Dagblaðið - 05.10.1978, Síða 10

Dagblaðið - 05.10.1978, Síða 10
.10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5.0KTÓBER 1978. Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjón: Sveinn R. Eyjóifsson. Rrtstjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jó- hannes Roykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoöarfróttastjórar Atii Steinarsson og ómar ValdÉ marsson. Monningarmól: Aöalsteinn Ingólfsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, ENn Alberts- dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guöjón H. Pólsson. Ljósmyndir Ari Krístínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. GjakJkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aöabimi blaösins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 120 kr. eintakiö. Setning og umbrot DagblaðiÖ hf. SÍÖumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. SWJumúla 12. Prentun: Árvakur hf, Skeifunni 10. Bandamenn í umræðum dagblaða um misjafna hækkun þeirra um síðustu mánaðamót hafa sézt gagnrýniverðar fullyrðingar. Alvarlegust eru röng ummæli Harðar Einarssonar, stjórnarformanns Vísis, um,. að ríkið kaupi „ákveðinn blaðafjölda” af Dagblaðinu eins og af öðrum dagblöðum. Á fjárlögum hvers árs er sérstakur liður: „Til blaða”, sem notaður er til kaupa á „ákveðnum blaðafjölda” af hinum flokkspólitísku dagblöðum, til dreifingar í sjúkra- hús og ýmsar aðrar stofnanir. Blaðafjöldinn, sem keyptur er með þessum hætti, hefur sveiflazt frá 200 eintökum upp í 450 af hverju flokksblaði. Ekki er ljóst, hve mikill þessi eintakafjöldi verður í ár, því að hann hefur oft verið hækkaður í árs- lok. Það eru Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn, sem borguð eru af þessu fé. Aldrei hefur eitt einasta eintak af Dagblaðinu verið keypt með þessum kerfisbundna hætti. Hitt er svo annað mál, að Dagblaðið er keypt á óskipulegan hátt á ýmsum stöðum í kerfinu, af því að embættismenn þurfa á blaðinu að halda til að fylgjast með. Það eru kaup á hinum frjálsa markaði. Enda segir Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóðviljans, um hin skipulögðu kaup á flokksblöðum: „Með því að ákveða blaðakaup á fjárlögum er reynt að koma í veg fyrir, að forstöðumenn stofnana mismuni dagblöðunum eins og greinilega hefur orðið vart.” Ef embættismenn mættu sjálfir ráða, mundu þeir kaupa „sitt” blað og Dagblaðið. Nú fá þeir hins vegar skæðadrífu af dagblöðum, sem þeir kæra sig ekki um. Þannig kaupir ríkið eintök af Alþýðublaðinu, Morgunblaðinu, Tímanum, Vísi og Þjóðviljanum, sem annars mundu ekki seljast á frjálsum markaði. Þessi ríkisstyrkur fer því algerlega framhjá Dag- blaðinu eins og aðrar tegundir ríkisstyrkja til flokks- pólitískra dagblaða. Þess vegna lifir Dagblaðið eingöngu á hinum frjálsa markaði og þarf á hverjum tíma að vera verðlagt í samræmi við verðbólguna. Hin blöðin geta að meira eða minna leyti bætt sér upp bann við hækkunum eða skattpeningum úr ríkissjóði. Annað atriði, sem getur reynzt málstað Dagblaðsins hættulegt, er stuðningur Morgunblaðsins í orði. Margir gætu haldið, að þetta sé merki þess, að málstaðurinn sé rangur. En þeir mega ekki gleyma að í verki styður Morgunblaðið málstað Svavars Gestssonar viðskipta- ráðherra. Kjarni málsins er sá, að viðskiptaráðherra Alþýðubandalagsins vill láta hið opinbera ná betri tökum á dagblöðunum, eins og það hefur nú þegar á út- varpi og sjónvarpi. Það gerir hann með því að banna eðlilegar hækkanir vegna verðbólgu og veifa um leið hugmyndum um margvíslega ríkisstyrki framan í aðstandendur dagblaðanna. Þegar ráðherrann gerir tvennt í senn; að knýja fram taprekstur á dagblöðum og að undirbúa stórfellda aukningu ríkisstyrkja til dagblaða, er hann auðvitað að berjast gegn prentfrelsi í landinu. Frjáls pressa á við slíkar aðstæður um tvennt að velja. Annað hvort gengur hún í náðarfaðm samtryggingar stjórnmálaflokkanna. Eða þá að hún brýzt undan verðkyrkingu viðskiptaráðherra í þeirri von, að dómstólar hafi ekki alveg gleymt grundvallaratriðum lýðræðisríkja. Dagblaðið hefur valið síðari leiðina. IEIGIN SMIÐJU 0G ANNAPDA UmsýninguSigur^órs H M lm ImH Jakobssonar í Norræna húsinu Þaö hefur tekiö Sigurþór Jakobsson talsvert langan tíma að gera upp við sig að frjáls myndlist væri það sem best ætti við hann. Að þeirri niður- stöðu komst hann eftir langt nám í prentiðn og auglýsingagerð, en að hinu síðarnefnda vinnur Sigurþór hvunndagslega. En það er langt frá þvi að þeirri menntun hafi verið kastað á glæ í myndlistinni — um það vitna vönduð vinnubrögð hans. Höfuðverkur Sigurþórs hefur hingað til verið það sem nefna mætti „epígóna- komplex", þ.e. diúpstæð þörf fyrir sterkan læriföður i listinni. Áður var það Karl Kvaran og fáguð afslraksjón hans, en á sýningu þeirri sem Sigurþór nú heldur i Norræna húsinu, virðist hann vera að gera hvorutveggja í senn: leita að nýjum lærifeðrum og losa sig alveg við þá. Þetta hljómar eflaust eins og þverstæða, en sýningin ereinmitt þverstæðukennd í útliti. Mismunandi efniviður Á henni eru reyndar þrjár hliðar. talsvert ólíkar og ganga tvær þeirra upp en ein ekki. Mismunandi efniviður hefur einnig mikið að segja. Vaxkritarmyndir Sigurþórs eru af fingrum fram, hratt reiknaðar og er freistandi ,i fyrstu að nefna þá Svavar Guðnason og Kristján Davíðsson sem áhrifavalda. En við nánari skoðun þeirra kemur í ljós að önnur hrynjandi sem ekki er ættuð frá ofangreindum listamönnum og viröist að mestu einkarleg og fyrirboði einhverra umbrota i verkum Sigurþórs. Siðan eru það klippimyndirnar sem eru stærstur hluti sýningarinnar. Þær eldri bera vott um nokkuð öryggisleysi og byggjast mest á einfaldri samröðun ferhyndra forma klipptum úr ýmsum áttum, sem síðan drepa á dreif athygli áhorfanda. En i þeim nýrri virðist listamaðurinn hafa fundið sér eigin athvarf. Bútar eru haganlega klipptir til og límdir saman þannig að áherslur eru mestar nálægt miðju — litir passa Nr. 48 „Ferningar”, 77—78 Nr. 88 „Tilbrigði” 78 Vísitalan skelfur Hvað eru lífskjör? Hvað er kjarabarátta? Þessar spurningar eru ekki nýjar eða frumlegar. Þær hafa loðað við mannkynið frá upphafi. Það er sagt frá þvi i mannkyrissögu að þegar maðurinn bjó ennþá i hellum og barðist á frumstæðan máta fyrir lifi sínu hafi kjarabarátta verið mun einfaldari og jafnframt misk- unnarlausari en nú er. Þegar veiddist gekk þetta þannig fyrir sig að fyrst tóku þeir sterkustu og best tenntu aðgengilegustu bitana. Síðan komu ungar konur en afganga og bein fengu börn og tannlaus gamalmenni að naga. Hefðbundin skipting kökunnar var sem sagt nokkuð snemma á ferðinni. Ef grannt er að gáð fer sú skipting fram á svipaðan hátt enn þann dag í dag þó að ytri aðstæður hafi nokkuð breyst. Lifskjörum fólks má skipta i tvo meginþætti. Annars vegar er um frumþarfir manna að ræða. Hins veg- ar þá hlið sem snýr að fullnægingu andlegra og félagslegra þarfa. I nútíma „velferðarþjóðfélagi" ættu hinar andlegu þarfir að skipa öndvegi. Þar liggja möguleikar mannsins sem vitsmunaveru og sú menningararfleifð sem þjóðir heims hafa 'safnað er óendanleg uppspretta fyrir nýjar kynslóðir að bæta við og sækja i lifs- fyllingu og gleði. En vegna þess að maðurinn hefur afskræmt fullnægingu frumþarfanna þá hefur það aukaatriöi i nútíma lífi orðið að aðalatriði. Orsakir þessa eru svo margflóknar að ekki verður drepið á þær hér. Um þessa þætti mannlegrar hegðunar hafa verið skrifuð heil bókasöfn. Hagfræðingar, heimspek- ingar og þjóðfélagsfræðingar hafa velt málinu fyrir sér um aldaraðir. Eitthvað í mannlegu eðli hefur, orðið þess valdandi að alltaf hefur verið greiður aðgangur að manneskjunni þegar um hefur verið að ræða innihaldslausar gerviþarfir til viðbótar frumþörfunum. Ekkí er hægt að sakast um þetta einhliða við hinn almenna mann. Hér er við ofurefli að etja. Stærsti hluti af fjármagni hins vestræna heims er i dag bundinn i framleiðslu og auglýsingu gerviþarfa. Blóminn af forustu- mönnum í listum og visindum eru á mála hjá þeim aðilum sem framleiöa og viðhalda gerviþörfum. Þessi martröð er orðin svo víðtæk og djúpstæö að efnahagslíf vesturlanda myndi hrynja í rúst ef þessi iönaður legðist niður nema þá að um langa og skipulega þróun yrði að ræða. Þegar litast er um i þeim helli þar sem veiðibráð okkar islendinga er skipt kemur í ljós að þar rikir ekki ósvipað lögmál og i hellum frummannanna. Munurinn er þó sá að voldugustu aðilar i þjóðfélaginu skipta hér gæðun- urh. Þar er verkalýðshreyfingin númer eitt. Hún er sterkasta aflið og hún hefur mesta valdið ef hún vildi beita þvi. Undanfarin ár og áratugi hefur verkalýðshreyfingin rekið ákaflega grunnfærna pólitík við þessa skiptingu. Frá síðari heimsstyrjöld hafa þjóðartekjur islendinga verið yfrið nægar til þess að hægt hefði verið að fullnægja öllum frumþörfum manna og auk þess skapa möguleika til þess að sinna andlegum og félagslegum þörfum. Vegna skammsýni og þröngsýni verkalýðshreyfingarinnar hefur þessi æskilega skipting lifs- gæðanna verið úr tengslum við allan raunsæjan veruleika og skynsemi. Verkalýðshreyfingin hefur aldrei komist út úr þeim krepputíma þegar þjóðfélagið var svo einfalt að at- vinnurekendur sátu á peninga- seðlunum og baráttan stóð um að ná í þessa seðla þangað. Verkalýðshreyfingin hefur rekið nær einhliða krónutölupólitik og i þau fáu skipti sem út af þvi hefur verið brugðið hafa ekki verið hnýttir þeir pólitísku hnútar sem héldu. Fram á þennan dag hefur það verið ríkjandi skoðun í verkalýðshreyfingunni að pólitisk og fagleg barátta eigi að vera aðskilin baráttuform. Þessi kórvilla hefur orðið þess valdandi að þegar upp er staðið eftir mesta góðæri sögunnar standa meðlimir verkalýðshreyfing- arinnar að stórum hluta sem öreigar og eiga ekki til hnifs og skeiðar. Áður en lengra er haldið er rétt að reyna að rökstyðja aðeins þessa stóru fullyrðingu. I mjög grófum dráttum lítur dæmið þannig út. Almennir meðlimir og skjól- stæðingar verkalýðshreyfingarinnar liggja nú niður undir hungur- mörkunum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.