Dagblaðið - 30.10.1978, Síða 23

Dagblaðið - 30.10.1978, Síða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1978 Það er yfirleitt hin mesta raun að lesa yfir dægurlagatexta þá sem samdir eru hér á landi og eiginlega ekki leggjandi á neinn nema gallharða masochista. Hjálpast þar venjulega allt að, baslið við að rima, heimóttar- leg hugsun og orðskripin og er furðulegt að sumar ágætar raddir skuli taka að sér að kyrja þetta yfir lands- byggðina. Þó eru á þessu heiðarlegar undantekningar — textar Megasar, Spilverksins, Þursanna og eflaust fleiri manna. Það var því með nokkrum hjartslætti að ég opnaði sinnepsgult hefti, hamrað utan, eftir Jónas Friðrik Guðnason sem dægurlagasérfræð- ingar blaðsins tjá mér að hafi skrifað mikið fyrir Rió-tríóið meðan það var og hét. Skondnar skoðanir Sjálfur man ég ekki til þess að hafa heyrt eða lesið hugarsmíðar hans fyrr — nema þá óvart. En viti menn — það kemur í ljós að höfundur er bráðfynd- inn, laginn smiður á hendingar, rím, stuðla o.s.frv. og tekst bærilega að koma orðum yfir skoðanir sínar, bæði skondnar og háalvarlegar. Reyndar er eins og höfundi láti betur að vera kerskinn en syrgja fornar ástir, æsku og horfna tíð eins og allir hinir Ijóða- smiðirnir. Um þjóðhetjuna segir Jónas Friðrik: „Því álpast hann alsæll, en blindur,/ í ástarfaðm verndara sinna” — taki það til sín sem eiga. Sveitalífs- rómanar og höfundar þeirra fá einnig skeyti: „í þaulausnum hlandforum horfinna sveitalífsdrauma / hangir á fótunum lendarý, uppþornuð kelling / og er að prjóna sér eldhúsreyfara gildan, / um ástir í dalnum, hrærir kynlegan velling / flatbrjósta orða, fær þeim vanaðan stelling.” Jónas Friðrik Fyndnin uppgötvuð Orðljótur hagyrðingur Og útkoman verður sú, samkvæmt J. Friðrik: „Og bókin kemur og selst að sjálfsögðu helling, / og svo verður kellingin nóbelsskáíd eins og hjnir”. Skáldið virðist sem sagt eiga meira sameiginlegt með orðljótum hagyrðingum fyrri tima en pempium nútíma ljóðagerðar. Jónas F. er á móti ansi mörgu i Ijóðum sínum: kjafta- kerlingum, köttum, rauðsokkum, afætum, jafnvel trimmi: „Línurnar eru óðum að skýrast / og árangur næsta lokkandi;/ Þeir, sem voru feitir í fyrra, / eru farnir til himna, — skokkandi.” En J.F. er lagið að vinna úr forsendum sínum frá upphafi til enda, jafnvel í lengri Ijóðum. Gott dæmi um þetta er „Myndlist” sem leitt er til lykta alveg „konsekvent” og eitthvað V ■ — er sagt, og heynst þrátt fyrir glamrið í sumum ljóðlínunum. Lipur að gera gagn Á þessu stigi málsins mundi einhver saka höfund um kaldhæðni og mann- hatur en alvörugefnari kveðskapur skáldsins hlýtur að breyta þeirri skoðun. J.F. Guðnason er ekki bara „spéfugl, en lipur að gera gagn" („Strákurinn Jón”) heldur talsvert glúrinn þegar kemur að hjartans málum. Ljóð eins og Við (bls. 57) og Álfkonan (bls. 58) mundu sóma sér vel I hvaða Ijóðabók ungs manns í dag sem er. En óneitanlega er gáskinn skemmtilegri aflestrar. Kannski ung skáld á Íslandi séu að uppgötva kímni- gáfunafyriralvöru. SÆTAÁKLÆÐI Efni: flauel, perlon, velúr, pluss, ullog loðið poly-acryl. Valshamar, Lœkjargötu 20, Hafnarfirði. Sfmi 51511. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 31. okt. 1978, kl. 13—16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Mercury Comet fólksbifreiö árg. 1975 V olvo 142 fólksbifreið árg. 1973 Ford Cortína fólksbifreið árg. 1975 Ford Bronco árg. 1975 Ford Bronco árg. 1973 Land Rover bensín, lengri gerð árg. 1972 Land Rover bensín árg. 1972 Land Rover dísil árg. 1970 Gaz 69 torfærubifreið árg. 1972 Gaz 69 torfærubifreið árg. 1956 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1974 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1973 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1973 V olkswagen 1300 fólksbifreið árg. 1973 Volkswagen 1300 fólksbifreið árg. 1972 Volkswagen 1200 fólksbifreið árg. 1972 Volvo Duett station árg. 1964 F ord Escort sendiferðabifreið árg. 1972 Ford Escort sendiferðabifreið árg. 1972 Ford Econoline sendiferðabifreið árg. 1974 Chevy Van sendiferðabifreið árg. 1973 Chevy V an sendiferðabifreið árg. 1973 Chevrolet Suburban 4x4 árg. 1971 F ord Transit sendiferðabifreið árg. 1973 Ford Transit pallbifreið árg. 1971 Dodge Power Wagon árg. 1968 Volvo vöru/fólksflutningabifreið árg. 1960 Snow Trac vélsleði árg. 1972 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Eftirt'alin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjónustu Dagblaðsins: 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkai*"Q- Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöð auk afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Kaupsamningar og víxiieyouoioo 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: Húsaleigusamningar. iBlAÐIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.