud.) höfðu ekki orðið þær verð- breytingar, að Ragnheiðarstaðamenn teldu ástæðu til að lækka þetta verð. Það hafði Blómaval hins vegar gert án þess að ráðgast við Ragnheiðarstaða- menn. Þegar við komumst að þessu lækkuðum við okkar verð í 390 kr /kg til samræmis. Við vorum einnig með minni gulrætur ætlaðar í marmelaði seldar á 150 kr. og 250 kr /kg. Gulróta- rækt á Ragnheiðarstöðum stendur á gömlum merg. Þar er stærsti gulróta- garðurinn á íslandi og margir álita gul- rætumar þaðan hinar beztu sem völ er á, sætar og safamiklar.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.