Dagblaðið - 05.10.1978, Page 6

Dagblaðið - 05.10.1978, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. Við Holtsgötu 2ja til 3ja herb., 65 ferm íbúð á annarri hæð til sölu. íbúð þessi er sem ný. Allar innréttingar nýjar og vandaðar. Öll sameign afhendist ný- frágengin. íbúðin er tilbúin til afhendingar. HÚS OG EIGNIR Fasteignasalan, Bankastræti 6. Sími 28611. Lögmaflur Lúflvfk Gizurarson hrl. Laus staða Starf yfirullarmatsmanns á Suður- og Vestur- landi er laust til umsóknar. Starfið er 13,75% af ársstarfi og árslaunum. Umsóknir er tilgreini aldur og störf umsækj- enda skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 1. nóvember 1978. Landbúnaðarráðuneytið, 3. október 1978. Akureyri Umboðið á Akureyri óskar eftir blaðberum í eftirtalin hverfi: Miðbæ, Oddeyri og neðri hluta Brekkunnar. SMEBIABIB Sími 22789 Handlang Viljum ráða verkamenn í handlang hjá múrurum. Uppl. á skrifstofunni, Hramaborg, 1, 3. hæð. Byggung Kópavogi. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðing við barnadeild og heilsugæzlu í skólum. Getur verið fullt starf eða hluti úr starfi, eftir samkomulagi, dagvinna. Skólalækna við nokkra skóla í borginni. Meinatækni. Fullt starf, sem mætti skipta milli tveggja. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og aðstoðarborg- arlæknir í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Rcykjavik, 3. október 1978. Vatikanið: PÁn KVADDUR í HELLIRIGNINGU — nýtt páfakjör hefst 14.október Jóhannes Páll páfi var jarðsettur í gær. Þar með geta hinir rúmlega eitt hundruð kardinálar rómversk kaþólsku kirkjunnar snúið sér að undirbúningi kjörs nýs páfa, sem verður hinn tvö hundruð sextugasti og fjórði i röðinni. Stöðug rigning var í Róm í gær og þungbúið loft eins og undanfarna daga. Á annað hundrað þúsund manns voru á torginu fyrir framan Péturskirkjuna, þegar kardinálarnir fylgdu yfirmanni sinum og staðgengli Krists á jörðinni siðasta spölinn hérna megin grafar. Jóhannes Páll ríkti aðeins í þrjátiu og þrjá daga og við dauða hans verður nú að velja nýjan páfa i annað sinn á aðeins tveim mánuðum. Heimildir i Róm telja að kardinálarnir vilji flestir fá kennimann með svipaða starfsreynslu og Jóhannes Páll hafði. Er þá átt við kardinála, sem starfað hefur sem kennimaður utan Vatikansins í Róm. Kjöreftirmanns Jóhannesar Páls mun hefjast 14. október næstkomandi. Rigningin hefur hellzt úr loftinu i Róm siðan Jóhannes Páll páfi lézt og ekkert lát varð á þvi meóan jarðarför hans fór fram i gær. Á annað hundruð þúsund stóðu á torginu fyrir utan Péturskirkjuna á meðan kardinálar kvöddu páfa. Bandaríkin: Olíuskattur stendur í Bandaríkjaþingi — sér fyrir endann á orkuf rumvarpi Carters Nefndir öldunga- og fulltrúadeildar Bandarikjaþings felldu í gær frumvarps- drög sem gerðu ráð fyrir að draga mjög úr ráðagerðum Carters Bandaríkjafor- seta um að minnka innflutning olíu til Bandaríkjanna. 1 dag eru ráðgerðir fundir um þá hug- mynd forsetans að gefa þeim aðilum, sem leita nýrra oliulinda í Banda- ríkjunum, verulegar skattaivilnanir. Meðal annars sem deilt er um í þing- nefndunum er sérstakur skattur á bensinfrekar bifreiðir en þingnefndirnar gátu ekki komið sér saman um það mál og tillaga um lægri skatt á slíkar bif- reiðar en forsetinn vill, náði ekki fram aðganga. Sérstakur olíuskattur á notkun og skattaivilnanir vegna olíuleitar eru einu stóru atriðin, sem ekki hafa fengið loka- afgreiðslu í nefndum Bandaríkjaþings og eru tilbúnar til afgreiðslu i öldunga- deildinni. SLAPP ÚR HALDI MANNRÆNINGJANNA Tuttugu og tveggja ára gamall sonur italsks iðjuhölds flúði í gær- kvöldi úr höndum mannræningja með þvi að brjóta upp farangursgeymslu bifreiðar sem hann var geymdur í og' hlaupa á brott. Gerðist þetta í Napolí, en piltinum var rænt í Mílanó kvöldið áður. Talið er að mannræningjarnir hafi verið á leið til Suður-ltaliu en þar eru taldar höfuðstöðvar ýmissa samtaka mannræningja, sem tengsl hafi við glæpasamtök Mafiunnar. Mannrán þetta var hið þritugasta og annað á ítaliu i ár. Hafa mörg fórnardýranna eða aðstandendur þeirra orðið að greiða stórar fjárhæðir til að kaupa frelsi sitt úr höndum ræn- ingja sinna. Mannrán á Ítalíu hafa verið svo tugum skiptir árlega á þess- um áratug. Flest þeirra hafa eingöngu verið í auðgunarskyni. Munu þeir aðilar sem valið hafa sér stöðu hinum megin við lögin telja mannrán ein- hvern arðvænlegasta glæp sem hægt eraðstunda i nútíma þjóðfélagi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.