Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.10.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30.OKTÓBER 1978 KAUPMENN - HÚSFÉLÖG! SMÍÐUM FRYSTI- OG KÆLIKLEFA ÖDÝRARA EN INNFLUTT ásamt hurðum og búnaði fyrir verzlanir og fjölbýlishús. Útbúum einnig gufuböð, t.d. f. fjölbýlishús. Jafnframt smíðum við alls konar verzlunarinnréttingar, svo sem kassaborð o.fl. Öll tilheyrandi málmsmíði innifalin. Föst tilboð eða tímavinna. Sérsmíði Reykjavíkurvegi 72, við hliðina á Kostakaup Hafnarfirði Kvöldsímar 36529 - 92-6620 og 85446. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Skíðin komin Einnig ódýr barna- og ungiingaskíði. Stærðir: 120—130 m/plastsóla og skrúfuðum stálköntum, kr. 10.900.- 140—175 glassfiberskiði m/plastsóla og felldum stálköntum. Verð AÐEINS kr. 17.500.- öryggisbindingar með skiðastoppurunum LOOK jtORDICA Skíðaskór Póstsendum samdægurs ffHTffl Glæsibæ sími 30350 o usa FRAMHALDSRANNSOKN GUÐBJARTSMÁLSINS HJÁ RANNSÓKNARLÖGREGLU Ríkissaksóknari mun væntanlega á næstu dögum gera þá kröfu til Rann- sóknarlögreglu ríkisins, að hún hlutist til um rannsókn á fjármálastarfsemi Guðbjarts heitins Pálssonar og meintu misferli i þvi sambandi. Hæstiréttur staðfesti fyrir helgina úr- skurð sakadóms Reykjavíkur frá síðsumri þess efnis að rannsókn þessi ætti frekar heima hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins en sakadómi. Það var 28. júlí í sumar, að ríkissak- sóknari skrifaði sakadómi bréf með kröfu um framhaldsrannsókn á máli Guðbjarts, en sakadómur var með mál hans.,til meðferðar er hann lézt i fyrra. Sakádómur úrskurðaði að vegna réttar- farsbreytinga ætti Rannsóknarlögregla ríkisins að annast rannsóknina. Ríkis- saksóknari áfrýjaði þá úrskurðinum til Hæstaréttar, sem hefur kveðið upp dóm sinn. ÓV. Olafsfjörður: 20 barna foreldrar taka skóflustungu að nýju bamaheimili Hjónin Finnur Björnsson og Mundína Þorláksdóttir, foreldrar 20 barna, tóku fyrir skömmu fyrstu skóflu- stunguna að fyrirhuguðu nýju barna- heimili á Ólafsfirði. Reyndar búa þau skammt utan við staðinn, eða á Kleifum, sem er norðan fjarðarins gegnt kaupstaðnum. Blaðið íslendingur á Akureyri skýrir frá þessu og þar kemur fram að fullbyggð verður byggingin 568 fermetrar. Um árabil hefur leikskóli verið starf- ræktur á Ólafsfirði í óhentugu húsi. -G.S. að nú var leikinn nýlegur farsi sem að sögn leikskrár hefur að undanförnu verið sýndur við miklar vinsældir í sjálfu breska þjóðleikhúsinu. Það finnst mér út-af fyrir sig trúlegt að Rúmrusk geti i heimalandi sinu og meðferð afburða-leikara orðið litt mótstæðilegur hlátursleikur, en ósanngjarnt væri að fara að bera sýninguna í Austurbæjarbíó saman við ímyndun sina um slikar meðfarir. Hitt er víst, og sjálfsagt nóg, að eftir okkar hætti er Rúmrusk lipur og þó nokkuð skoplegur gamanleikur, miklu geðþekkara og glaðlegra verk til dæmis, en yfirstandandi farsi í Þjóðleikhúsinu, og má vel hafa heilmikið gaman af honum ef menn nenna að standa i hlátursleikjum á nóttunni. Ógemingur væri að fara að rekja efni og atburði úr leiknum, enda engum greiði gerður með þvi. En Leiklist Leikfélag Reykjavíkur: RÚMRUSK Gamanleikur i tveim þáttum eftir Alan Ayckboum Þýðing: Tómas Zoéga. Leikstjórn:Guðrún Ásmundsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir. Lýsing: Gissur Pálsson og Daniel Williamsson. Það er Ijóti siðurinn að leika leikrit um miðjar nætur. En „alþýðuleikhús” Leikfélagsins í Austurbæjarbíói lifir og þrífst á miðnætursýningum léttra og lipurra hlátursleikja, sem orðið hafa vinsæl og vellátin skemmtun á undan- förnum árum. Gamanleikirnir i Austurbæjarbíói hafa verið starf- ræktir reglulega allt frá árinu l967,og 'er raunar ýmissa góðra stunda að minnast frá þeim. Eftir á finn ég að mér hefur orðjð sumt minnisstætt úr revíusyrpunum, sem voru meðal fyrstu sýninga af þessu tagi, að ég nú tali ekki um hann Gísla Halldórsson í ódauðlegum farsa, Spanskflugunni, eftir Arnold & Bach. Og þar við bætist svo eftirminnilega popp- sýningin um árið, Jesús Kristur súperstar. Ég fer ekki ofan af þvi, þar fyrir, að það sé vond óregla og ósiður að vera að þessum sýningum á nóttunni, þegar miklu betra og sælla er að sofa heima hjá sér. Og það er ekki því að neita að Austurbæjarhíó er illa lagað hús til leiksýninga, ógaman að sitja aftast i þeim stóra geim og sjá hvorki né heyra til neinnar hlitar það sem fram fer á sviðinu. Að hinu leytinu leggja líka þessar kringumstæður heilmikið á leik- arana á sviðinu sem verða að-hafa sig alla í frammi til þess að ná til áhorf- enda sinna úti um allt þetta stóra hús. Fjarska finnst mér líklegt að nýja sýningin í Austurbæjarbíó hefði orðið mun betri, stílfastari og fágaðri leik- sýningásviðinui Iðnó. En gaman væri ef félagsfræðingar vorir hefðu ráðrúm til að gefa sig að leikhúsmálum. Skyldi það vera sama fólkið sem ber uppi hlátursleikina i Austurbæjarbíó — rúmlega þrjátíu þúsund áhorfendur bara í fyrravetur — og sækir aðrar sýningar leikhúsanna í bænum? Ef ekki, ef fólk sækir bióleiksýningar í miklum mæli án þess að fara annars í leikhúsið hvað er það þá sem þær sýningar láta i té en ekki fæst á öðrum leiksýningum? Og þannig mætti vitanlega spyrja miklu lengur. En „félagsfræði leikhúsanna” er alveg afrækt athugunarefni hér hjá okkur — svo áhugavert sem það þó er á þeim miklu uppgangstímum leiklist- ar og leikhúsrekstrar sem hér hafa ver- ið að undanförnu. Nýja sýning Leikfélagsins i Austur- bæjarbíó — frumsýning á sunnudags- nóttina — var nýlunda að því leyti til ÓLAFUR JÖNSSON Ur Rúmruski Leikfélags Reykjavikur: Karl Guðmundsson og Guðrún Stephensen i hlutverkum sinum. ÐB-mynd: Hörður. Voða voða sniðugt Rúmrusk gerist á meðal hjónafólks í breskri millistétt og koma þrenn ung hjón og ein roskin við söguna, sem gerist öll jsvefnherbergjum þeirra. Af gamanleikjum haustsins að dæma er það um þessar mundir voða sniðugt að láta leikrit ske í svefnherbergi. At- burðir i leiknum ganga svo út á snurður sem þessa nótt hlaupa á hjónalífsþræðina, en leysast sem betur fer jafnharðanaftur. Af fólkinu í leiknum hafði ég hvað mest gamanafTrevor: Kjartani Ragn- arssyni, dálitið drabbaralegum hjartaknosara, öllum á kafi i „vanda- málum” síns eigin tilfinningalifs, litlu góðu prúðu eiginkonunni sem maður hennar er alltaf að smiða á nóttunni. Kate: Helgu Stephensen, og svo auðvitað rosknu frúnni sem hleypur fram af sér beisli og borðar loðnu um nótt i rúmi sínu, Deliu: Guðrúnu Stephensen. En fjarska finnst mér, sem fyrr var sagt, líklegt að sama áhöfn hefði náð fullkomnara valdi á leiknum, sem mikið leggur upp úr hraða, örum atriðaskiptingum, skýrri manngerðamótun í hlutverkum, á leiksviðinu i Iðnó. Ég nefni til dæmis Karl Guðmundsson, Ernest, mann Deliu. Karl býr til mjög skýra manngerð að öllu ytra útlifi, ágætis gervi, en það er eins og persónan sjálf, maðurinn í hlutverkinu, passi ekki til fulls í gervið. Leiknum var prýðilega vel tekið i Austurbæjarbíói aðfaranótt sunnudagsins og á vafalaust gott gengi framundan í vetur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.