Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 2

Dagblaðið - 31.10.1978, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978. Kaffivagninn Grandagarði. DB-mynd RagnarTh. Þjónusta Kaffi- vagnsins Grandagarði Magnús Jónsson, Hringbraut 53, skrifar: Fyrir utan hinn svokallaða Kaffivagn á Grandagarði var gamall maður á dögunum að selja happdrættismiða fyrir eitthvert góðgerðarfélagið. Þá kom eigandi Kaffivagnsins og bannaði gamla manninum að selja happdrættis- miðana þarog rak hann í burtu. Inni í Kaffivagninum eru fjórir spilakassar frá Rauða krossinum, tveir fyrir 10 kr. peninga og tveir fyrir 5C kr. peninga. — Veitingakonan fær prósentur af því sem kemur inn í kassana — og skiptir það hana miklu máli. Hún lætur sig ekki muna um að hafa kassana i sambandi þegar þeir eru orðnir fullir af mynt — og gefa þannig aldrei vinning fyrir þann sem spilar. Viðskiptavinir Kaffivagnsins eru mjög áhugasamir um að spila í Rauða kross kössunum. Mér er ekki kunnugt um að veitingakona þessi hafi fengið leyfi til veitingareksturs í þeirri mynd sem Kaffivagninn er rekinn. Þar að auki cru allar veitingar seldar dýrari hjá henni en annars staðar. Dagblaðið bar bréf Magnúsar undir eiganda Kaffivagnsins, Guðrúnu Ingólfsdóttur. Guðrún sagðist kannast við þennan happdrættissölumann. Hún vildi ekki að hann kæmi inn i Kaffivagninn til að selja happdrættis- miða. Maðurinn væri sóðalega til fara og nöldrandi og hún óskaði ekki eftir slíku í veitingastofunni. Slikt truflaði viðskiptavini stofunnar. En þvi færi fjarri að hún væri á móti happdrættismiðasölu góðgerðar- stofnana. Hún keypti slíka miða utan síns starfstíma. Hvað varðar spilakassa Rauða krossins, þá sagði Guðrún, að Rauði krossinn setti þá upp sjálfviljungur og sæi um þá. Menn kæmu daglega að losa þá og ef Magnús væri óánægður með kassana þá ætti hann að hafa samband við Rauða krossinn. Starfs- menn Rauða krossins hafa einir leyfi til að tæma kassana. Guðrún sagði að Kaffivagninn væri rekinn á sama hátt og aðrar slikar stofnanir og leyfi væri fyrir rekstrinum, fengið frá lögreglustjóra. Leyfið segist Guðrún hafa haft í 30 ár.1 Þá fylgdist Heilbrigðiseftirlitið reglulega með hreinlæti á staðnum. „Magnús verður að sanna það að við seljum dýrari veitingar en aðrir,” sagði Guðrún. „Það getur hann reynt með því að leggja fram verðlista frá svipuðum veitingastofum. Ég hef hingað til haldið að það væri hið gagn- stæða.” Gangbrautir í Garðabæ Aðra Stundina okkar fyrir yngri bömin H.T. skrifar: Svo virðist sem Stundin okkar í sjónvarpinu sé ekki gerð fyrir yngri börn en 7—8 ára. Er ekki ætlazt til að barnatíminn i sjónvarpinu sé lika fyrir þessi börn. Ég veit til þess að min börn, sem cru yngri en 7 ára, hafa ekki gaman af þessum þáttum. Svo er og um fleiri börn á þessum aldri, sem ég þekki. Það er enda varla hægt að gera ráð fyrir þvi að í einum og sama þættinum sé efni sem bæði er við hæfi yngstu bania og jafnframt tid. fyrir 12 ára 'bórn. Mér dettur því i hug hvort ekki semöguleiki áannarri stund fyrirbörn, t.d. á forskólaaldri. I slikri stund gætu komið fram skemmtilegar „figúrur" seni tala til barnanna á léttan og skemmtilegan hátt og flytja þeim jafn framt fræðandi efni. Það má t.d. kenna börnunum á þennan hátt bæöi bókstafina og tölustafi. Umferðar- fræðslu má einnig koma að í slíkum þáttum. Efnið þarf einungis að vera sett fram á skemmtilegan og áhuga- verðan hátt. Sem fyrirmynd að slíkum þætti má hugsanlega hafa vinsælan þátt úr sjónvarpi í Bandarikjunum, Sessame Street. Sá þáttur er viðurkenndur sem skemmtilegur og fræðandi í senn. Kona I Garðabæ hringdi: í Garðabæ eru tvær gangbrautir yfir Hafnarfjarðarveg. önnur er vel merkt og gangbrautarljós þar, auk þess sem þar er nú gangbrautarvörður. Þessi gangbraut er á móts við BP bensínstöðina og mest notuð af nemendum gagnfræðaskólans. Hin gangbrautin er á móts við biðskýlið. Sú gangbraut er illa merkt og „sebrarnir” eyddir upp af bíla- umferð. Þessa gangbraut nota þeir sem þurfa að fara i slrætisvagn og einnig yngri börnin sem eru á leið í barnaskólann. Þótt þessi gangbraut sé mun verr merkt er þarna enginn gang- brautarvörður til þess að hjálpa börnunum að komast yfir hættulegan Hafnarfjarðarveginn. Gangbrautin er eins og sjá má illa merkt og enginn gangbrautarvörður. „Sebrarnir” eru horfnir að hluta vegna mikillar umferðar. Þarna er þörf úrbóta. í baksýn er velbúin gangbraut með Ijósum og gangbrautarverði. DB-mynd Ragnar Th. HeimiHs- iæknir svarar Kaddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" 1 sima 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Hvar fæst Ijóðabók Jónasar Friðriks? Hafþór Guðmundsson, Stöðvarfirði, hríngdi: Nýlega var auglýst i DB að ljóða- bók Jónasar Friðriks væri að koma á markaðinn. Þess var ekki getið hvar hægt er að fá þessa bók, en það viljum við gjarnan vita. Hér er mikill áhugi á bókinni. Undir auglýsingunni stóð aðeins „Útgefandi”, en ekki hver hann er, þannig að ekki er hægt að finna út hvar bókina er að fá. Skv. upplýsingum DB er útgefandi höfundur sjálfur. Bókin mun fást i bókabúðum, a.m.k. á höfuðborgar- svæðinu og er einna helzt að panta hana í gegnum einhverja þeirra. Nemendur Menntaskólans Laugarvatni: Gerræðisleg vinnubrögð í garð Ólafs Ketilssonar Skúli Sveinsson stallari skrifar f.h. nemendafél. ML.: Vér nemendur Menntaskólans að Laugarvatni lýsum undrun okkar og fyrirlitningu á gerræðislegum vinnu- brögðum Samgöngumálaráðu- neytisins í garð Ólafs Ketilssonar fyrrum sérleyfishafa leiðarinnar Reykjavík-Laugardalur. Ólafur hefur sem kunnugt er þjónað ibúum staðarins af stakri prýði i hálfa öld. Sem virðingarvott fyrir frábært brautryðjendastarf á sviði samgöngu- mála er hann svo sviptur sérleyfi sínu án þess að gefnar séu nokkrar ástæður og þvert gegn vilja íbúa staðarins. Skorum við hér með á hinn nýja samgöngumálaráðherra að hafa for- göngu um það að Ólafi verði á ný veitt sérleyfið Reykjavik-Laugardalur og láti ekki klíkukarla kerfisins koma í veg fyrir vilja fólksins. Mismunandi verð er á klippingum f Salon VEH eftir nákvæmni klippingarinnar. DB-mynd Bjarnleifur. Klippt og þurrkað Elsa Haraldsdóttir, eigandi Salon VEH, hríngdi: í DB föstudaginn 20. október sl. var birt grein eftir Sigriði Auðuns um klippingu á hárgreiðslustofu i Glæsibæ. Frúin spurði hvort verðlags- lögin næðu ekki til allra. Það er því rétt að taka það fram að vísitöluklipping gildir í Salon VEH eins og á öðrum stofum. Hins vegar er það tekið fram með tilkynningu upp á vegg í hárgreiðslustofunni og viðskipta- vinum gert það ljóst að þurrka er notuð eftir klippingu. Grunnverð fyrir klippingu er 1465 kr. Við það bætist þurrkun sem kostar 995 kr. Ódýrasta klipping kostar því 2460 kr. Síðan eru þrjú verð í viðbót á klippingum og fer það eftir nákvæmni klippingarinnar. Slikar klippingar kosta 2800 kr„ 3000 kr. og 3200 kr.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.