Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 9 Þyrstur maður hugsarekki um mengun „Þegar maður er þyrstur, þá hugsar maður ekki um mengun,” sagði Bourj Mammoud og fékk sér slurk úr götu- ræsinu. Og ef dæma má eftir mynd- inni eru fleiri sem taka mengunina ekki með í dæmið. Myndin er tekin í hinum kristna hluta Beirút. Þar flæddi vatnið um göturnar eftir að vatns- leiðslur voru eyðilagðar. Loft hefur verið lævi blandið í Beirút undanfarið. Átök hafa brotizt út við og við, þó hefur vopnahlé haldizt að mestu. Mestum deilum hefur valdið yfirlýsing utanríkisráð- herra Ftakka, en hann lýsti því yfir aö kristnir hægrimenn hefðu átt upptökin aðóeirðunum í Beirút. Mörg blöð hafa krafizt þess að ráð- herrann segi af sér vegna þessara ummæla, en utanrikisráðherrann hefur haldið því fram að ummælin hafi verið rangtúlkuð í fjölmiðlum. Spánn: Greið/ð ekki atkvæði segja foringjar Baska Leiðtogar þjóðernissinnaðra Baska á Spáni hafa hvatt Baska til þess að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá á Spáni, sem fram fer snemma í desember nk. Hin nýja stjórnarskrá á að taka við af stjórnar- skrá þeirri er sett var í valdatið Frankos, fyrrum einræðisherra á Spáni. Baskar telja að hin nýja stjórnarskrá taki ekki nægilegt tillit til sögulegra réttinda Baska. Ákvörðun leiðtoga Baska, Carlos Garaicoechea, kemur illa við ríkis- stjórn Adolfo Suarez, sem reynt hefur að miðla málum í norðurríkjum landsins, þar sem Baskar eru fjölmenn- astir. Þjóðernisflokkur Baska hefur kraf- izt meira sjálfræðis Baska. Flokkurinn hlaut flest atkvæði í norðurhéruðun- um í síðustu kosningum, og var aðeins sósíalistaflokkurinn sem komst til jafns við hann. Flokkurinn hefur nýlega tekið upp harða stefnu gegn ofbeldisverkum aðskilnaðarsinnaðra Baska, ETA, sem staðið hafa fyrir mörgum hryðjuverk- um að undanförnu. Stjömustríðsmenn í raun Kvikmyndin Star Wars hefur gert fádæma lukku eins og kunnugt er. Við tslendingar fáum nú að berja augum þessa mynd sem sópaði að sér Óskarsverðlaunum nú í ár. t myndinni leika alls kyns figúrur en hér að ofan eru nokkrir leikaranna á bak við figúrurnar. Frá vinstri talið má nefna Harrison Ford, sem lék Hans Solo, Antony Daniels sem lék vélmennið C3PO, Carrie Fisher, sem lék prinsessuna og Peter Mayhew sem Chewbacca. Spánn: Fimmtán fiýðu úr fangelsi — í gegnum göng úr einum klefanna Lögreglan i Murcia á suð-austur Spáni leitar nú með aðstoð lögreglu- hunda 12 fanga sem sluppu úr fangelsi i Murcia á laugardagskvöld. Fang- arnir sluppu eftir göngum úr fangels- inu. I gær tókst lögreglunni að hafa hendur i hári þriggja úr hópnum. Einn mannanna, sem biður dóms vegna morðs á leigubílstjóra, var handtekinn 75 km frá flóttastaðnum við vegatálmun í bænum Alicante. Fangarnir 15 sluppu út er þeir ásamt öðrum föngum horfðu á kvikmynd í sjónvarpinu. Mennirnir hurfu einn og einn úr salnum, þannig að verðir tóku ekki eftir neinu óvenjulegu. Þeir komust í gegnum göng, sem grafin höfðu verið út frá einum fangaklefan- um. Þetta er í annað skipti á 3 mánuðum sem fjöldi fanga sleppur úr fangelsi á Spáni. I júni sluppu 45 fangar úr fang- elsi i Barcelona, einnig í gegnum göng. Hluti þeirra sem þá sluppu náðist ekki fyrr en mánuði eftir flótt- ann. Þá höfðu þeir rænt banka, skotið ungan mann til bana og sært lögreglu- mann og öryggisvörð banka alvarlega i skotbardaga. Filippseyjar: Neyðarástand vegna felli- bylsins Ritu A.m.k. eitt hundrað manns létu lifið á Filippseyjum af völdum fellibylsins Ritu sem fór yfir landið í siðustu viku. Mörg smáþorp eru gjörsamlega í rúst- um eftir óveðrið og tjónið er lauslega metiðá 16—17 milljarða króna. Þúsundir manna hafast enn við á húsþökum vegna flóða er fylgdu í kjöl- far fellibylsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Luzon, aðalhrísgrjóna- ræktarlandi landsins, norður af höfuð- borginni. Stjórnvöld á Filippseyjum segja að 600 þúsund manns hafi orðiiT fyrir tjóni af völdum fellibylsins. Ferdinand Marcos forseti flaug í gær yfir þau svæði sem verst urðu úti. Hundruð húsa og skóla voru horfin á þeim svæðum er verst urðu úti, t.d. i Nueve Ecija, Tarlac, Pampanga og Bulacan. Bandariskar björgunarsveitir eru komnar á vettvang til þess að aðstoða innlenda björgunarmenn viðstörf sin. NewYork: FLUGSTANZ HJA PANAM —vegna óvænts verkfalls starf smanna Farþegar bandaríska flugfélagsins um að koma aftur til vinnu, en þeir hafa Pan Am sjá nú fram á langa bið á flug- ekki sinnt þeim kröfum. Þetta er þriðji völum og frestun áætlunarferða. Starfs- dagurinn sem deilan stendur. öllum menn krefjast launahækkana og til- flugferðum frá New York seinkaði í gær kynna veikindi til þess að leggja aukna um margar klukkustundir vegna þessa áherzlu á kröfur sínar. ólöglega verkfalls starfsmannanna. Dómstóll hefur skipað starfsmönnun-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.