Dagblaðið - 05.10.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978.
13
Ml
Manch.
afford
tapaöi í Exeter
AstonVilla — Crystal Palace 1-1
Blackpool — Manch. City 1 -1
Chester — Norwich 0-2
Chesterfield — Charlton 4-5
Exeter — Bolton 2-1
Manch. United — Watford 1-2
Oxford — Nottm. Forest 0-5
Meistarar Forest eru nú greinilega að
ná sér á strik á Englandi. Þeir unnu
stóran sigur gegn Oxford United, 5-0.
Þeir Birtle, McGovern, Martin O’Neil,
John Robertson og Viv Anderson
skoruðu mörk Forest gegn Oxford. Af
þeim 11 félögum sem eru komin áfram í
16 liða úrslit eru aðeins 5 félög úr 1.
deild. Félög eins og Liverpool og Man-
chester United hafa verið slegin út af
liðum úr lægri deildum.
;greinilegtaö
sóknarleikur
áöur
lenzka markinu og sendi síðan eidsnöggt
inn á markteig þar sem Hoffmann kom
eins og elding og þrumaði í netið — inn-
siglaði sigur Þjóðverja, sem fögnuðu
mjög. Eftir þetta fór að gæta þreytu hjá
íslenzka liðinu. Þjóðverjar juku hraðann
og sköpuðu sér nokkur færi en voru full-
bráðir, skutu f ótíma. Stundum lék þó
lánið við landann, eins og þegar Stefán
Örn bjargaði á línu rétt fyrir lokin.
Leiknum var sjónvarpað og I kvöld
voru helztu kaflar sýndir aftur, íslenzku
leikmennirnir fengu að sjá aftur beztu
og verstu atvikin, eftir því hvor aðilinn
átti í hlut. Leikmenn höfðu sitthvað við
gjörðir sínar að athuga — svona í léttum
dúr. Eru hins vegar staðráðnir I þvi, að
láta mistökin sér að kenningu verða og
sigra Þjóðverja hér heima.
- emm
Staðan í 4. riðH er nú þannig:
Holland 1 1 0 0 3-0 2
Pólland 1 1 0 0 2-0 2
A-Þýzkaland 1 1 0 0 3-1 2
Sviss 0 0 0 0 — 0
ísland 3 0 0 3 1—8 0
ialle
Leppni landsliða
>markísumar
skora mark og það tókst,” en jafnframt
að vera fyrsta mark Péturs i landsleik
var þetta fyrsta mark landsliðsins í
sumar — is sem Youri Ilitschev var lengi
búinn að bíða eftir að brjóta.
Brúnin á okkur 5 íslenzku áhorfend-
um lyftist að vonum því eftir þetta kom
góður leikkafli íslendinga, sem setti
Þjóðverja um tima út af laginu. Eða þar
til Peter tókst að skora hálfgert heppnis-
mark úr þvögu, kastaði sér á knöttinn og
tókst að koma honum í netið með hnénu
að virtist, 2-1 á 29. minútu. Pétur og
Teitur fengu báðir færi á að jafna, en
mistókust tvívegis kollspyrnur, í góðum
færum. Einnig átti Atli gott færi eftir
lúmska aukaspyrnu Guðmundar Þor-
björnssonar en markvörðurinn varði
lúmskt skot Atla með naumindum í
horn.
Bezti kafli íslenzka liðsins var í byrjun
siðari hálfleiks þegar mest kvað að Karli
Þórðarsyni eins og áður var getið en
minnstu munaði þá að íslendingum
tækist að jafna þegar Árni Sveinsson tók
aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Knöttur-
inn fór yfir markvörð Þjóðverja og virt-
ist stefna niður í markið en lenti í þverslá
og út á völlinn, en Þjóðverjar náðu að
bjarga í horn.
Þegar tæpur stundarfjórðungur var
eftir fékk Peter, útherji Þjóðverja, knött-
inn út við hliðarlínu. Lék í átt að ís-
Arnór Guðjohnsen, Vikingurinn frá Lokeren, f góðu færi en skot hans fór yfir.
A-þýzkur
sigur í A-Berlín
Pólverjar sigruðu Sovétmenn 2-1 i
landsleik u-21 árs f Evrópukeppni lands-
liða f Zamosc. Staðan f hálfleik var 1-1,
mörk Pólverja skoruðu Okonski og Cio-
lek en Ponomariov svaraði fyrir Sovét-
menn.
í A-Berlfn sigruðu A-Þjóðverjar
Rúmena 1-0 f landsleik u-21 árs. Jahros
skoraði fyrir Þjóðverja á 72. mfnútu,
áhorfendur voru 2 þúsund.
Júgóslavar sigruðu Spánverja 1-0 f
Valladolid á Spáni, Con Davrok skoraði
þegar á 2. mfnútu með skalla.
DB-mynd Bjarnleifur.
Celtic tapaði
á Park Head
Celtic, Uð Jóhannesar Eðvaldssonar,
virðist nokkuð vera að missa flugið i
Skotlandi. í gærkvöld sigraði Mother-
well, enn án sigurs i úrvalsdeildinni,
Celtic i Glasgow, 1-0. Sigur Motherwell
fylgir 1 kjölfar ósigurs Celtic gegn Burn-
ley. Motherwell er nú neðst i úrvalsdeild-
inni, með aðeins tvö stig. Leikurinn var i
deildabikarnum í Skotlandi, þriðju um-
ferð, og var um fyrri leik liðanna að
ræða.
Meistarar Rangars sigruðu St.
Mirren 3-2 á Ibrox Park í Glasgow.
Kilmarnock sigraði Morton 2-0,
Hibernian vann nauman sigur á 1.
deildarliði Clydebank, 1-0 í Edinborg.
Þá virðist Ayr United nokkuð vera að
rétta úr kútnum eftir að Ally McLeod,
fyrrum framkvæmdastjóri skozka lands-
liðsins tók við stjórninni — sigraði
Falkirk 2-0 á útivelli.
Standard beið
lægri hlut
gegn
Anderlecht
Spenna í
Noregi
Mikil spenna er nú á toppnum í 1.
deildinni norsku i knattspyrnunni. Á
sunnudag sigraði Lilleström Joe Hooleys
Steinkjer 3-1 á heimavelli og náði við
forustu, þegar Start tapaði fyrir
Brann 4-2 í Bergen. Viking Tony Knapp
sigraði Bodö-Glimt 2-0 á útivelli. Tvær
umferðir eru eftir og staða efstu liða:
Lilleström 20 10 9 1 41 —19 29
Start 20 II 7 2 28—13 29
Viking 20 10 7 3 37—20 27
Valerengen 20 8 6 6 41—32 22
Möguleikar Standard Liege, liðs
Ásgeirs Sigurvinssonar i Belgfu, á að
blanda sér f baráttuna um belgiska
meistaratitilinn verða minni með hverri'
umferðinni f Belgfu. 1 gærkvöld beið
Standard lægri hlut gegn Anderlecht, 2-
0. Anderlecht hefur nú forustu eftir 7
umferðir með 12 stig en Standard er nú
fyrir neðan miðja deild með aðeins 7 stig.
Annars urðu úrslit í Belgfu í gær-
kvöld:
Winterslag — Charleroi 1-2
Lokeren — Courtrai 2-0
La Louviere — FC Brugge 2-2
FC Liege — Berchem 3-1
Beringen — Waterschei 2-2
Beershot — Lierse 3-0
Waragem — Molenbeek 1-1
ísland misnotaði góð
tækifæri í Laugardal
— og Holland sigraði 1-0 í unglingalandsleik þjóðanna
Hoilenzku strákanir sýndu mun betri
leik cn þeir íslenzku i UEFA-keppni
unglingalandsliðs á Laugardalsvelli i gær
—en þó voru tækifæri íslands betri og
fleiri. Holland vann 1—0. Með smá-
heppni hefði íslenzka iiðið svo hæglega
getað náð jafntefli. Jafnvel unnið. En
upplögð tækifærí fóru forgörðum og
möguleikar að komast f úrslitakeppnina
f Austurríki næsta vor nánast engir.
Hollendingar eru of sterkir fyrir okkur á
þessu sviði eins og öðrum i knatt-
spyrnunni.
íslenzka liðið byrjaði betur en smám
saman yfirtóku þeir hollenzku leikinn
með nettu spili. Miðherji þeirra
Holshuyzen fékk fyrsta opna færi
leiksins. Spyrnti laust framhjá. Það kom
Karl og Pétur
ekki til Twente
— Feyenoord nBýður betur” í
Reykjavík en þó er óljóst hver
áhugi Feyenoord er á Karli
Frá Magnúsi Gislasyni, blaðamanni
DB i Halle:
Skagamennirnir Karl Þórðarson og
Pétur Pétursson fengu skilaboð hingað
til Halle um að fara ekki til Twente
Enchede í Hollandi til að líta á aðstæður
— heldur halda heim til Reykjavíkur
með öðrum landsliðsmönnum. Ástæðan
er sú að formaður Feyenoord hafðirætt
við forráðamenn ÍA og boðið mun
betur.
Hins vegar hringdi faðir Karls út til
Þýzkalands I gærkvöld og hvatti Karl til
að fara með forráðamönnum Twente til
Hollands og lita á aðstæður, óvíst væri
hver áhugi Feyenoord væri á Karli. Út-
sendarar Twente komu til A-Þýzkalands
og horfðu á leikinn en reynt hafði verið
að senda skilaboð til Twente um þróun
mála, svo menn Twente færu ekki
erindisleysu til Þýzkalands en það var of
seint. Ekki var vitað annað en þeir hefðu
haldið frá Halle í gærkvöld, áleiðis til
Hollands.
íþróttir
Málið virðist allt hið snúnasta en ljóst
er, að Feyenoord hefur gert tilboð.
Hvernig það lítur út er allt á huldu enn.
Karl Þórðarson.
í ljós þarna og síðar að skotfimin var
veikasta hlið hollenzkra.
Skozki dómarinn Valentine þorði ekki
að dæma víti á Hollendinga, þegar
Lárus Guðmundsson komst inn fyrir
vörnina en var brugðið. Rétt á eftir
komst Arnór Guðjohnsen í opið færi.
Spyrnti yfir. Þar fór gott færi for-
görðum og tvívegis síðar komst
fyrirliðinn Benedikt Guðmundsson í
opin færi eftir aukaspyrnur. Skallaði
fyrst beint á hollenzka markvörðinn.
Spyrnti I siðara tilfellinu framhjá.
Minútu fyrir hálfleik náðu
Hollendingar forustu. Heimir Karlsson
missti knöttinn á miðju vallarins. Spyrnt
var langt fram og Talan, hinn eldsnöggi
útherji AZ ’67 hljóp vörnina af sér.
Skoraði örugglega. Hann var langbezti
maðurinn á vellinum. Framtíðarmaður i
hollenzkri knattspyrnu en heppni okkar
hve þeir hollenzku nýttu hann lítið í
leiknum. í s.h. voru Hollendingar mun
meira með knöttinn en markvörður
þeirra, Strijkers, þurfti þó að taka á öllu
sínu til að verja hörkuskot Ágústs
Haukssonar.
Ekki var ég sáttur við leikaðferð
íslenzka liðsins. Öllu þjappað inn á
miðjuna. Engir kantmenn — og það
getur ekki gengið, þegar bakverðirnir
fara nær aldrei í sóknina. Ágúst Hauks-
son var „sweeper” — leikinn og athugull
leikmaður, en allt of seinn i
uppbyggingu sinni. Oftast spyrnt fram
að vitateig mótherjanna. Þeir áttu létt
með að verjast því. í þau fáu skipti, sem
Ágúst tók þátt í sókninni varð þar meiri
broddur. Báðir bakverðir okkar of seinir
gegn eldfljótum mótherjum, sem nýttu
breidd vallarins vel. Allt annar og betri
bragður á leikaðferð hollenzkra — auk
meiri leikni og líkamsstyrks.
Þó var langt frá þvi að íslenzku
strákarnir lékju illa. Síður en svo. Þeir
mættu einfaldlega ofjQrlum sinum í leik
og skipulagi. Aukaspyrnur ísl. liðsins
góðar og sköpuðu mesta hættu hjá
Hollendingum. Óheppni að nýta þær
ekki betur. Arnór Guðjohnsen, ungi
Víkingurinn, sem nú er orðinn
atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, var
hinn eini í íslenzka liðinu, sem stóð Hol-
lendingum fyllilega á sporði. En hann
fékk úr litlu að vinna. Benedikt sterkur
leikmaður, svo og Heimir Karlsson.
Lárus nettur — en meiðsli háðu honum.
Skúli Rósantsson tók aukaspyrnurnar
vel — en mest kom á óvart KR-
ingurinn Snæbjöm Guðmundsson. Þar
er mikið efni á ferð. Dómarinn
Valentine dæmdi nokkuð þokkalega
nema þegar hann sleppti vitinu augljósa.
En sýndarmennska hans á leikvellinum
er nær óþolandi.
-hsim.