Dagblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978.
13'
íttir íþróttir íþróttir
Íþróttir
Iþróttir
Höröur Sigmarsson 1 kröppum dansi og varnarmenn HK gefa ekkert eftir.
DB-mynd Ragnar Th. Sigurösson.
Fyrsti sigur HK í 1. deild
— Mark á lokasekúndunni færði HK sigur yfir Haukum, 20-19. í Hafnarfirði
„HK er stemmningarliö og i höröum
leikjum sem þessum kemur styrkleiki
liösins i ljós. Viö vildum sýna hinum
dyggu áhangendum okkar og hinn göði
leikur okkar gegn 'bikarmeisturum
Vikings var engin tilviljbn. Strákarnir
gáfust aldrei upp gegn Háukum, frekar
en gegn Vfking á dögunum og uppskáru
sigur, meö stórkostlegri baráttu — HK
hefur metnað, strákarnir hafa metnað,”
sagði Axel Axelsson hinn góökunni
þjálfari HK, hiqs unga handknattleiks-
félags úr Kópavogi, eftir mjög óvæntan
sigur HK á Haukum í Hafnarfirði, 20—
19.
Baráttuleikur var í Hafnarfirði frá
upphafi til enda og hinir um það bil 400
áhorfendur voru sannarlega með á nót-
unum, hvöttu ákaft sína menn. Og HK
skoraði sigurmark sitt aðeins einni sek-
úndu fyrir leikslok — eftir að Einar Þor-
varðsson hafði variö vitakast frá Herði
Sigmarssyni 23 sekúndum fyrir leikslok.
Já, svo naumt var það, spennan í
Hafnarfirði gifurleg og leikirnir í 1. deild
gefa sannarlega góð fyrirheit.
Þegar aðeins ein minúta var til leiks-
loka var staðan jöfn í Hafnarfirði, 19— !
19. HK var með knöttinn og hinir ungu
leikmenn reyndu ótimabært skot, um 40
sekúndum fyrir leikslok. Haukar brun-
uðu upp, Árni Hermannsson komst i
gegn en illa var brotið á honum, viti!
Sigur Hauka virtist loks i höfn, eftir !
harða baráttu gegn „litla” HK. Hörður
Sigmarsson tók vítið en Einar Þorvarðs-
son varði, knötturinn barst til Harðar
aftur. En það var dæmd lína, — Hauk-
arnir reyndu að tefja og sekúndurnar tif-
uðu hver af annarri. Þegar aðeins 13
sekúndur voru eftir stoppuðu dómar-
amir klukkuna. HK með knöttinn, og
HK hafði 13 sekúndur til að tryggja
sigursinn.
Þeir brunuðu upp, knötturinn gefinn
inn í bláhornið á Vigni Baldursson sem
kastaði sér inn — úr bláhorninu vel að
Kr.
X.073.000
181.479
220.500 Kr.
1.474-979
Kr.
348.000
971.627
269.400
94.565
246.950
Kr. 814-574
II 800.000
II 262.300
íl 371-611
II 9.600
II 23-757
II 25.293
1.930.542
2.307.135
■ » 1.101.941
%r. 6.814.597
merkja. Og rétt i þann mund er flautan
gall fór knötturinn yfir línuna, af fæti
Ólafs Guðjónssonar, markvarðar
Hauka. Ótrúlegt mark — sigur HK í
höfn, fyrsti sigur HK i 1. deild og í
nokkrar sekúndur var sem leikmenn HK
áttuðu sig ekki alveg — þeir bara stóðu.
En Vignir Baldursson áttaði sig, hann
stökk hæð sína í loft upp, og þá brutust
út gífurleg fagnaðarlæti meðal leik-
manna HK, já, fagnaðarlæti þeirra voru
innileg — aldrei hef ég séð leikmenn
fagna sigri jafn innilega og suður í
Hafnarfirði i gærkvöld.
HK fagnaði sigri, en er fyrri hálf-
leikur var hálfnaður virtist flest benda til
sigurs Hauka. Þeir komust i 7—3 en
náðu aldrei upp baráttu í vörninni og
markvarzlan var i molum. Já, Gunnar
Einarsson fyrrum markvörður Hauka er
nú fjarri góðu gamni, það sannaðist í
gærkvöld er beinlinis öll skot HK höfn-
uðu i netmöskvunum. En það verður
líka að segjast að vörn Hauka veitti i
markvörðunum ekki mikla vernd. HK
náði að minnka muninn fyrir leikhlé i
tvömörk, 11—9.
Og þegar á fjórðu minútu síðari hálf-
leiks komst HK yfir, 12— 11, en Haukar
náðu aftur tveggja marka forustu, 15—
13 og síðan 16—14 og um 10 mínútur
eftir. HK jafnaði 16—16. Haukar
svöruðu -17—16 en tvö mörk HK fylgdu
í kjölfarið, 18—17. Þegar fjórar mínútur
voru eftir komust Haukar aftur yfir,
19—18 en Björn Blöndal jafnaði fyrir
HK á 27. mínútu.
Ósigur í gærkvöld var mikið áfall fyrir
Hauka. Við miklu hefur verið búizt af
liðinu í vetur, Haukar hafa fengið þrjá
snjalla leikmenn til liðs við sig — þá
Hörð Sigmarsson, nafna hans Harðar-
son og Árna Sverrisson. Hörður Sig-
marsson hefur að vísu enn ekki náð sér
fyllilega á strik, ekki sami krafturinn og
áður. En Haukar misstu Gunnar
Einarsson — þann snjalla leikmann —
og það virðist ætla að verða liðinu ör-
lagarikt. Gunnar varði snilldarlega i
fyrra, og var maSurinn á bak við óvænta
og góða frammistöðu Hauka. Nú er
Haukanna að sýna að ósigurinn þjappi
þeim aðeins saman.
Einar Þorvarðsson, markvörður HK,
var snjall í gærkvöld og hann skóp ef til
vill öðrum fremur sigur liðsins með
snjallri markvörzlu, þrátt fyrir að vörn
liðsins sé ekki alltaf mjög þétt. Mikið
efni þar — en í liðinu eru ungir leik-
menn er gefa ekki fyrr en í fulla hnef-
ana. Hilmar Sigurgíslason, Ragnar
Ólafsson og Stefán Halldórsson. Þá er
Björn Blöndal i mikilli sókn. Hann
skoraði 8 af mörkum HK, Hilmar 6,
Bergsveinn Þórarinsson 2, Ragnar
Ólafsson 2 og Stefán Halldórsson,
Vignir Baldursson og Kristinn Ólafsson
1 mark hver. Hörður Harðarson
skoraði 6 af mörkum Hauka, 2 víti,
Hörður Sigmarsson 5, 2 viti, Andrés
Kristjánsson og Ingimar Haraldsson 2
hvor, Sigurgeir Marteinsson, Árni Her-
mannsson, Þórir Gíslason og Andrés
Kristjánsson 1 mark hver.
Leikinn dæmdu Ólafur Steingrímsson
og Gunnar Kjartansson. Einn leik-
manna HK var rekinn af velli, Haukar
fengu 5 viti — HK ekkert. H Halls
tommu
Æwfa með fjarstýringu
Æm W aðeins kr. 467 þús. Til afgreiðslu STRAX.
Erum að fá sendingu af 22 tommu — takmarkaö magn — 1terö ca kr.
395.000.-
Snertírásaskipting — spennuskynjari — In-iine myndiampi — ka/t
kerfi 2 — möguieiki fyrir plötu — og myndsegulband — Aöeins 6
einingar i staö 14 sem eru í öörum tækjum sem auðveldar alla
þjónustu — stór hátalari sem gefur skýrt hljóÖ
RAIMK—MERKIÐ ER HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
SJÖIMVARP og RADÍÓ, Vitastíg 3. Sími 2574s>.
Haukar
sigruðu KR
Haukar sigruðu KR 10—81 1. deild
Íslandsmótsins i kvennahandknattleik i
gærkvöld i Hafnarfirði. Haukar voru
mun sterkari i síðari hálfieik og dugði
það þeim til sigurs.
Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins
er KR svaraði með fjórum mörkum og
virtist stefna í sigur KR. En Haukar
náðu að jafna, 4—4 og staðan í leikhléi
var 6—5 KR í vil. Haukar skoruðu þrjú
fyrstu mörk síðari hálfleiks, komust í
8—6. Hansína Melsted svaraði með
tveimur mörkum fyrir KR, 8—8. En
Haukastúlkurnar voru sterkari á enda-
sprettinum og sigruðu 10—8.
Margrét Theódórsdóttir skoraði 7 af
10 mörkum Hauka. Hjá KR bar mest á
Hansinu Melsted, hún skoraði 4 mörk
fyrir KR, Jónína Ólafsdóttir 2 mörk.
H.Jóns.
Badminton
Per Kjeldsen sigraði Sigfús Ægi
Árnason, TBR, i úrslitum badminton-
keppni TBR og skandinaviska flug-
félagsins SAS, 15—2, 15-2. Per hafði
áður sigrað Íslandsmeistarann Jóhann
Kjartansson, 15—9, 15—11 en Sigfús
Ægir lagði Peter Hojland 15—2, 16—
17,15—9.
Kristin Magnúsdóttir sigraði Sif Frið-
leifsdóttur KR i einliðaleik kvenna i úr-
slitum, 11—5, 11—6.1 tviliðaleik karla
sigruðu þeir Per Kjeldsen og Henrik
Kyhl þá Peter Hojland og Hans Jörgen
Dahl 17—18, 15—2, 15—3 en þeir Pcr
og Henrik höfðu áður sigrað Jóhann
Kjartansson og Harald Korneliusson
15—6, 15—18, 15—8. Þeir Peter og
Hans Jörgen sigruðu Sigfús Ægi og
Sigurð Kolbeinsson 15—3, 15—11. I
tviliðaleik kvenna sigruðu þær Kristin
Magnúsdóttir og Hanna Lára Pálsdóttir
þær Lís Hansen og Ritu Wingsö 15—2,
10—15, 15—1. í tvenndarleik sigruðu
Sigurður Kolbeinsson og Hanna Lára
Pálsdóttir þau Jóhann Kjartansson og
Vigdisi Guðmundsdóttur, 15—13, 15—
7.
Getraunir
í 10. leikviku komu fram 6 seðlar með
11 rétta leiki og var vinningur á hvern
seðil kr. 174.000. Af þessum seðlum
voru 4 úr Reykjavik, 1 úr Garðabæ og
einn var nafnlaus. Með 10 rétta var 91
röð og vinningur fyrir hverja kr. 4.900.
Siðustu vikurnar hefur vinningsupp-
hæðin verið um 1,5 millj. kr. og þátttaka
alls um 3 millj. kr. Af þessari upphæð fá
iþróttafélögin 25% i sölulaun eða um
750 þúsund kr. Hluti iþróttafélaganna í
Reykjavík er um 71 % en félaganna utan
höfuðborgarinnar um 29%. Sé landinu
skipt í kaupstaði ogdreifbýli, eru iþrótta-
bandalögin með um 86% af sölunni en
héraðssamböndin með um 14%.
Næsti seðill lítur þannig út:
Arsenal — Ipswich
Aston Villa — Manch. City
Bolton — Coventry
Derby — Wolves
Liverpool — Leeds
Manch. Utd. — Southampton
Middlesbro — Bristol City
Norwich — Tottenham
Notth. For. — Everton
QPR — Chelsea
WBA — Birmingham
Sunderland — Stoke
Hólmbert
með Fram
1. deildarlið Fram hefur ráðið þjálfara
fyrir næsta sumar i knattspyrnu. Það er
Hólmbert Friðbertsson, margreyndur
’þjálfari, og hann þjálfaði ÍBK fyrir
tveimur árum með góðum árangri þá.
Guðmundur Jónsson þjáifaði Fram
siðastliðið sumar en liðið gaf mjög eftir
undir lok mótsins, fékk aðeins 1 stig úr
sex sfðustu leikjum. Heyrzt hafði að
Fram hefði haft mikinn hug á að ráða
Youri Ilitschev landsliðsþjálfara en
vegna ósvissuþátta þar, mun hafa verið
horfið frá þvf. Fram bætist mikill styrkur
næsta sumar, en landsliðsmiðvörðurinn
Marteinn Geirsson mun aftur leika með
Fram eftir dvöl f Belgiu og leik með
Royale Union.