Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 4
4
Keflvíkingar - Suðurnesjamenn
Við bendum á eftirfar-
andi atriði sem vert er
að ihuga fyrir vetur-
inn.
Mótorstillingar með
fullkomnustu mæli-
tækjum og þjálfuðum
starfsmönnum.
Til ath. þegar skipt er
yfir á vetrarhjólbarða.
Rafmagnsviðgerðir:
Mæfing á rafkerfi og viðgerðir á rafökim, ræsum o.fl.
Hemlastillingar, hemlaviðgerðir og almennar viðgerðir.
Leigjum út Skoda Amigó bifreiðir.
BILAVIK HF.
Baldursgötu 14
Keflavík, sími 3570.
ATVINNA
SA UMAKONUR ÓSKAST
Bláfeldur
Síðumúla 31 (bakhús)
NÝJU mjóu hœlarnir eru komnir og
tilbúnir undir skóna yðar.
Verið viðbúin hálkunni, gúmmígadda-
hœlplöturnar fyrirliggjandi.
Víkkum kuldaskóna um legginn á mjög
skömmum tíma.
SKÓGLUGGINN H/F
RAUÐARARSTiG 16
Frúarskórnir
komnir aftur
Stærðird 1/2-71/2
Litunsvart
Kr. 10.970.-
Litungrár
Kr. 10.970.-
Litunsvart
Kr. 9.900.-
Litur:
Ijósbrúnt/brúnt
Kr. 9900.-
Postsendum
SKOGLUGGINN H/F
RAUÐARARSTIG 16 - SIM111788
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978
Aðstoð við
börn
í nauðum
Ester Siguröardóttir hringdi:
Vegna fyrirspurnar ungs manns í
DB nýlega um hvernig aðstoða megi
fátæk börn víða um heim, vil ég láta
þess getið að ég hef aðstoðað við
uppeldi á tveimur börnum undanfarin
tvö ár. Aðstoðin fer fram í gegnum
stór samtök, Christians Childrens
Found, sem hafa þetta markmið.
Samtökin hafa aðalstöðvar í Banda-
ríkjunum, en skrifstofu í Danmörku.
Heimilisfangið i Danmörku er:
CCF Börnefonden
Toldbodgade 35
1253
Köbenhavn K
Danmark.
Þeir sem taka þátt í slíkum
stuðningi við börn úti í heimi fá að
fylgjast með gangi mála. Þeir fá senda
mynd af barninu og skrifast jafnvel á
við það og geta hugsanlega heimsótt
barnið. Mánaðargreiðsla með barni
eru 95 kr. danskar á mánuði eða 5823
kr. íslenzkar miðað við gengi í dag.
Þessi upphæð dugar fyrir fötum,
skólagöngu, meðalahjálp og fl. fyrir
barnið. Haldið er bókhald fyrir barnið
og sá sem það styrkir fær yfirlit einu
sinni á ári. Allt eru þetta börn sem eru
í sárri neyð.
Vilji einhver hafa samband við
Ester vegna þessa máls er hún fús að
gefa upplýsingar. Síminn er 51754.
Þess má einnig geta að Hjálparstofnun
kirkjunnar hefur einnig milligöngu í
þessu máli og má hafa samband við
Guðmund Einarsson framkvæmda-
stjóra.
„Fólk sem býr i leiguhúsnxöi er yfirleitt fólk sem hefur ekki bolmagn til aö kaupa sér ibúö.” DB-mynd Hörður.
MALEFNASNAUTT
STJÓRNMÁLAPEX
Gunnar frá Galtará skrifar:
Hinir hellensku sofistar, sem uppi
voru um fjögur hundruð árum fyrir
Krist, héldu því fram að einn
málstaðurinn væri öðrum jafngóður,
og mest undir því komið að geta varið
skoðanir sínar með álitlegum rökum.
Sama sinnis virðast pólitikusar
nútimans, ef dæma má útfrá leik-
brúðulátbrögðum þeirra og orða-
skvaldri. Sumt háttemi apa þeir hver
eftir öðrum, þannig að orðalag verður
einhæft — næstum staðlað. Stundum
á það einnig við um framsetningu.
Samsett orð eru limuð sundur í munni
málflytjanda, líkast því sem þau séu
bitin í tvennt. Og þegar þessir sóma-
menn láta ljós sitt skina í sjónvarpi
sem þátttakendur í umræðum eða
viðtölum, þá virðist allrar látbragðs-
listar neytt til hins ýtrasta, til þess að
moðið gangi betur í háttvirt atkvæði.
Þetta vill fólkið, segja pólitikusar,
og hafa sennilega of mikið til sins
máls. Þess vegna verður það trúlega
ekki til vinsældaauka að hugsa
upphátt, álíka og gert er hér i eftir-
farandi ljóðlínum, en tilefnið var
sjónvarpskarp í þvílíkum dúr og hér að
framan er að vikið:
Bla-bla-bull og bitin orö og rykkir,
bölvuó þvæla, glott og höfuðhnykkir,
sýndarmennska, sérfræöi og órar,
sigurbros og vangaveltur stórar.
Juö og fuður, japl um hitt og þetta,
jafnar metin, leiðir fram hið rétta.
Ég-mundi-segja, jú, það leysir vandann
að jagast, bítast, slást um allan fjandann.
Þrugl og rugl i þúsund orða flaumi,
þverstæður og stagl með háum glaumi.
Þetta er, sem þjóðin mín vill heyra.
Hún þakkar fyrir, — biður svo um meira.
Erla Sigurðardóttir Safamýri 36
skrifar:
Bréf þetta skrifa ég til að vara hús-
næðislaust fólk við bröskurum hér í
bæ, sem notfæra sér neyðarástandið
sem nú rikir í húsnæðismálum.
Nýlega var ég húsnæðislaus eins og
hundruð annarra landa minna. Eftir
árangurslausar auglýsingar í dag-
blöðum leitaði ég á náðir leigu-
miðlunar einnar hér í bæ. Borgaði ég
tíu þúsund krónur fyrir að nafn mitt
yrði sett þar á skrá.
Tveimur dögum siðar hringdi ég á
miðlunina og sagðist hafa fundið hús-
næði og skyldi nafn mitt því tekið af
skrá.
Þegar ég minntist á að sækja
peningana mína tilkynnti herrann mér
að þá fengi ég alls ekki aftur. Hófst þá
orðarimma okkar á milli, sem réttlæti
á engan hátt vinnuhætti leigu-
miðlunarinnar.
Spurði maðurinn mig hvernig slík
miðlun ætti að geta gengið ef allir
ættu að fá peningana sína aftur.
Því er til að svara að ef árangur
leigumiðlunarinnar er einhver fengju
alls ekki allir peningana sína til baka.
Ef húsnæðisleysingjar fá ekki peninga
sína endurgreidda hafa þeir enga
tryggingu fyrir að miðlarinn reyni
nokkuð til að útvega þeim húsnæði.
Hánn myndi hvort sem er ekki fá
meiri peninga fyrir það.
Þrátt fyrir að hann héldi fram
metnaði sínum í að finna húsnæði
handa fólki er vel hægt að ímynda sér
umrætt fyrirtæki á eftirfarandi hátt:
Miðlari tekur við tíu þúsund
krónum frá fólki fyrir að skrifa nafn
þess niður. Hann hefur enga ástæðu
til að leita að húsnæði fyrir það. Ef svo
óliklega vildi til að húseigandi hringdi i
hann og byði húsnæði kostaði það
miðlarann eitt símtal að hringja i
eitthvert nafn af löngum lista.
Hvernig er bókhald hjá slíkum fyrir-
tækjum? Að vísu munu húsnæðis-
leysingjar fá kvittum fyrir borgun
sinni, en þeir gefa ekki slikt upp til
skatts svo leigumiðlarar geta verið
eins skattfrjálsir og vændiskonur. Eru
til einhver lög í þessu landi sem ná yfir
slika starfsemi?
Umtalinn miðlari sagði það borga
sig fyrir húsnæðisleysingja að skipta
við sig í stað þess að eyða allt að
þrjátíu þúsund krónum í auglýsingar i
dagblöðum.
Rétt er að slíkar auglýsingar bera
sjaldnast árangur vegna neyðar
þeirrar sem nú rikir í húsnæðismálum.
En með dagblaðaauglýsingum hefur
fólk þó tryggingu fyrir að bón þess
birtist á prenti, í stað þess að nafn þess
rykfalli í skúffum húsnæðisbraskara.
Ýmislegt fleira væri hægt að segja
um þessa glæpastarfsemi en aðeins
eitt aðlokum.
Fólk sem býr í leiguhúsnæði er
yfirleitt fólk sem hefur ekki bolmagn
til að kaupa sér íbúð. Leigumiðlarar
notfæra sér máttleysi og fátækt hús-
næðisleysingjans og gera aura þeirra
aðsinni tekjulind.
Ef fimmtán manns leita til miðlunar
daglega gerir það 150.000 krónur.
Vikugróðinn er 750.000 krónur og
mánaðargróðinn þrjár milljónir.
Ég vil vara fólk eindregið við
þessum glæpamönnum og hugsa sig
um tíu þúsund sinnum áður en það
leiðist út í slík viðskipti.
Málfar stjórnmálamanna er einhæft og staðlað að mati bréfritara.
Varúð — leigubraskarar