Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 TILRAUN SEM VERT ER AÐ GERA Þverskurður af tillögu bréfritara Malbikuð ræma sem hugsuð er til að draga úr hraða ökutækja. Sjá má afstöðu malbikuðu ræmanna við gang brautina. —til aðforðast hin hryggilegu gangbrautarslys — upphækkuð malbikuð ræma fyrirframan gangbraut ,j,. Bréfritari telur þessar ræmur koma veg fyrir slikan framúrakstur. 5077-2071 skrifar: Á undanförnum árum hafa orðið hörmuleg gangbrautarslys. Engu er líkara en að það sé öruggara fyrir gangandi vegfarendur að fara yfir götu þar sem ekki er merkt gangbraut. Þessa uggvænlegu þróun verðum við ökumenn að athuga nánar. Okkur ber að draga úr ferð áður en við komum að gangbraut en það vill oft gleymast. í efra Breiðholti hafa verið gerðar bungur á akbrautirnar og þær mjókkaðar þannig að aðeins einn bíll komist yfir í einu. Þetta hefur gefið góða raun. En slíkt er ekki hægt að gera á miklum umferðargötum. Þar sem ljósaútbúnaður er mjög dýr og langt i land með að koma honum upp við þær gangbrautir þar sem mest umferð er hefur mér komið ráð í hug. Sett yrði ræma af malbiki, eins og ég sýni á teikningu sem birtist með grein- inni. Þessi ræraa yrði framan við gang- brautina, hvor sínum megin, þannig að hver bíll þyrfti aðeins að að fara yfir eina ræmu. Ræmurnar yrðu alveg við gangbrautina þannig að ekki yrði hægt að leika þann leik sem sýndur er á teikningu nr. 2. Með þessu skapast ekki hætta þótt ekið sé hratt yfir, en óþægindi verða er bifreiðin fer ofan af bungunni, því þeim megin er meiri bratti en þar sem billinn kemur að. Það verður aflíðandi halli. Ekki þarf að myndast bílalest við gangbrautirnar vegna þessa. Bifreiða- stjórar þurfa að draga úr hraðanum niður í 30 km hraða. Þar sem það veldur þvi að bílstjórinn er kominn með fótinp á bremsuna skapar það öryggi. Ef stoppa þarf skyndilega sparast sekúndubrot við það að fótur- inn er þegar á bremsunni. Ég vona að þetta verði tekið til reynslu, því fátt er hryggilegra en ef ekið er á gangandi vegfaranda. Félagáhuga- fólks um umferðarmál Sigurður Gíslason hringdi: Hvers vegna eru varnir gegn umferðarslysum ekki teknar fastari tökum. Það er stórkostlegt hagsmuna- mál að koma i veg fyrir umferðarslys. Það má sýna fram á það með rökum að þeir sem verst verða úti i umferðar- slysum eru þeir sem minnst mega sín. Það eru börn, gamalmenni og þeir tekjulægstu, sem aka á ódýrustu og veigaminnstu bílunum. Þeir sem telja sig túlka sjónarmið þessara hópa, t.d. foreldrar, ASÍ, Slysavarnafélagið og fleiri, ættu að hafa forgöngu um stofnun félags áhugafólks um umferðarmál. Þetta félag ætti að þrýsta á dómsmálaráð- herra sem æðsta aðila umferðarmála að skipuð yrði ópólitísk nefnd til að gera allsherjarathugun á umferðar- málunt hér á landi og benda á leiðir til úrbóta. Kanna ætti i þvi sambandi hvernig þeim rnálunt er háttað i nágranna- löndum okkar. í Svíþjóð er t.d. sér- stakt rannsóknarráðá sviði umferðar- mála. Þegar niðurstöður nefndarinnar lægju fyrir ætti að fá fólk sem kann vel til verka til að skipuleggja umferðar- slysavarnir. Nefna má, t.d. verk- fræðinga, tæknifræðinga, auglýsinga- fólk og fl. Kostnaður yrði síðan greidd- ur úr sameiginlegum sjóði. Einnig ætti verulegur hluti tryggingariðgjalda að renna til þessara starfa. Pólitísk ráð og nefndir sem starfa að þessum málum ættu að fá frí. Umferðarslysavarnir eru hagsmuna- mál almennings og blóðugt að horfa upp á kák og dauðyflishátt i þessum málum. Draslið á Holtsgötunni sem Guðrún'talarum. DB-mynd Ragnar Th. Drasl á Holtsgötunni Guðrún Guðmundsdóttir, Vesturgötu 35, hringdi: Við Holtsgötu 35 er verið að endurbæta hús, en óþarflega mikill sóðaskapur virðist því samfara. Ég hef gengið þarna um undanfarnar tvær vikur og ekki séð að nein bót hafi verið ráðin þar á þeim tíma. Þarna eru stór ílát full af drasli og drasl á gangstéttunum. Ef eitthvað hvessir fýkur bréfadrasl út um allt frá þessu. Þarna þyrfti að þrífa jafnóðum, það drasl er til fellur vegna fram- kvæmdanna. Þríf ið eftir hundana Hundaeigandi I Reykjavík hringdi: „Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Kæru hundaeigendur. Mig langar til að koma á framfæri smá athugasemd um óþrifnað á almannafæri sem okkar fjórfættu tryggu vinir eru svo oft valdir að. Auðvitað þurfa þeir að gera sínar þarfir eins og aðrir og þá stundum hvar sem er og hvenær sem er. Ekki þætti okkur geðslegt ef ein- hver, sem óafvitandi hefði stigið ofan í hundaskít, bæri þetta síðan um allt okkar heimili. Það er nú einu sinni þannig að ekki er lengur til siðs að fara úr skóm þegar inn er komið. Takið þvi alltaf með ykkur plastpoka þegar þið farið út að ganga með hundinn. Það fer ósköp lítið fyrir slíkum pokum i vasa eða veski. Þrífið upp eftir ykkar hund. Hver veit nema við fáum nokkur atkvæði í staðinn og þó ekki væri nema vegna tillitssemi við aðra.” Vitni vantar að árekstri Einar Arnarson hringdi: „Mig vantar vitni að árekstri sem varð á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar 27. júní sl. Þarna lentu í árekstri grá Toyota Mark II og grænn Volkswagen. Árekstur þessi varð laust eftir hádegi. Sá er kynni að hafa orðið vitni að þessum árekstri er beðinn að hafa samband 73378.” við Einar i síma RarJdir lesenda einnig á bls. 4 Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavinnu auðveldari en áður: NECCHI SILTJIQ fm NECCHI SILTJIO saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SILOIO saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILTJICJ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SlLLflO saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHI SILTJIQ saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. NECCHI S1L7JIQ saumavélum fylgir nákvamur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Útsölustaðir víða um land. Einkaumboð á íslandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 /Pekking 'feynsla Sendum bæklinga, ef óskað er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.