Dagblaðið - 05.10.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978.
9
Haukur
Hjaltason um
gagnrýni á
veitingamenn:
Sláturhúsin eyði-
leggja hráefnið
og hráef nisverð allt að f jórfalt hærra hér en erlendis
„Meðferð aligripa fyrir slátrun, í
slátruninni sjálfri og eftir slátrunina er
algerlega í molum hér auk þess, sem
ekki er raunhæft gæðamat á vörunni,
heldur eingöngu, heilbrigðismat. Þetta
er mergur þess máls að veitingahúsin
geta oft ekki boðið upp á þá vöru sem
framleiðslumenn vildu gjarnan geta
framreitt,” sagði Haukur Hjaltason,
fyrrverandi veitingamaður og núver-
andi heildsali með vörur fyrir veitinga-
hús.
DB ræddi við Hauk vegna leiðara i
blaðinu sl. þriðjudag þar sem nokkuð
var vegið að frammistöðu íslenzkra
veitingahúsa, einkum grillstaðanna.
Verðlag var einnig gagnrýnt.
Haukur tók fram að lýsing sín á
hráefnismeðferðinni ætti ekkert síður
við sláturhúsin en þá staði þar sem
bændur slátra heima. Lambakjöt þarf
t.d. að hanga i 4 til 6 daga eftir stærð í
þurrum kældum geymslum til þess að
meirna.
„Kjöt sem ekki fær að meima
verður þurrt, seigt og bragðvont, en
rétt meðhöndlað kjöt verður safaríkt,
meirt og bragögott ” sagði Haukur.
Eftir þvi sem hann kemst næst er
lambakjöt lengst látið hanga í 24 tíma
eftir slátrun hérlendis, eða brot af
nauðsynlegum tíma, með þeim
afleiðingum að vöðvar springa við
frystinguna og útkoman verður sem
fyrr er lýst.
Varðandi verðlagið sagði Haukur
að gjarnan gleymdist að taka tillit til
að t.d. kjúklingar kostuðu íslenzka
veitingastaði fjórfalt meiri en staði í
Bandarikjunum, Bretlandi og víðar og
nautakjötið væri hér tvisvar til þrisvar
sinnum dýrara en víðast á Vestur-
löndum.
Að lokum var Haukur spurður
hvað ylli þeirri stöðnun, sem virtist
vera á veitingastöðum hér, varðandi
fjölbreytni. Sagði hann það fyrst og
fremst stafa af íhaldssemi viðskipta-
vinanna, þeir hættu ekki svo glatt á að
kaupa nýja rétti. Þrátt fyrir tilraunir,
ýmissa veitingastaða í fjölbreytnisátt
væri árangurinn hvergi nærri erfiðinu
og kostnaðinum við það.
GJS.
Þjóðarrétturinn
öllu.
hamborgarí með
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
Subaru
árg. 77.
bilasqlQ
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 — Sfmi 19032
Magnús H. Kristjánsson sýnir á Mokka:
verður í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld kl.
20. Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Kaffiveitingar á boðstólum.
ALUR FÉLAGAR SÁÁ ERU
hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
þú með mitt númer
Ha, hva, hvað er þetta, tveir bílar með
sömu númer? Já reyndar, klikkun í
kerfinu. Benz U-399 og Cortina U-399,
þessir nágrannar hittust i Reykjavík i
gærkvöldi og að vonum voru
eigendurnir hissa að sjá þarna „systkina-
númer” sín. Vinstra megin á myndinni
er eigandi Cortinunar, Sigrún Fáskrúðs-
firðingur Ragnarsdóttir og við Benzinn
stendur Guðni Stöðfirðingur Árnason.
Hver fær góðu númerin, hún eða
hann?? Og að viðbættu má geta þess
að í Mosfellssveit keyrðu tveir bílar í
nokkurn tima í sumar á sömu númerun-
um svo það þarf eitthvað að laga til i
kerfinu.
G.H.P2DB-myndir G.H.P.
Aðalfundur SÁÁ
Magnús ásamt Krístjáni syni sfnum við eina myndina.
Heyrðu nú —
í rr.
Rekur hótel á Spáni —
málar í frístundunum
Um þessar mundir sýnir Magnús H.
Kristjánsson listmálari verk sín í Mokka-
kaffi. Eru það tíu olíumyndir og l svart-
krítarmynd.
Magnús er fæddur í Reykjavík árið
1934, sonur hjónanna Kristjáns
Magnússonar listmálara og konu hans
Klöru Helgadóttur. Hann stundaði nám
I Handíða- og myndlistaskólanum en
hélt síðan til Bandaríkjanna og stundaði
þar nám á árunum 1953—56 í Musem
School of Fine Arts í Boston. Til Spá'mr
hélt hann árið I958 og settist að í Tossa
de Mar, Costa Brava. Þar festi hann
kaup á landi og byggði þar hótel sem
hann starfrækir enn. Hann er kvæntur
spánskri konu og eiga þau þrjú börn.
í stuttu spjalli sem DB átti við
Magnús kom fram að ekki gætti mikilla
spánskra áhrifa í myndum hans. „Ég hef
ekki haft neinn tíma til að stúdera
spánska málaralist. Einu spönsku áhrifin
í myndum minum eru hreinlega fengin
úr litum náttúrunnar á Spáni. Gagnrýn-
andi einn i Barcelona sagði að stíll minn
væri gjörólíkur þvi sem þekkist á Spáni."
Við spurðum Magnús um tildrög þess
að hann settist að á Spáni.
„Mér hefur hvergi fundizt eins fallegt
og í Tossa de Mar. Þetta er um 2500
manna bær yfir vetrartimann en á
sumrin eru þarna stundum allt að 100
þús. manns. Bærinn er girtur fjöllum allt
um kring og stór vík gengur inn í bæinn.
Í þessari vik eru tværeyjar. I bænum má
aðeins byggja þriggja hæða hús svo
þarna eru engin risahótel og bærinn er
því mjög týpískur spánskur bær. Á þeim
tima sem ég kom til Tossa voru foreldrar
mínir báðir dánir og ég átti engin
systkin, svo það stóð ekki í veginum
fyrir því að ég settist að á Spáni. Þama
festi ég kaup á landi og ætlaði að hafa
hótelreksturinn í bakhöndinni, þvi erfitt
er að lifa af málaralistinni einni saman.
Sennilega hef ég ráðizt í allt of stórt í
byrjun en ég vann fyrir þessu með því að
vinna við húsamálningu og fleira. Nú á
ég sem sé 12 herbergja hótel, sem ég rek
ásamt fjölskyldu minni. Ég er fyrsti
íslendingurinn sem keypt hefur hótel á
Spáni.”
Magnús er eins og áðu,r sagði kvæntur
spánskri konu og á með henni þrjú börn,
I9 ára dóttur, 15 ára son og 7 ára son.
Magnús er ennþá íslenzkur ríkisborgari
og sagði að það kæmi til af því að hann
vildi að börnin gætu vaiið um rikis-
borgararétt þegar þau ná 20 ára aldri.
Kristján sonur hans, sem er 15 ára, er
með föður sínum hér núna. Hann ætlar
að læra hótelrekstur og væntir Magnús
þess að hann taki við hótelinu. „Þegar
svo er komið mun ég ekki gera annað en
að mála,” sagði Magnús og bætti þvi við
að hann vonaðist til að geta komið
hingað næsta ár með alla fjölskylduna
og stærri sýningu en nú. Hann hélt
sýningu ytra skömmu áður en hann
kom hingað og seldi hann þá mörg af
verkum sínum. Myndirnar eru allar til
sölu og kosta frá 150—250 þús. kr.
GAJ.
Bílar
Range Rover
árg. 72, skipti æskileg á ódýrari
bíl.
Plymouth Volare
árg. 78, skipti á ódýrari bíl korna
til greina.
Autobianchi
árg. 78, skipti á ódýrari bíl koma
til greina.
Cressida
•árg. 78, sjálfskiptur.
fVW Golf
árg. 76.
Peugeot 504
árg. 77,semnýr.